Fréttablaðið - 29.06.2013, Page 26
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 20132
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, s. 512 5432, sverrirbs@365.is
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Saga og Jökull eru aðal-persónur í nýju smáforriti (appi) sem Markaðsstofa
Vesturlands og íslenska fyrirtækið
Locatify úr Hafnarfirði hafa ný-
lega gefið út í samvinnu við níu
ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi.
Smáforritið ber nafnið Saga og
Jökull eftir aðalpersónunum og
inniheldur sögur og ratleiki sem
tengjast ýmsum viðkomustöðum á
Vesturlandi.
Vi lborg Þ. Guðbjartsdótt ir
og Kristján Guðmundsson hjá
Markaðs stofu Vesturlands segja
aðstandendur verkefnisins vonast
til þess að smáforritið auki áhuga
barna og unglinga auk foreldra
þeirra á ólíkum viðkomustöðum
á Vesturlandi. „Þegar búið er að
hlaða smáforritinu niður í sím-
ann eða spjaldtölvuna geta not-
endur valið um níu staði á Vestur-
landi. Upp kemur kort af þessum
stöðum og hægt er að hlusta á
ævintýri Sögu og Jökuls á leiðinni
á viðkomandi stað. Síðan þegar
mætt er á staðinn er hægt að fara
í ratleik á þeim öllum. Smáforritið
byggir á Sögu sem er níu ára stelpa
sem ferðast um landið með for-
eldrum sínum. Á einu ferðalaginu
hittir hún Jökul álfastrák og þau
lenda í ýmsum ævintýrum víða
um Vestur land. Allir níu staðirnir
eiga það sameiginlegt að bjóða upp
á eitthvað sérstaklega spennandi
fyrir fjölskyldumeðlimi á öllum
aldri.”
Skemmtilegir ratleikir
Meðal viðkomustaða Sögu og
Jökuls eru Þjóðgarðurinn Snæfells-
jökull, Grundarfjörður, Stykkis-
hólmur, Landnámssetrið og Eddu-
veröld í Borgarnesi, Bjarteyjarsand-
ur í Hvalfirði, Reykholt, Eiríksstaðir
í Dölum og Gljúfrasteinn í Mos-
fellsdal. „Í Þjóðgarðinum Snæ-
fellsjökli gefst krökkum meðal
annars tækifæri til að fara í ratleik
á Gufuskálum og á Grundar firði
leiðir ratleikurinn gesti um álfa-
byggðina en fjölmargir álfar búa í
stokkum og steinum þar. Á Gljúfra-
steini leiðir ratleikur gesti um
nokkra af uppáhaldsstöðum Hall-
dórs Laxness og á Eiríksstöðum fer
ratleikurinn fram að hluta inni í
bæ Eiríks rauða sem var uppi fyrir
meira en 1.000 árum.“
Smáforritið um Sögu og Jökul er
ætlað fyrir iPhone-síma og iPad-
spjaldtölvur auk síma með Android-
stýrikerfi. Það er hægt að sækja án
endurgjalds inn á vef Locatify, www.
locatify.com, á www.vesturland.
is og inn á App Store og Play Store.
Nánari upplýsingar um smáforritið
má finna á vef Markaðsstofu Vestur-
lands (vesturland.is) og Locatify
(www.locatify.com).
Á ferð með barni og álfastrák
Ferðalangar á leið um Vesturland geta nú sótt smáforrit sem inniheldur sögur, fróðleik og ratleiki um nokkra staði á Vesturlandi.
Aðstandendur þess vonast til að smáforritið auki áhuga fjölskyldna á Vesturlandi sem viðkomustað.
Kristján Guðmundsson og Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir hjá Markaðsstofu Vesturlands vonast til þess að smáforritið auki áhuga
fólks á Vesturlandi.
Víðs vegar um landið má finna
heitar laugar. Listinn er langur en
hér eru dæmi um nokkrar. Fleiri
laugar og frekari upplýsingar má
fá á www.attavitinn.is og
www.islandihnotskurn.is
Hellulaug
Laugin er um 500 m frá þjónustu-
miðstöðinni í Flókalundi, á Vest-
fjörðum. Hún er falin neðan við
barð í fjöruborðinu og best er að
ganga að henni austan frá. Engin
búningaaðstaða er við laugina.
Grettislaug
Þessi heita laug, um 42-43 °C,
er við Reykjaströnd í Skagafirði
vestan verðum. Önnur stærri laug
er skammt frá. Þarna er aðstaða
fyrir ferðamenn og tjaldstæði.
Stóragjá
Hlý og notaleg náttúrulaug í ná-
grenni Mývatns. Hún er milli
stórra kletta, mjög nálægt þjóð-
veginum á gatnamótunum við
Reykjahlíð og tjaldstæðin. Ráðlegt
er að ráðfæra sig við landeigendur
Reykjahlíðar áður en haldið
er í laugina, því stundum eru
aðstæður ekki boðlegar. Engin
búningaaðstaða er á svæðinu.
Laugarfellslaug
Til að komast að lauginni er ekið
um Snæfellsveg á Fljótsdalsheiði
og beygt austur afleggjara sem
liggur niður með Laugará.
Eigandi laugarinnar er Prestsetra-
sjóður.
Vígðalaug
Í lauginni voru menn skírðir til
forna. Hún er af mörgum talin búa
yfir yfirnáttúrulegum lækningar-
mætti. Laugin er við Laugarvatn.
Landmannalaugar
Einn þekktasti ferðamanna-
staður Íslands. Hægt er að fara
í Landmannalaugar með því að
fara Fjallabaksleið nyrðri eða um
Landmannaleið. Leiðirnar eru
ekki ætlaðar fólksbílum en hægt er
að fara þær á smájeppum. Engin
aðstaða til fataskipta er á svæðinu.
Krossneslaug
Steinsteypt útisundlaug við Kross-
nes í Norðurfirði á Ströndum.
Þangað fara ungskáld gjarnan
að kvöldlagi og yrkja um ástina.
Búningsklefar og sturtur eru á
staðnum. Töfrar líka.
Laugar í náttúrunni
Víða um land má finna heitar laugar.
Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.isFERÐAFÉLAG ÍSLANDS
Seiðmagn óbyggðanna
Ferðafélag Íslands hefur gefið út Seiðmagn óbyggðanna,
ferðaþætti eftir Gerði Steinþórsdóttur. Einstakar ferðalýsingar
Gerðar að mestu byggðar á greinum hennar sem birtust í
Morgunblaðinu undir heitinu ,,Á slóðum Ferðafélags Íslands.“
Fæst á skrifstofu FÍ Mörkinni 6 og í helstu bókabúðum.