Fréttablaðið - 17.09.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.09.2013, Blaðsíða 6
17. september 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu stöðvaði kanna- bisræktun á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn föstudag. Fram kemur í tilkynningu lög- reglu að lagt hafi verið hald á samtals um 150 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar, auk lítilræðis af öðrum fíkniefnum. „Tvær ræktananna voru mjög umfangsmiklar og var búnaður- inn eftir því,“ segir á vef lög- reglunnar. Fimm karlar á þrí- tugsaldri voru handteknir vegna ræktunarinnar. - óká Fimm handteknir í rassíu: 150 kannabis- plöntur fundust VEISTU SVARIÐ? - snjallar lausnir Wise býður fjölbreyttar viðskiptalausnir fyrir fólk með mismunandi hlutverk. Gold Enterprise Resource Planning Silver ndependent Software Vendor ( SV) Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is VEÐUR „Þetta er með því verra sem við höfum lent í svona fljótt á litið,“ segir Bergþór Karlsson, formaður bílaleigunefndar Sam- taka ferðaþjónustunnar. Rúður brotnuðu í sandfokinu auk þess sem miklar skemmdir eru á lakki leigubifreiðanna. Þá fauk sandur inn í bílana sem olli hugsanlega meira tjóni. Aðspurður um umfang tjónsins segir Bergþór að það sé erfitt að meta það á þessari stundu, enda ekki búið að skila bílunum. „En ef rúðurnar fara, þá fer lakkið og ljósin einnig. Heildartjónið getur hlaupið á alveg skelfilegum tölum, tugum milljóna,“ segir Bergþór. Spurður hver sé ábyrgur er svarið einfalt: „Það er því miður þannig að ferðamennirnir bera ábyrgð á skaðanum.“ Bergþór segir það þó slæmt enda illt afspurnar fyrir ferðamanna- iðnaðinn á Íslandi. Merkingum sé ábótavant, það sé ekkert nýtt. „Í svona aðstæðum vildi ég bara sjá þessum vegum lokað, hvort sem það er af björgunarsveitum eða öðrum,“ segir Bergþór. Ármann Guðmundsson hjá björgunarsveitinni Kára kom frönskum ferðamönnum til hjálp- ar seint í gærkvöldi. Rúður í bíla- leigubíl þeirra höfðu brotnað í óveðrinu og sandur fauk inn. Ferðamennirnir þorðu ekki að vera inni í bílnum né nærri honum af ótta við að hann fyki á hliðina. Þess vegna lágu þau í vegarkant- inum og ríghéldu sér í girðingu. „Einn okkar fór með spotta til þeirra og þannig fikruðu þau sig að bílnum,“ lýsir Ármann sem segir að ferðamennirnir hafi ótt- ast um líf sitt. „Þau voru alveg í sjokki,“ bætir hann við. Þeim var svo ekið að hóteli sem var nærri. Ármann segir að vegamerking- ar hafi verið lélegar og því varla við ferðamenn að sakast að vera á ferð um svæðið. „Það stóð bara ófært á skiltunum, ég efast um að ferðamenn skilji það,“ segir hann. Björgunarsveitin kom 70 ferða- mönnum til bjargar á sunnudaginn og var þeim flestum ekið í félags- heimilið í Hofgarði. Ármann segir hátt í á annan tug bíla hafa eyði- lagst í veðrinu, nær allir á vegum bílaleiga. G. Pétur Matthíasson, upplýs- ingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir það viðvarandi vandamál að vara ferðamenn við óveðri. „Það eru engar einfaldar lausnir í þessu og upplýsingagjöfin getur brugðist í svona öfgakenndum aðstæðum,“ segir hann. „Þetta er til skoðunar og við gerum okkur grein fyrir vandamálinu,“ bætir hann við. valur@frettabladid.is Tjónið gæti hlaupið á tugum milljóna Formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar segir tjón vegna óveðurs á Öræfum hugsanlega hlaupa á tugum milljóna. Ferðamennirnir sjálfir bera ábyrgð á tjóninu. Franskt par lenti í lífshættu á svæðinu en bíll þeirra eyðilagðist mikið. LÍMT FYRIR RÚÐIR Ferðamenn gerðu sitt besta til þess að gera bíla sína ökufæra. MYNDIR/EYRÚN HALLA JÓNSDÓTTIR Þegar ferðamenn taka bíl á leigu fá þeir miða með upplýsingum um helstu vefsíður til þess að kanna færð og veður. Þar eru þeir að auki hvattir til þess að leita sér upplýsinga um veður á hverjum degi áður en haldið er út á land. Allir aðilar ferðaþjónustunnar og Vegagerðarinnar eru þó sammála því að vegamerkingum er ábótavant. Ferðamenn varaðir við DÝRALÍF „Refirnir eru