Fréttablaðið - 17.09.2013, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 17.09.2013, Blaðsíða 14
17. september 2013 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Sara McMahon sara@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Kvennahreyfing Samfylkingarinnar lýsir yfir miklum vonbrigðum með niður- stöður nýlegra kjarakannanna BSRB og BHM þar sem viðvarandi kyn bundinn launamunur er enn einu sinni stað festur. Það er skammarlegt að árið 2013 sé óút- skýrður kynbundinn launamunur 11 til 15% hjá ríki, 13 til 20% hjá sveitar- félögum og enn meiri á einka markaði. Kynbundinn launamunur sem viðgengst á Íslandi hefur það í för með sér að íslenskar konur eru á starfsævi sinni hlunn farnar um tugi milljóna króna. Mannréttinda brotin sem í þessum tölum birtast eru óásættanleg. Ríki og sveitarfélög eiga að vera í farar broddi í baráttunni gegn kynbundn- um launamun og skýr fyrirmynd í þess- um efnum. Því ber að fagna að hjá ríkinu og einstökum sveitarfélögum hefur á liðnum árum náðst nokkur árangur í bar- áttunni. Tölur Hagstofunnar sýna að milli áranna 2008 og 2012 hefur launamunur kynjanna minnkað um fjórðung hjá rík- inu (farið úr 21,2% í 16,2%) og í könn- un BSRB kemur fram að milli áranna 2012 og 2013 minnkaði óútskýrður kyn- bundinn launamunur um ríflega fjórðung (fór úr 14,1%-10,9%). Þessar tölur sýna og sanna að launamunur kynjanna er ekki óviðráðanlegt náttúrulögmál heldur mannanna verk og að honum má eyða á skömmum tíma. En betur má ef duga skal því enn er óréttlætið til staðar. Kvennahreyfing Samfylkingarinnar hvetur öll fyrirtæki og stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga til að taka nú til óspilltra málanna á eigin forsendum og óska eftir jafnlaunavottun á grundvelli hins nýja jafnréttisstaðals sem unninn var í góðu samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins á liðnum árum. Almenningur ætti að styðja slíkt átak með því að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja sem slíka vottun hafa. Þá er mikilvægt að áfram verði unnið eftir þeirri yfirgripsmiklu aðgerða- áætlun um launajafnrétti sem ríkisstjórn jafnaðarmanna samþykkti í lok síðasta árs. Hið sama á við um jafnlaunaátak stjórnvalda sem hófst fyrr á þessu ári og miðaði að því að hækka laun fjölmenn- ustu kvennastéttanna hjá ríkinu. Stjórn Kvennahreyfingarinnar hvetur ríkisstjórnina til að halda markvisst áfram þeirri vinnu sem fyrri stjórn lagði grunninn að og leggja allan þunga í að uppræta það mein sem kynbundinn launamunur er í okkar samfélagi. Um þetta mannréttindamál eiga allir flokkar á Alþingi að geta sameinast. Hlunnfarnar um tugi milljóna KJARAMÁL Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Kvennahreyfi ngar Samfylkingarinnar Margrét Lind Ólafsdóttir varaformaður Kvennahreyfi ngar Samfylkingarinnar F ÍT O N / S ÍA Skrifræðið Sérkennileg umræða fór fram á Alþingi í gær um rétt fulltrúa í vel- ferðarnefnd til þess að ræða þar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð. Húsnæðismál heyra undir velferðarnefnd en vegna einhverra formsatriða hefur nefndin ekki fengið að ræða skýrsluna, sem þó er opinber og aðgengileg hverj- um Íslendingi, af því að skýrslur rannsóknarnefnda skal ræða í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þetta er hressandi skrifræði. Einar og langa málið Í þessari sömu umræðu lauk Árni Þór Sigurðsson, Vinstri grænum, lofsorði á fram- göngu Einars K. Guðfinnssonar á forsetastóli. „Ég vil þó þakka hæstvirtum forseta vorum fyrir að hafa tekið upp þá nýbreytni sem er til fyrirmyndar að útskýra í löngu máli hvað hann hyggst fyrir og hvernig hann túlkar mál.“ Einar þakkaði hólið og bætti þessu við: „Varðandi það að forseti hafi talað í löngu máli þá þekkja það þeir sem hafa reynslu af störfum með forseta að hann á það til að tala í nokkuð löngu máli.