Fréttablaðið - 29.06.2013, Blaðsíða 54
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 20136
Guðlaugur er að fara í annað skiptið með Íslend inga til Eþíópíu en Jóhanna
Kristjónsdóttir hafði farið áður
með hópa þangað í skipulagðar
ferðir. Guðlaug ur talar mál
innfæddra og þekkir þennan
menningar heim vel. „Það var
21 í ferðinni í fyrra og ég býst við
svipuðum fjölda núna,“ segir Guð-
laugur, en það eru Bændaferðir
sem selja ferðina og enn eru
nokkur sæti laus.
„Þetta er langt ferðalag, f logið
er frá London til höfuðborgar-
innar Addis Ababa, en það er átta
klukkustunda flug. Síðan er flogið
innanlands til norðurhluta lands-
ins, en þar eru skoðaðir mjög
áhugaverðir staðir. Má þar nefna
upphaf Nílar í Tanavatni. Þar eru
miklir og frægir fossar, Bláa Níl,
en þar förum við í gönguferðir og
komumst í návígi við þessa miklu
fossa. Einnig siglum við út í eyju í
vatninu og heimsækjum klaustur
og sjáum gamlar eþíópískar skreyt-
ingar í fornri kirkju. Þessi kirkja er
merkileg, þar sem hún hefur mörg
einkenni af gyðingdómi,“ segir
Guðlaugur.
Til heljar
„Frá Tanavatni er farið með flugi á
stað sem heitir Lalibela, en það er
lítið fjallaþorp í 2.800 metra hæð.
Þorpið lætur ekki mikið yfir sér
en þegar nær dregur sér maður
myndkirkjur höggnar inn í fjallið.
Þær eru ellefu talsins og ótrú-
lega fallega gerðar og hafa varð-
veist frá árinu 1200. Við fáum góða
leiðsögn um þetta svæði. Meðal
annars er farið í gegnum myrkvuð
göng þar sem bannað er að kveikja
ljós, en þau kallast göng heljar.
Þau eiga að tákna að leið manna
geti legið til heljar en síðan koma
menn út hinum megin og í aðra
kirkju sem þar er. Á þessum stað
er einstakt útsýni yfir allar sveitir í
kring. Ógleymanlegt er að koma á
þennan stað, sérstaklega að horfa
á sólarlagið.
Líkamsskreyttir ættbálkar
Frá Lalibela er f logið aftur til
höfuð borgarinnar og hún skoðuð
en seinni hluti ferðarinnar er
nokkuð ólíkur fyrri hlutanum.
Ferðin stendur í tvær vikur, en
fyrri vikan er söguleg þar sem
skoðaðar eru fornar minjar. Í
seinni hlutanum heimsækjum við
nokkra ólíka ættbálka sem þarna
búa. Sumir þessara ættbálka eru
Með innfæddum í Eþíópíu
Guðlaugur Gunnarsson starfaði sem kristniboði í Eþíópíu í fimmtán ár. Í október fer hann
sem fararstjóri með Íslendinga til þessa einstaka menningarheims þar sem hægt er að
kynnast ólíkum ættbálkum og skoða fornminjar.
Fararstjórinn, Guðlaugur Gunnarsson, að
koma út úr einum af göngunum í Lalibela,
þar sem eru margar kirkjur frá því um
1200, allar úthöggnar úr klettum fjallsins
í heilu lagi.
Markaður meðal Hamer-fólksins er heimsóttur. Skinnklæðnaður er áberandi og sérstök hárgreiðsla kvenna sem setja smjör og rautt kalk í hár sitt. Þær
fá aldrei að þvo sér um hárið eftir að þær giftast.
Danssýning hjá Dorsemönnum er áhrifamikil og nota þeir vopn og hefð-
bundinn skinnklæðnað og litríkan vefnað í dansinum.
EÞÍÓPÍA
er leyndardómsfullt
land í Austur-Afríku sem
hefur að geyma ævaforna
menningu allt frá tímum
Axum ríkisins sem var stórveldi
í Afríku fyrir 3000 árum. Gamla
keisaraættin rakti ættir sínar til
Salómons konungs í Jerúsalem, sem
biblían segir frá. Hér var vagga mannlífs á
jörð því elstu minjar um menn, beinagrindin
af Lúsíu, fundust við uppgröft suður af höfuðborginni
Addis Ababa. Fáir Íslendingar gera sér grein fyrir að þetta land
hefur að geyma ótrúlega áhugaverða menningu og mannlíf
frumbyggja sem á sér engan sinn líka í heiminum. Í land-
inu búa yfir 80 mismunandi þjóðflokkar, hvert með
sitt tungumál og ólíka menningu, sérstöku siði
og venjur. Íbúafjöldinn er alls um 85
milljónir.
fámennir og hver með sína
eigin siði, venjur og tungumál.
Ættbálkarnir hafa auk þess mis-
munandi líkams skreytingar sem
eru einkennandi fyrir þá. Þarna
má sjá ýmislegt sem er ólíkt því
sem við eigum að venjast, enda
komumst við í návígi við fólkið,
fáum að kíkja í heimsókn í kofa
þess. Það er stórkostleg upplif-
un og þeir sem fóru í fyrra voru
afskaplega ánægðir með alla
ferðina,“ segir Guðlaugur. „Við
komum einnig við á stöðum þar
sem Íslendingar hafa verið með
kristniboðs- eða
hjálparstarf, meðal annars í
Konsó sem margir kannast við.“
Hann segir að fólk á öllum aldri
hafi áhuga á þessari ferð, allt frá
þrítugsaldri til rúmlega sjötugs.
„Þetta er ekki mjög áreynslu mikil
ferð þótt einhverjar göngur séu.
Mynd Íslendinga af þessu landi
er fátækt og hungur en í rauninni
er þetta ákaflega fjölbreytt land.
Þegar ekki hafa verið þurrkar og
uppskerubrestur er landið frjó-
samt og með fjölbreytilegu mann-
lífi.“
Köfunarvörur!
GSM: 612 5441 • valdi@kofunarvorur.is
Köfunarvörur • Fatnaður
Leigubúnaður • Viðgerðaþjónusta
Köfunarvesti
frá Ocenic, Hollis og Aeris.
Loftpressur
Útvegum loftpressur frá 80-560 l.
Mynd: 100 l/min. 300 bar pressu.
Lungu
Köfunarlungu frá Hollis.
Loftkútar
Frá 1 l. til 18 l. 232 bar.
Vatnsheld vasaljós
Mikið úrval af fylgihlutum
til sport- og atvinnuköfunar,
sjósunds- og kajakfólks.
Köfunarkennara má finna á
heimasíðunni kofunarvorur.is
Köfunargallar
frá Hollis, Oceanic og
Santi diving.