Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.09.2013, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 17.09.2013, Qupperneq 38
17. september 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 30 MORGUNMATURINN „Ég byrjaði að ganga fyrir Ljósið, sem er endurhæfingarstöð fyrir krabbameinssjúka, en svo breytti ég til. Nú er ég að vinna að bók um fjöllin og göngurnar og mun gefa höfundarlaun mín til krabba- meinssjúkra barna,“ segir Þor- steinn Jakobsson, göngugarpur og höfundur bókarinnar Íslensk bæjar- fjöll sem kemur út næsta sumar. „Markmiðið er að ganga hvert ein- asta bæjarfjall og sýslu á landinu til að tengja landið saman.“ Bókin verður byggð upp á leiðar- vísum um landið en Þorsteinn seg- ist ekki vilja eigna sér heiðurinn að bókinni þar sem hann fær aðstoð ýmissa aðila. Tveir jarðfræðingar skrifa meðal annars í bókina og í kringum tíu ljósmyndarar alls stað- ar af landinu myndskreyta. Þorsteinn er lærður leiðsögu- maður og meðlimur gönguhópsins Fjallagarpar og gyðjur en hópurinn telur um þrjú þúsund manns. Hann segir að fleiri tugir fólks hafi lagt honum lið í göngunum undanfarin ár. „Mér líður hvergi eins vel og úti í náttúrunni og svo langaði mig bara að láta gott af mér leiða og minna fólk á að vera jákvætt. Ég gef allt sem ég safna en ég lét einnig búa til eitt þúsund söfnunarbauka sem dreift er víðs vegar um landið í göngunum. Ég á núna aðeins eftir að ganga níu fjöll á landinu til að klára bókina.“ Þorsteinn hefur góða þekkingu á hálendinu en hann er lærður leiðsögumaður. Hann segir að í framhaldi af þessu verkefni muni hann uppfylla gamlan draum og ganga á Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku. Hann stefn- ir á að ganga á hæstu fjöll allra heimsálfanna. marinmanda@frettabladid.is Fjalla-Steini gengur á öll fj öll og skrifar bók Fjallagarpurinn Þorsteinn Jakobsson gengur á öll fj öll landsins og skrifar bókina Íslensk bæjarfj öll. Ágóðinn rennur til krabbameinssjúkra. FJALLGÖNGUR Mikið af fólki hefur áhuga á fjallgöngum og hafa veitt Þorsteini Jakobssyni stuðning á göngunum. Hæsta fjall Íslands er Hvannadalshnjúkur sem er 2.110 metrar. Næst á eftir eru það Bárðarbunga sem er 2.000 metrar, Kverk- fjöll sem eru 1.920 metrar og Snæfell sem er 1.833 metrar. ➜ Hæstu fjöll Ís- landsÁ TOPPNUM Fjalla- steini ásamt Jóhanni Smára ljósmyndara. „Ég fæ mér gjarnan chia-graut með sojamjólk og smá kanil. Einnig eitt hrökkbrauð og vatn að drekka.“ Helga Braga Jónsdóttir leikkona Listamaðurinn Ragnar Kjartans- son setur upp verkið Der Klang der Offenbarung des Göttlichen í Volksbühne-leikhúsinu í Berlín ásamt tónlistarmanninum Kjartani Sveinssyni. Verkið verður frum- sýnt í febrúar á þessu ári. „Þetta er um það bil sextíu mínútna verk,“ segir Ragnar. „Það gerist ekki neitt í þessu verki,“ heldur hann áfram. „Þetta er meira svona eins og hug- leiðing um fegurðina og einveruna. Og kannski um leikhúsið og yfir- borðskennd þess,“ útskýrir Ragnar. Ragnar hefur ásamt samstarfs- fólki sínu málað sviðsmyndir sem verða hluti af sýningunni. Þá semur Kjartan Sveinsson tónlist fyrir verkið. „Þetta verður eins konar ópera án orða,“ segir Ragnar. Verkið er unnið fyrir Volks- bühne-leikhúsið í Berlín í samstarfi við Borgarleikhúsið. Verkið verð- ur sett upp í Borgarleikhúsinu í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Volksbühne-leikhúsið í Berlín hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir uppsetningar sínar. Húsið hefur einnig hlotið mikla athygli fjöl- miðla og búið sér orðspor sem eitt framsæknasta og flottasta leikhús í Þýskalandi. - ósk Setur upp leikverk án leikara „Það gerist ekki neitt í þessu verki,“ segir Ragnar Kjartansson myndlistarmaður. STRIGARNIR MYNDA DÝPT Í RÝMINU Á SVIÐINU Ragnar að störfum á málara verkstæði Borgarleikhússins. Myndlist verksins er máluð á striga. Stærstu strigarnir eru um 160 fermetrar og byggir hver sena á nokkrum lögum af slíkum strigum. MYND/LILJA GUNNARSDÓTTIR „Það var bara hringt í mig og mér boðið að taka þátt. Mér þótti þetta spennandi tækifæri og vissi að ég myndi læra margt af þessu,“ segir Tanja Ýr Ástþórsdóttir, nýkrýnd ungfrú Ísland. Þessi 21 árs gamla Reykjavíkurmær er nemi í fjármálaverkfræði við Háskólann í Reykjavík en hún er mikill stærðfræðingur. „Auðvitað hefur þessi sigur áhrif á líf mitt en það er undir mér komið að nýta þetta tæki- færi,“ bætir Tanja Ýr við. Fegurðardísin spáir lítið í tónlist og segist horfa lítið á sjónvarp þrátt fyrir að hafa mikið dálæti á ákveðnum galdrastrák. „Ég elska Harry Potter og Monsters Inc. og svo hlusta ég mest á tónlist sem er vinsæl hverju sinni.“ Tanja Ýr er mikil íþróttamanneskja og æfir loftfimleika af kappi, en einnig hefur hún mikinn áhuga á brimbrettum. „Ég hef farið á brimbretti í Þorlákshöfn og á Tenerife og þykir þetta mjög skemmtilegt sport.“ Þá ekur Tanja Ýr um á Toyota Yaris og elskar mexíkóskan mat. „Ég á tvær systur og einn chihuahua-hund,“ segir Tanja Ýr en systurnar studdu vel við bakið á Tönju Ýr í kringum keppnina. Aðspurð um framhaldið segist Tanja Ýr vera mjög spennt og hlakka mikið til þess að fara fyrir hönd Íslendinga í keppnina Miss World á næsta ári. - glp Fegursta stúlka landsins elskar Harry Potter Tanja Ýr var kjörin fegursta stúlka Íslands í keppninni Ungfrú Ísland um helgina en hún er mikill dýravinur. FEGURST ALLRA Tanja Ýr Ástþórs- dóttir var krýnd fegurðar- drottning Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.