Fréttablaðið - 17.09.2013, Page 8
17. september 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8
ÍTALÍA, AP Hafist var handa í gær
við að reisa ítalska skemmtiferða-
skipið Costa Concordia við, þar
sem það hefur legið á hliðinni á
strandstað í meira en hálft annað
ár.
Framkvæmdirnar eru viða-
miklar. Þær hafa verið lengi í
undir búningi og enginn vissi í
raun hvort þær myndu heppnast
þegar látið yrði til skarar skríða.
Allt gekk mun hægar fyrir sig í
gær en vonir stóðu til og fátt benti
til þess að skipið yrði komið á rétt-
an kjöl fyrr en í dag.
„Þetta tekur lengri tíma en
reiknað var með,“ sagði verk-
fræðingurinn Sergio Girotto á
blaðamannafundi síðdegis í gær.
Hann hefur stjórnað fram-
kvæmdunum og sagðist bjartsýnn
á að verkið myndi hafast á endan-
um.
„Jafnvel þótt það taki fimmtán
til átján tíma erum við sátt við
það. Við erum ánægð með hvernig
þetta gengur,“ sagði hann.
Aldrei hefur áður verið ráðist í
sambærilegar framkvæmdir. Skip-
ið er illa skemmt og meðal þess
sem óttast var er að það hryndi
saman undan eigin þunga þegar
reynt yrði að velta því.
Flothylki hafa verið fest við
skipsskrokkinn bakborðsmegin
og önnur flothylki verða fest við
hann stjórnborðsmegin þegar búið
er að reisa skipið við. Flothylkin
verða síðan notuð til að lyfta skip-
inu þannig að hægt verði að draga
það burt. Það verður síðan rifið
niður í brotajárn.
Costa Concordia sigldi í strand
við eyjuna Giglio í byrjun síðasta
árs. Eyjan er vinsæll ferðamanna-
staður við strendur Toskanahér-
aðs, vestan til á Ítalíu.
Skipstjórinn Francesco Schett-
ino er sakaður um að hafa sýnt
vítavert gáleysi þegar hann sigldi
skipinu í strand og yfirgaf skipið
síðan áður en búið var að tryggja
að öllum yrði bjargað. Hann hefur
neitað allri sök en réttarhöldum er
enn ólokið.
Slysið kostaði meira en 30
manns lífið.
Costa Concordia er 114 þús-
und tonn og þar með tveimur og
hálfu sinni þyngra en glæsi skipið
Titanic, sem fórst fyrir nærri
heilli öld. gudsteinn@frettabladid.is
Hægt gekk að reisa
Costa Concordia við
Veruleg hætta var á að eitthvað færi úrskeiðis við framkvæmdir á strandstað
skemmtiferðaskipsins Costa Concordia, þar sem hafist var handa í gær við að reisa
skipið við og draga það af strandstað. Allt virtist það þó ætla að ganga upp.
SKIPIÐ MJAKAST UPP Íbúar á eyjunni Giglio við strendur Toskanahéraðs gera sér
vonir um að losna fljótlega við ferlíkið sem legið hefur þarna í meira en hálft annað ár.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
NOREGUR Nær helmingur Norðmanna sem gegnt hafa herþjónustu seg-
ist hafa fengið ónógan undirbúning fyrir hættulegar aðstæður. Einn af
hverjum tíu upplifði að hann yrði að drepa eða skaða andstæðinginn.
Á vef norska ríkisútvarpsins er greint frá niðurstöðum könnunar
meðal þeirra sem gegnt hafa herþjónustu og lögreglustörfum í Noregi
en 100 þúsund Norðmenn hafa frá 1947 tekið þátt í alþjóð legum
hernaðar aðgerðum. Einn af hverjum tíu kvaðst ekki hafa fengið
nægan undirbúning í meðferð skotvopna og margir kváðust ekki hafa
fengið nægilega þjálfun í meðferð sprengiefna. - ibs
Könnun meðal norskra hermanna leiðir í ljós brotalöm:
Segjast ekki nóg vel undirbúnir
STANDA VÖRÐ Norskir hermenn við friðargæslustörf norður af Kabúl í Afganistan.
NORDICPHOTOS/AFP
EGYPTALAND, AP Hafin eru fyrir
luktum dyrum í herrétti í Egypta-
landi réttarhöld yfir þarlendum
blaðamanni. Hann er sakaður um
að hafa dreift röngum upplýs-
ingum um aðgerðir hersins gegn
uppreisnarhópum á Sínaí-skaga.
Tugir blaðamanna mótmæltu í
gær handtöku Ahmed Abu-Draa
í Ismailíja þar sem réttað er yfir
honum. Hann var handtekinn eftir
skrif á Facebook um að herinn hafi
gert loftárásir á íbúðarbyggð. - óká
Blaðamaður fyrir herrétt:
Réttað fyrir
luktum dyrum
STJÓRNSÝSLA
Undirbúa aldarafmælið
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis,
fundaði um helgina með fulltrúum
samtaka íslenskra kvenna, stofnana
sem sinna jafnréttismálum og þing-
flokka sem eiga sæti á Alþingi í
Víkinni, Sjóminjasafni Reykjavíkur.
Til umræðu var hvernig best væri að
minnast 100 ára afmælis kosninga-
réttar kvenna.
Beiðni hafnað
Samkeppniseftirlitið hafnaði beiðni
Eimskipafélags Íslands um aðgang
að upplýsingum sem liggja á bak við
húsleitarheimild eftirlitsins. Þegar rann-
sóknarhagsmunir leyfa mun eftirlitið
láta í té hluta gagnanna.
www.volkswagen.is
Fullkominn ferðafélagi
Tiguan kostar aðeins frá
5.360.000 kr.
Volkswagen Tiguan eyðir aðeins frá 5,8l /100 km
Volkswagen Tiguan
Í Volkswagen Tiguan sameinast fullkomið fjórhjóladrif, sparneytin dísilvél
og einstakir aksturseiginleikar sem veita þér algjört ferðafrelsi. BlueMotion
tæknin frá Volkswagen leggur áherslu á lágmarks eyðslu eldsneytis og
hámarks umhyggju fyrir umhverfinu. Kynntu þér kosti Volkswagen Tiguan
og veittu þér sannkallað frelsi til að ferðast.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
A
uk
ab
ún
að
ur
á
m
yn
d:
á
lfe
lg
ur
, s
va
rt
ir
þ
ak
bo
ga
r
og
lj
ós
ka
st
ar
ar
í
fr
am
st
uð
ar
a
.