Fréttablaðið - 29.06.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 29.06.2013, Blaðsíða 28
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 20134 Þetta hefur farið ótrú-lega vel af stað, eigin-lega langt fram úr væntingum,“ segir Roald Eyvindsson, ritstjóri vefsíð- unnar Gayiceland.is sem er sérsniðin að hinsegin fólki og var hleypt af stokkunum fyrir ári. Að sögn Roalds var Gay- iceland.is upphaflega hugs- uð sem fréttaveita fyrir erlenda ferðamenn og ensku mælandi út- lendinga búsetta á Íslandi og tók efni vefsíðunnar mið af því. „Við greindum frá atburðum líðandi stundar, áföngum í mannrétt- indabaráttu hinsegin fólks á Ís- landi og alls kyns viðburðum því tengdum. Þegar fram liðu stundir fór þessi nálgun að verða einsleit þannig að við færðum út kvíarnar og bættum við lífsstílstengd- um efnum,“ segir Roald, en þá fyrst fóru hjólin að snú- ast, því umferðin um síðuna stórjókst. Gayiceland.is er því sam- bland af fréttaveitu og lífs- stílssíðu. Efninu er skipt niður í flokka, svo sem við- burði, næturlíf, mannrétt- indi, mat og menningu og listir, auk þess sem farið er vítt og breitt yfir sjónar sviðið. Þar má nálgast mynd- bönd og ljós myndir úr gay pride-göngunni og finna viðtöl, til dæmis við Önnu Pálu Sverris- dóttur, formann Sam- takanna ’78, og hljóm- sveitarmeðlimi Retro Stefson. „Við höfðum sam- band við strákana í Retro Stefson eftir frumsýningu myndbands við lagið She Said og vildum vita hvernig þeir hefðu fílað sig í draggi. Þeir tóku því vel og úr varð stórskemmtilegt viðtal,“ segir Roald. Á skipi með samkynhneigðum Roald segir Gayiceland.is ekki ein- göngu vera fréttaveitu og ferða- handbók heldur veiti hún líka áhugaverða innsýn í íslenska þjóðar sál. „Svo ég vitni áfram í viðtalið við Retro Stefson, þá endur speglar sú jákvæða afstaða sem þar kemur fram í garð sam- kynhneigðra vel hug þjóðarinnar allrar. Á skömmum tíma hafa Ís- lendingar skipað sér í sveit með framsæknustu þjóðum heims á sviði mannréttinda. Réttarstaða hinsegin fólks er á heildina litið góð á Íslandi, sem gerir landið að mjög ákjósanlegum áfangastað í augum margra. Falleg náttúra er ekki það eina sem laðar fólkið að, heldur vissan um að geta verið maður sjálfur án þess að mæta fjandskap.” Roald segist hafa séð hversu rík sú þörf er víða erlendis þegar hann fór í siglingu fyrir samkyn- hneigða í fyrra. „Ég hafði takmark- aðan áhuga í upphafi en lét til leiðast. Þegar upp var staðið er þetta eitt af ævintýralegri ferðalögum sem ég hef farið í,“ segir hann en viður kennir að í byrjun ferðar hafi verið svolítið yf irþyrmandi að vera umk ringdur öllum þessum fjölda karla á lenda skýlum. „Þarna var maður stadd- ur ásamt þrjú þúsund hommum og lesbíum um borð í stærðarinnar skemmtiferða- skipi sem sigldi frá Los Angeles til Mexíkó. Boðið var upp á ljúffeng- an mat í öll mál, f lott skemmti- atriði, skoðunarferðir í landi og mörg þematengd partí á dag sem fólk mætti uppá búið í,“ lýsir Roald og minnist þess að Asíubúarnir hafi skemmt sér sérstaklega vel. „Einn tjáði mér að ástæðan væri hversu bágborin staða hinsegin fólks væri heima fyrir. Sumir gátu í fyrsta sinn á ævinni sleppt fram af sér beislinu. Á skipinu var ég því rækilega minntur á hvers vegna hinsegin fólk ferðast í auknum mæli til Íslands.” Fjölbreytt hinsegin ferðasíða Gayiceland.is er sambland af fréttaveitu og lífsstílssíðu sem er sérsniðin að hinsegin fólki. Ritstjórinn er Roald Eyvindsson, en hann hugsaði síðuna upphaflega sem fréttaveitu fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi. Í dag er þar að finna fjölbreyttar upplýsingar og viðtöl. Roald Viðar Eyvindsson Hinsegin fólk kemur til Íslands til að geta áhyggjulaust verið það sjálft. NORDICPHOTOS/GETTY Uglan Café er kósý kaffihús í Fnjóskadal sem opið er á sumrin. Kaffihúsið er rekið í Skógum, sem var barnaskóli sveitarinnar á árunum 1916 til 1972. Í Skógum var einnig samkomustaður, símstöð og póstafgreiðsla sveitarinnar og þar var einnig ferjustaður áður en Fnjóská var brúuð. Skógar standa steinsnar frá þeim stað þar sem áætlað er að munni Vaðlaheiðarganga verði. Kaffihúsið er staðsett í gömlu kennslustofunni og þá geta gestir gluggað í gamlar bækur, meðal annars kennslubækur frá liðnum tíma í bókastofunni. Þar er einnig hægt að kaupa notaðar bækur og í bókastofunni er gallerý þar sem listamenn sýna verk sín. Á boðstólunum eru heimabakaðar veitingar úr hráefni úr héraðinu og geta gestir valið um te soðin af staðbundnum jurtum, svo sem blóðbergi og vallhumli. Uglan Café er í 25 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri og þaðan er stutt í náttúruperlur Norðurlands eins og Vaglaskóg og Goðafoss. Kaffihús í gömlum skóla Uglan Café er kósý sveitakaffihús í Fnjóskadal. MYND/UGLAN CAFÉ Suður England og Wales 15. – 21.08. Sjö daga f erð um S uður-England og Wales. Ein af v insælustu ferðunum okkar Ekið um borgir o g þorp í hjarta Englands, komið við m.a. í Oxford, B ristol, Bath og í Brecon þ jóðgarðinu S. koðunarferðir alla d aga. Allur aðgangseyrir og hálft fæði innifalið. Leitið n ánari upplýsinga hjá utanlandsdeild okkar. Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar Borgartún 34, 105 Reykjavík S, : 511 1515 • outgoing@gjtravel.is • www.ferdir.is Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreif- Við sjáum um örugga dreifingu á fjölpósti Við náum til fjöldans B ra nd en bu rg Póstdreifing dreifir fjölpósti sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Mælingar sýna að 60% landsmanna skoða fjölpóst og er hann því áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Örugglega til þín. Nánari upplýsingar veitir söludeild í síma 585 8300.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.