Fréttablaðið - 29.06.2013, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 29.06.2013, Blaðsíða 31
 | FÓLK | 3TRÉSMÍÐI Nýir eigendur komu að rekstri timburverk-stæðis Húsasmiðjunnar á síðasta ári. Verk-stæðið var selt tveimur fyrrverandi starfs- mönnum þess, Guðmundi Óla Helgasyni og Árna G. Sveinssyni. Nafni timburverkstæðisins var breytt á sama tíma og heitir nú Fjölin. Sem fyrr snýr starf- semi verkstæðisins að ýmiss konar sérvinnslu fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina þess. Guðmundur segir þá breytingu vera helsta að í stað þess að vinna eingöngu úr efniviði frá Húsasmiðjunni vinni starfsmenn Fjalarinnar efni frá öllum aðilum. „Við erum fyrst og fremst í ýmissi sérvinnslu og sér- vinnum þá til dæmis klæðningar, panel, gerefti, gólf- lista, sólbekki, gólflista og ýmislegt fleira. Auk þess höfum við eina starfandi þurrkofninn á landinu eftir því sem ég best veit. Viðskiptavinir geta því núna komið beint til okkar með efnið og við sjáum um alla vinnslu fyrir þá.“ BÚA YFIR STÓRU TANNASAFNI Sérstaða Fjalarinnar snýr að því að smíða tennur. „Við vinnum mikið í tengslum við friðuð hús og sem dæmi þá störfum við mikið fyrir Húsafriðunar- nefnd. Ef viðskiptavinur kemur til dæmis með gamlan lista úr slíku húsi þá smíðum við tennur þannig að hægt sé að gera þetta nákvæmlega eins. Enda er ekki hægt að fara út í búð í dag og kaupa eitthvað sem var smíðað fyrir sjötíu árum. Við verðum að hafa þetta eins og það var. Í dag búum við yfir stóru tannasafni og eigum oft þá tönn sem viðskiptavinurinn óskar eftir. Tönnin er í raun fræsitönnin sem við notum til að hefla spýtuna. Sé hún ekki til þá útbúum við hana með því mynstri sem viðskiptavinurinn óskar eftir.“ FJÖLIN ÞJÓNAR ÖLLUM Fjölin þjónar þó ekki bara þeim sem halda við gömlum húsum. „Viðskiptavinir okkar koma úr öllum áttum, hvort sem það eru fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar. Við vinnum til dæmis fyrir Reykjavíkurborg, Eimskip og ýmsa aðra aðila. Í dag getum við í raun unnið efnið hvaðan sem það er komið. Við pökkum einnig spæni í bagga fyrir hestamenn sem hefur verið mjög eftirsóttur.“ Í dag starfa fimm starfsmenn hjá Fjölinni sem eru allir reynslumiklir starfsmenn í þessari atvinnu- grein. Fjölin er til húsa á gamla Húsasmiðjusvæðinu við Sundin, í Súðarvogi 3-5, 104 Reykjavík. Nánari upp- lýsingar má finna á www.fjolin.is. TIMBURVERKSTÆÐIÐ FJÖLIN ÞJÓNAR ÖLLUM VIÐSKIPTAVINUM FJÖLIN KYNNIR Gamla timburverkstæði Húsasmiðjunnar skipti um nafn og eigendur á síðasta ári. Í dag heitir það Fjölin og sem fyrr er sérsvið timburverkstæðisins ýmiss konar sérvinnsla fyrir ólíkan hóp viðskiptavina. NÝIR EIGENDUR Guðmundur Óli Helgason og Árni G. Sveinsson eru nýir eigendur Fjalarinnar. NÓG AÐ GERA Marek vinnur við bandsög. MYND/ARNÞÓR VINSÆLT HJÁ HESTAMÖNNUM Spónabaggar frá Fjölinni eru vinsælir hjá hestamönnum. FALLEGT TIMBUR Sýnishorn af timbri frá Fjölinni. VANUR MAÐUR Logi, starfsmaður Fjalarinnar, raðar timbri á kílvélafæriband.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.