ekki að færa sig nær byggð heldur er farið að byggja meira á þeirra svæði. Það hafa alltaf verið refir í Heiðmörk og á Urriðaholtinu. Ég ólst upp í Garðabænum og þvældist þarna um sem krakki. Þá varð ég af og til vör við refi,“ segir Ester Rut Unn- steinsdóttir, forstöðumaður Mel- rakkaseturs. Hún segir refastofninn hafa stækkað og þess vegna ekki óeðli- legt að menn verði varir við refi í borgarlandinu. Refir hafa sést við Reykjanesbrautina og dæmi eru um að ekið hafi verið á þá. „Það er mikilvægt að setja ekki út æti fyrir refina og lokka þá þannig til sín. Þá hætta þeir að vera hræddir og koma nær. Þetta eru villt dýr sem eiga ekki að vera í byggð,“ segir Ester Rut. Hún tekur það jafnframt fram að afar mikilvægt sé að gengið sé vel frá matarleifum. „Þeir sem búa nálægt þeim svæðum þar sem refir halda sig þurfa að hafa það sérstaklega í huga að ganga vel frá sorpi svo að refir komist ekki í það. Hið sama gildir um sumarbústaða- eigendur.“ - ibs Byggðin hefur færst nær heimkynnum refanna í Heiðmörk: Refum fjölgar í borgarlandinu REBBI Refir eru ekki farnir að færa sig nær byggð. MYND/LUCIE ABOLIVIER EFNAHAGSMÁL Kröfugerð BSRB undirbúin Samningshópar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) ræddu í gær kröfu- gerð og helstu áherslur fyrir komandi kjarasamninga. „Talsvert var fjallað um mikilvægi kaupmáttaraukningu launa, hækkun lægstu launa umfram önnur, stöðu millitekjuhópa og gerð stuttra kjarasamninga,“ segir á vef BSRB. FLUGVÖLLUR 71,8 prósent íbúa Reykjavíkur vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýri samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir verkefnið Hjartað í Vatnsmýri. Könnunin fór fram 9. til 11. septem ber. Voru 330 íbúar höfuð- borgarinnar spurðir og svarhlut- fallið var 87 prósent. Stuðningur við flugvöllinn er mestur meðal framsóknarmanna, 89,2 prósent, og minnstur meðal fylgjenda Samfylkingar, 44,9 pró- sent. - ebg/hrs 72 prósent vilja völlinn burt: 330 íbúar borg- arinnar spurðir SJÁVARÚTVEGUR „Við höfum lengi velt fyrir okkur að uppfæra flot- ann og á endanum fannst okkur það koma betur út að kaupa ný skip en notuð,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. Ákveðið hefur verið að semja við skipasmíðastöðina Celiktrans Denis Insaat í Tyrk- landi um smíði tveggja uppsjáv- arveiðiskipa fyrir HB Granda. Samkvæmt samningnum mun HB Grandi greiða um 7,2 millj- arða króna fyrir skipin. Þau verða afhent árið 2015, annað í upphafi ársins og hitt um haustið. - hg HB Grandi kaupir 2 ný skip: Kaupverð nem- ur 7 milljörðum UPPFÆRA FLOTANN Nýju skipin verða eins og þetta fyrir utan rýmið ofan á brúnni. MYND/HB GRANDI SÝRLAND, AP Efnavopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna ætlar að bregðast snöggt við og hjálpa til við að eyða efnavopnum Sýrlend- inga. Þetta sagði Ahmet Uzumcu, yfirmaður efnavopnaeftirlitsins, í gær eftir að rannsóknarteymi frá Sameinuðu þjóðunum hafði staðfest að eiturgasið sarín hafði í raun verið notað á almenning í úthverfum Damaskusborgar í síð- asta mánuði. Meðal sönnunargagna eru sprengjubrot sem innihalda sarín, umhverfissýni og lífsýni úr 34 sjúklingum. - gb Notkun eiturgass staðfest: Efnavopnum eytt með hraði SKÝRSLAN AFHENT Åke Sellström, yfir- maður rannsóknarteymis Sameinuðu þjóðanna, ásamt Ban Ki-moon fram- kvæmdastjóra. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUR Ófært á hálendisvegum Í gærkvöldi var búið að loka vegum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi vegna ófærðar. Vegagerðin varaði jafnframt við hálku á Vestfjörðum og krapa og skafrenningi Norðaustanlands. Ófært var sagt orðið á flestum hálendisvegum. 1. Hvaða fyrirtæki vill gefa Reykja- víkurborg útilistaverk sem á að standa við Vesturbugt? 2. Hvaða lið fór taplaust í gegnum Pepsi-deild kvenna í sumar? 3. Hvað heitir ný bók Jónínu Leós- dóttur um samband hennar við Jó- hönnu Sigurðardóttir? SVÖRIN1. CCP 2. Stjarnan 3. Við Jóhanna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.