Fréttablaðið - 17.09.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.09.2013, Blaðsíða 2
17. september 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 FERÐAÞJÓNUSTA „Segja má að nú hafi skapast aðstæður til að laða að þann fjölda farþega sem þarf til að standa undir stofnkostnaði við kláf- ferjuna,“ segir í erindi til borgar- yfirvalda þar sem kynnt er hug- mynd að farþegaferju upp á Esjuna. Samkvæmt áætlun Verkfræði- stofu Jóhanns Indriðasonar, sem á verkefnið, er áætlað að kláfur- inn nái í 900 metra hæð í tveimur áföngum. Lagt yrði upp á sama stað og göngufólk hefur nú sem upphafs- punkt. „Kláfurinn er síðan sveigður til austurs þannig að hann er á löngum köflum í hvarfi frá gönguleiðinni sem flestir fara á Esjuna,“ segir í umsókn þar sem sótt er um þrjár lóðir fyrir kláfinn, eina á jafnsléttu, aðra í 500 metra hæð og þá þriðju við brún fjallsins. Áætlað er að ferjan, sem knýja á rafmagni, flytji 100 til 150 þús- und manns á ári. „Gestir ferjunnar verða Íslendingar í margvíslegum erindagjörðum en auk þess erlendir ferðamann sem vilja koma og skoða þessa perlu í nágrenni Reykjavíkur og njóta útsýnis og víðáttu. Á Esju- brún er gert ráð fyrir aðstöðu til móttöku og þjónustu við ferðamenn, svo sem veitingastað í einhverri mynd,“ segir í lóðaumsókninni. Fram kemur að áhersla sé á að þróa hugmyndina í nánu samráði við Reykjavíkurborg og aðra hags- munaaðila. Gera þurfi endanlegar áætlanir um fjármögnun og rekstur auk rannsókna á umhverfinu. „Því næst verður aflað fjármagns og framkvæmdum hrint af stað. Óformlegur áhugi fjárfesta ligg- ur fyrir,“ segir í lóðaumsókninni. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist 2015 og að Esjuferjan verði gangsett 2016 eða 2017. Í umsögn sem skipulagsráð borgar innar hefur samþykkt er tekið undir að ferja upp á Esjuna myndi bæta aðgengi til muna. Ef tekið væri jákvætt í lóðaumsóknina þyrfti að breyta skipulagi svæð- isins og athuga hvort þörf væri á umhverfismati. „Ekki er þó tekin afstaða til þess hér,“ segir skipu- lagsráð, sem bendir jafnframt á að semja þyrfti við ríkið um afnotarétt að landinu. Arnþór Þórðarson hjá Verk- fræðistofu Jóhanns Indriðasonar segir að ferjan muni geta tekið 25 til 30 manns í hvorum tveggja klefa sinna. Ferðin upp fjallið taki fjórar til fimm mínútur. Gróflega áætlað- ur kostnaður við verkefnið sé þrír milljarðar króna. gar@frettabladid.is Fimm mínútur upp á Esju með svifferju Skipulagsráð Reykjavíkurborgar segir að breyta þurfi skipulagi til að kláfur upp á Esjuna verði að veruleika. Mikil fjölgun ferðamanna síðustu ár er meginforsenda verkefnisins, sem áætlað er að kosti þrjá milljarða. Leit að fjárfestum er að hefjast. ESJUKLÁFURINN Gert er ráð fyrir að rafmagnskláfurinn leggi upp frá bílastæðinu við Mógilsá og hafi viðkomu í 500 metra hæð fyrir lokaáfangann á Esjubrúnum 900 metrum yfir sjávarmáli. MYND/VERKFRÆÐISTOFA JÓHANNS INDRIÐASONAR LEIÐIN UPP DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Bergi Má Ágústssyni, 29 ára margdæmdum afbrotamanni, fyrir líkamsárás að morgni 4. janúar 2012. Samkvæmt ákærunni mætti Bergur á heimili Smára Valgeirs- sonar í Vesturbergi í Breiðholti vopnaður kylfu. Hann barði annan mann sem kom til dyra, Sigmund Geir Helgason, í höfuðið með sleggjunni og braut síðan rúðu með þeim afleiðingum að glerbrotum rigndi yfir Smára, sem skaddaðist við það á auga. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og þar neitaði Bergur Már sök. Atvikið í Vesturbergi var afdrifa- ríkt, því að síðar um daginn héldu Smári og Sigmundur vopnaðir í fylgd átta annarra að heimili Bergs í Háholti í Mosfellsbæ til að hefna árásarinnar. Þar var Bergur Már meðal annars fótbrotinn með stórri plastsleggju. Meðal þeirra sem fóru í Háholt voru Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson og árásin þar var þungamiðjan í umfangsmiklu dóms- máli sem kennt var við tvímenn- ingana. Í því máli hlutu þeir sjö og sex ára fangelsisdóma um síðustu áramót, Smári tveggja ára dóm og Sigmundur 18 mánaða dóm. Síðan hefur Bergur gefið skýrslu fyrir dómi og fullyrt að hann hafi logið sökum upp á Annþór og Börk, undir þrýstingi frá lögreglu og