Fréttablaðið - 29.06.2013, Blaðsíða 68
29. júní 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 36
KVIKMYNDIR ★★★★★
Man of Steel
Leikstjórn: Zack Snyder
LEIKARAR: HENRY CAVILL, AMY ADAMS,
MICHAEL SHANNON, KEVIN COSTNER,
RUSSELL CROWE
Það er eins og það hvíli bölvun
á Ofurmenninu í kvikmyndum.
Fyrir utan Superman frá árinu
1978 hafa allar myndir um þessa
ævafornu ofurhetju verið mis-
heppnaðar. Þetta hefur ekkert
að gera með persónuna og það
ætti ekki að vera erfiðara að
gera henni skil á hvíta tjaldinu
en öðrum ofurhetjum. Það er
bara ekki vandað nægilega
til verka.
Nú er búið að reyna
enn eina ferðina og kom
tilraunin í hlut leikstjórans
Zack Snyder. Með kvart-
milljarð dala í vasanum
hefur hann breytt bláklædda
brókar lallanum Kal-El
í r a u n s æ i s -
hetju að hætti
Christophers
Nolan,
framleiðanda
og sögusmiðs
myndarinn-
ar. Undarleg
ákvörðun, en
ekkert á að
vera heilagt.
Fyrri hluti
myndarinnar
er þolanlegur
þó að endurlitin
s é u o f n o t u ð
eftir að Kal-
El fullorðnast.
A t r i ð i n á
K r y pton er u
ágæt og þar vil ég helst hrósa
Michael Shannon fyrir nokkuð
sannfærandi takta. Vandræði
myndarinnar hefjast á jörðu
niðri.
Cavill tekur sig ágætlega út
í búningnum en það er ekki eitt
augnablik í myndinni þar sem
persónan hans er skemmtileg.
Það örlar ekki á neista neins
staðar, hvorki á móti Lois Lane
né illmenninu, og maður spyr sig
hvort vandamálið liggi hjá leikar-
anum eða í handritinu.
Í seinni hálfleik fáum við svo
stanslausan hasar af leiðinlegu
gerðinni. Það hjálpar myndinni
auðvitað ekki neitt að koma í kjöl-
far hressa Marvel-bunkans
þar sem þetta er gert svo
vel. Eftir 45 mínútur af
stefnulausri tölvubrellu-
kássu fór ég að velta
því fyrir mér hvort hin
bragðdaufa Superman
Returns frá 2006 væri
ekki hreinlega betri mynd
en Man of Steel.
Haukur Viðar
Alfreðsson
NIÐURSTAÐA:
Gríðarleg von-
brigði. DC þarf
að hysja upp
um sig.
Stefnulaus stálkarl
SLAKT OFUR-
MENNI Henry
Cavill tekur
sig vel út í
búningnum en
persóna hans
er ekki skem-
mtileg, segir
gagnrýnandi
Frétta blaðsins.
Bragagata, Laugavegur og Suðurlandsbraut / 562 3838 / eldsmidjan.is