“ Ekki eitt einasta orð En Árni Þór sagði reyndar fleira, þegar hann hrósaði Einari: „Það er til fyrirmyndar vegna þess að það hefur oftlega verið hér að menn spyrja forseta og ekki fengið eitt einasta orð upp úr forseta hvað hann hyggst fyrir í tilteknum málum,“ sagði hann. Síðasti forseti Alþingis var Samfylkingarkonan Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, sem var hluti af sama stjórnarliði og Árni Þór. Má lesa úr orðum Árna Þórs fast skot á þennan fyrrverandi samherja sinn? stigur@frettabladid.isS amkvæmt frumvarpi forsætisráðherra um Hagstofu Íslands sem liggur fyrir septemberþingi á að safna upplýsingum um öll lán einstaklinga í landinu. Ekki nóg með það, heldur verður líka skoðað í hvaða tilgangi þeir tóku lánin og hvað þeir gerðu við peningana, hvernig sem það á nú að gagnast við hina svokölluðu skuldajöfnun. Eðlilega hefur frumvarpið vakið hörð viðbrögð og ótta um að friðhelgi einkalífsins sé liðin tíð á Íslandi. Hörður Helgi Helgason, forstjóri Persónu- verndar, sagði í fréttum Stöðvar 2 um helgina að með þessari upplýsingasöfnun væri gengið ansi nærri persónufrelsi fólks. Hann telur hættu á að vinnslan misfarist, upplýsingar sem eigi að vera leyndar afhjúpist eða að upplýsingarnar séu einfaldlega rangar og telur rökin fyrir þessari skerðingu á friðhelgi einka- lífsins engan veginn nógu sterk. Umræða um friðhelgi einkalífsins er ekki ný af nálinni. Hún blossar upp með reglulegu millibili, oftast vegna þess að fólki blöskrar yfirgangur stjórnvalda þegar kemur að einka- lífi þess sjálfs. Undanfarið hefur hún einkum snúist um aðgang stjórnvalda að Facebook-síðum og Gmail-reikningum fólks sem þeim þykir af einhverjum ástæðum grunsamlegt og ber flestum saman um að með þeim aðgangi hafi mörkin færst í ansi óheilla- vænlega átt. Hinn almenni borgari á sér varla lengur nokkurt skjól fyrir augum Stóra bróður, en það er við ofurefli að etja og engin merki um að þessari þróun verði snúið við. Stjórnvöld eru reyndar ekki ein um það að nýta einkalíf fólks í vafasömum tilgangi. Listamenn hafa stundað það grimmt í gegn- um aldirnar og er skemmst að minnast umræðunnar um bók Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, sem sætt hefur harðri gagnrýni fyrir að nýta viðkvæm einkamál raunverulegs fólks sem efnivið í „skáldsögu“. Sýnist sitt hverjum um siðferðilegt réttmæti slíks en listamenn bera fyrir sig listrænt frelsi og telja sig ekki hafa brotið á nokkrum manni. Einkalíf fólks sé hluti af sammannlegri sögu og því innan marka þess sem leyfilegt sé að nota til að segja „sannleikann“ um samtímann eða fortíðina. Stjórnmálamenn og aðrir þeir sem hrærast í kastljósi fjöl- miðla mega búa við það að einkalíf þeirra sé undir stöðugri smásjá á þeim forsendum að almenningur hafi „rétt á að vita“ hvað þeir séu að bauka. Spaugstofusketsar og áramótaskaup ganga út á að gera grín að fræga fólkinu og oftar og oftar er einkalíf þess dregið inn í það grín svo ekki sé nú minnst á þann mat sem slúðurdálkar gera sér úr því. Til skamms tíma virtist nokkuð ljóst hvar mörkin lágu; það var við hæfi að gera grín að stjórnmálamanninum að störfum, einkalíf manneskjunnar var yfirleitt ekki dregið inn í grínið. Þau mörk virðast nú að mestu útmáð, það er skotleyfi á allt sem þekktum manneskjum við- kemur bæði í grínþáttagerð og slúðurdálkum, ekkert er heilagt. Aðgátin í nærveru sálar sem Einar orti um forðum er fyrir bí bæði í einkalífi og opinberum aðgerðum, enda hlýtur þetta afnám friðhelginnar að virka í báðar áttir, eða hvað? Friðhelgi prívatlífs í útrýmingarhættu: Er einkalíf okkar almenningseign? Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.