fleirum. Smári hefur einnig kært Berg Má fyrir að stinga sig í lærið með hníf við bar í Breiðholti í fyrrahaust. - sh Bergur Már Ágústsson neitar að hafa lamið mann með kylfu og skaddað auga annars: Afdrifarík líkamsárás orðin að dómsmáli SAGÐIST HAFA LOGIÐ Bergur segist hafa logið sökum upp á Annþór Karls- son og Börk Birgisson í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis ráðherra sakaði þingmenn stjórnar- andstöðunnar um tvískinnung og undraðist afstöðu þeirra til hagstofufrumvarpsins. Þetta kom fram í máli ráðherra á Alþingi í gær. Sigmundur sagði að síðasta ríkisstjórn hefði í raun samþykkt mjög svipað mál. „Þá gekk málið miklu lengra en nú þegar nefndin er búin að fara yfir þetta og lag- færa. Ekki nóg með það heldur var rökstuðningur síðustu ríkisstjórnar í raun sá sami og sá rökstuðn- ingur sem nú hefur komið fram,“ sagði Sigmundur. Samkvæmt frumvarpinu fær Hagstofa Íslands heimild til að safna upplýsingum um öll lán ein- staklinga. Málið er umdeilt og hefur stjórnarand- staðan lagst gegn því. Hörður Helgi Helgason, forstjóri Persónuverndar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudag að farið væri ansi nærri ein- staklingum með þessari upplýsingasöfnun. Forsætisráðherra segir að þessar upplýsingar séu mikilvægar þegar kemur að aðgerðum vegna skuldavanda heimilanna. „Þannig að þegar upp koma álitamál, þegar einhver heldur því fram að ekki sé verið að gera hlutina eins og til stóð, þá verði til staðar upplýsingar til að sýna fram á að það sé verið að gera hlutina eins og til stóð,“ sagði forsætisráðherra á Alþingi í gær. -hks Forsætisráðherra segir tvískinnung í gagnrýni á Hagstofufrumvarpið: Svipað mál lagt fram í fyrra Á ALÞINGI Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra stinga saman nefjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NÁTTÚRA Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður hlaut í gær fjöl- miðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem veitt voru í tilefni Dags íslenskrar náttúru. Við sama tilefni veitti ráðherrann Vigdísi Finnbogadóttur Náttúru- verndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Í rökstuðningi dómnefndar vegna verðlaunanna segir meðal ann- ars: „Heimildarmyndir Páls Steingrímssonar skipta mörgum tugum frá Vestmannaeyjagosinu 1973 og fram á þennan dag. Starf Páls að fræðslu og vernd íslenskrar náttúru er langt og farsælt og hefur borið hróður hans og landsins um heimsbyggðina.“ - hrs Páli Steingrímssyni veitt fjölmiðlaverðlaun: Dagur íslenskrar náttúru í gær FJÖLMIÐLAV ERÐLAUN Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindarráðherra veitti Páli Steingrímssyni fjölmiðlaverðlaun, í tilefni dags íslenskrar náttúru. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Grétar, er kominn tími á eitt lag enn? „Það er ekki fullreynt með eitt lag enn.“ Stjórnin kemur saman á ný og ætlar að halda tónleika í tilefni 25 ára afmælis hljómsveitar- innar. Tónleikarnir fara fram 25. október í Háskólabíói. DÓMSTÓLAR Karlmaður á þrítugs- aldri var dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær fyrir vörslu og dreifingu kannabisefna. Í lok síðasta árs bárust lögreglu upplýsingar um að ræktun færi hugsanlega fram í íbúð í Grafar- vogi. Það reyndist rétt og rann- sókn leiddi í ljós hver eigandi efnanna var. Maðurinn játaði vörslu en neitaði að hafa ætlað þau til dreifingar. Það þótti ekki trúverðugt, enda var íbúðin nán- ast öll undirlögð til ræktunar og ræktunin ekki viðvaningsleg. - hrs Sex mánaða fangelsisdómur: Ræktaði kanna- bis í Grafarvogi VIÐSKIPTI Búast má við frekari sameiningu sparisjóða á næstu misserum að mati Bankasýslu ríkisins. Þetta kemur fram í skriflegu svari fjármála ráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Vinna að sameiningu spari- sjóða er sögð liður í áformum Bankasýslunnar um að auka arðsemi sjóðanna og styrkja samkeppni á markaði og um leið áfangi í að losa um eignar- hlut ríkisins. Sameiningar sem þegar hafa verið samþykktar eru sagðar vísbendingar um hvers sé að vænta í þeim efnum. - hks Sameining sparisjóða: Styrkir arðsemi og samkeppni SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.