Fréttablaðið - 17.09.2013, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.09.2013, Blaðsíða 32
17. september 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 24 BAKÞANKAR Söru McMahon TÓNLIST ★★★ ★★ Emilíana Torrini Tookah ROUGH TRADE Tookah er fyrsta plata Emilíönu Torrini með nýju efni í fimm ár, eða síðan Me and Armini kom út. Þar naut smáskífulagið skemmtilega Jungle Drum mikilla vinsælda en erfitt er að sjá annan álíka alþjóð- legan „hittara“ á þessari nýju plötu, enda er hún inn- hverfari og dimmari en sú síðasta. Upphafslagið Tookah er huggulegt og vel samið popp- lag þar sem falleg rödd Emil- íönu fær að njóta sín. Þau tvö næstu, Caterpillar og Autumn Sun, eru bæði róleg lög sem búa til þægi- lega stemningu með gítartónunum. Þannig á Autumn Sun vel við núna í íslenska haustinu. Lagið Home er undir djass- áhrifum, sem er nokkuð óvenjulegt þegar Emilíana er annars vegar. Án efa eitt besta lag plötunnar með flottum takti. Í laginu Elisabet eru rólegheitin í fyrirrúmi. Þar er hljóðgervill notaður sem aukakrydd og hann kemur einnig við sögu en á heldur eftirminnilegri hátt í Animal Games, örlítið hressara lagi. Elektrópoppið er svo alls ráðandi í fyrsta smáskífulaginu Speed of Dark, ágætu lagi sem þó nær ekki að grípa mann heljartökum. Til að ljúka upptalningunni er Blood Red drungalegt en töff og lokalagið Fever Breaks tilrauna- kennt með takti sem vinnur á eftir því sem á líður. Freyr Bjarnason NIÐURSTAÐA: Emilíana Torrini daðrar við rafpopp og hljóðgervla á annars rólegri og huggulegri plötu. Emilíana daðrar við elektrópoppið EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SAN FRANCISCO CHRONICLE S.E. FOX-TV T.V. - BÍÓVEFURINN/S&H S I G H T S E E R S S I G H T S E E R S S I G H T S E E R S S I G H T S E E R S S I G H T S E E R S S I G H T S E E R S S I G H T S E E R S SJÁ SÝNINGARTÍMA Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas AULINN ÉG 2 - ÍSL 6 3D AULINN ÉG 2 - ÍSL 6 2D DESPICABLE ME 2 - ENS 6, 8 2D MALAVITA 8, 10.20 JOBS 8, 10.10 KICK ASS 2 10.40 þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð T.V. - Bíóvefurinn ÍSL OG ENS TAL T.V. - Bíóvefurinn 5% – Lifið heil 15% Nicorette afsláttur af Nicorette innsogslyfi og Nicorette QuickMist munnholsúða www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 6 54 16 0 8/ 13 Gildir út september Lægra verð í LyfjuSMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS ÉAULINN G 2 3D KL. 6 BLUE JASMIN KL. 8 / MALAVITA KL. 8 - 10 THIS IS US 3D KL. 6 / JOBS KL. 10 „HROSS Í OSS ER AFAR FRUMLEG OG ÁHUGAVERÐ MYND“ „MENNINGARLEGT AFREK!“ ÉAULINN G 2 2D KL. 3.30 - 5.45 AULINN ÉG 2 2D LÚXUS KL. 3.20 ÉAULINN G 2 3D KL. 3.30 MALAVITA / MALAVITA LÚXUS KL. 8 - 10.30 BLUE JASMIN KL 5.45 - 10.15 THIS IS US 3D KL 5.45- 8 ÉFLUGV LAR 2D Í SL TAL KL 3.30 ELYSIUM KL. 8 - 10.25 PERCY JACKSON KL. 5.40 2 GUNS KL. 8 10.30- STRUMPARNIR 2D ÍSL TAL KL. 3.20 BLUE JASMIN KL. 5.45 - 8 - 10.15 AULINN ÉG 2 2D KL. 5.45 DESPICABLE ME 2 2D KL. 8 ÖLLI HEIMILDAMYND KL. 5.30 HROSS Í OSS KL. 6 - 8 - 10 ELYSIUM KL. 10.20 PERCY JACKSON KL. 8 2 GUNS KL. 10.15 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ -H.S., MBL -S.G., MBL SANNSÖGULEG MYND UM ÆVI STEVE JOBS STOFNANDA APPLE, MEÐ ASHTON KUTCHER Í AÐALHLUTVERKI. T.V. - BÍÓVEF. /S&H ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ Ég dvaldi á þýskri grundu um helgina, svolgraði öl, hámaði í mig bratwurst og rifjaði upp þýskuna sem ég taldi fyrir löngu horfna. Þótt ferðin hafi aðallega ein- kennst af drykkju, ofáti og eyðslu duttum við samferðafólk mitt líka stundum í hlut- verk mannfræðinga – pældum þá í viðmóti, þjóðareinkennum, skipulagi og annarri hegðun heimamanna og bárum saman við eigin menningu. SJÁLFRI þótti mér Þjóðverjinn upp til hópa viðmótsþýður og þokkalega skipu- lagður, sem er mikill kostur. Ég hef mjög gaman af góðu skipulagi, enda er gott skipulag gulli betra. ÉG tók sérstaklega eftir því að viðmót heimamanna í garð glaðlyndra og kæru- lausra Íslendinga var á stundum ekki ólíkt því sem foreldri sýnir óþægu barni. Þeir brostu þolinmóðir en reyndu á sama tíma að leiðbeina villuráfandi sauðum: „Afsakið. Hvað- an tókuð þið þetta borð? Það má ekki taka útiborð annarra veitingastaða og bera hingað. Það er ekki vel liðið,“ sagði ung þjónustustúlka brosandi og veifaði vísifingri áminnandi í átt til okkar. Við lofuðum auðvitað bót og betrun og fullvissuðum hana um að við myndum láta af þeim mikla ósið sem borðstuldur er. SVO voru aðrir mjög kátir og frjálslegir, eins og stóri húðflúraði maðurinn sem seldi útsaumaða blúndupoka sem fylltir voru með lofnarblómum, eða lavender eins og aðrar Evrópuþjóðir kalla plöntuna. Eiginkona hans hannaði og saumaði pokana en hann sá um verslunarreksturinn. Hann sagði mér að honum leiddist oft í vinnunni, því hann væri bara einn í búðinni. Þess vegna reyndi hann alltaf að halda viðskiptavinum sínum á svo- litlu snakki. SVO má ekki gleyma öryggisverðinum á flugvellinum í Frankfurt sem stóð og starði á strolluna er hún teymdi ferðatöskur á eftir sér á leið út í þýskt haustið (að þau héldu). „ER ekkert þeirra að lesa á merkingarn- ar?“ spurði hann kollega sinn sem svaraði neitandi. Sá fyrri taldi því best að grípa í taumana og benti hópnum góðlátlega á að útgangurinn væri beint áfram, þarna til vinstri. Þangað sem hópurinn var kominn voru skrifstofur tollvarðanna. Það má ýmis- legt læra af þeim þýsku. Lært af Þjóðverjum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.