Fréttablaðið - 17.09.2013, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.09.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur 14 M atarsagan er samofin öþ MATARSAGAN ER ALLT Í KRINGÁ SÖGUSLÓÐUM Gangan Fæðuhringurinn í miðborg Reykjavíkur, saga matar frá landnámi til okkar daga, verður farin laugardaginn 21. september MÁLÞING Embætti landlæknis stendur fyrir málþingi um geðrækt þann 20. september. Tilefnið er að margir framhaldsskólar hefja nú þemaár geðræktar á vegum verkefnisins Heilsueflandi framhaldsskóli.ÚRVAL AF FALLEGUM YFIRHÖFNUM! ERUM MEÐ ÚLPUR Í MÖRGUM LITUMOpið laugardaga 12:00-15:00 Skipholti 29b • S. 551 0770 stækkar þig um númer, fæst í 70-85B OG 75-85C á kr. 5.800,- buxur við á kr. 1.995,- FLOTTUR! Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga. lokað á laugardögum í sumar BÍLARÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2013 2 SÉRBLÖÐ Bílar | Fólk Sími: 512 5000 17. september 2013 218. tölublað 13. árgangur SKOÐUN Konur eru hlunnfarnar um tugi milljóna á starfsævi sinni, skrifa Heiða Björg og Margrét Lind. 14 SPORT Vanda Sigurgeirsdóttir lýsir Eddu Garðarsdóttur sem drottning- unni á miðjunni. 26 MENNING Þorsteinn Jakobsson göngugarpur gengur á fjöll og skrifar bókina Íslensk bæjarfjöll. 30 Verndar glerunginn Félag íslenskra tannfræðinga mælir með Zendium tannkremi. Nú er opio allan sólarhringinn í Engihjalla RISAlagersala Forlagsins er á Fiskislóð 39 90% afslát tur Allt a ð Yfir 3500 titlar VEÐUR „Til er dæmi um að ferða- maður hafi þurft að borga yfir millj- ón vegna sand- og öskufoks,“ segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefna- stjóri hjá Samtökum ferðaþjón- ustunnar. Ferðamenn bera sjálfir ábyrgð á skemmdum á bílaleigu- bílum í þeirra umsjá skemmist þeir vegna óveðurs. Hátt í tugur bílaleigubíla stór- skemmdist í Öræfasveit um helgina. Mynd af einum þeirra fylgir frétt- inni en björgunarsveitin Kári bjargaði tveimur ferðamönnum úr honum nærri Skaftá í Öræfasveit. Einu viðvaranirnar á vegunum voru á íslensku en að sögn björgunar- sveitarmanns sem Fréttablaðið ræddi við stóð einfaldlega „ófært“ á tveimur skiltum við tvo vegi. Gunnar Valur segir að sumar bílaleigur bjóði upp á viðbótar- tryggingu þar sem leigurnar bera hluta af fjárhagsskaðanum sem verður vegna veðurs. Gunnar Valur segir svona tjónum hafa fjölgað mikið, sérstaklega með auknum straumi ferðamanna til landsins. Hann segir að bæta þurfi merkingar á vegum landsins, en það sem mestu máli skipti sé góð upp- lýsingagjöf til ferðamanna. Bergþór Karlsson, formaður bílaleigunefndar Samtaka ferða- þjónustunnar, segir ástandið síðustu daga með því verra sem upp hafi komið. „Í svona aðstæðum vildi ég bara sjá þessum vegum lokað, hvort sem það er af björgunarsveitum eða öðrum,“ segir hann. Tjón vegna óveðurs ins gæti hæglega hlaupið á tugum milljóna. - vg / sjá síðu 6 Tugur bílaleigubíla er stórskemmdur eftir óveður en ferðamenn eru ábyrgir: Borgaði milljón vegna óveðurs ÓTRÚLEGAR SKEMMDIR Þessi bílaleigubíll er bókstaflega sandblásinn á annarri hliðinni eftir storminn. Tveir ferðamenn voru í bílnum en þeir flúðu eftir að hliðarrúðurnar brotnuðu. Þeir lágu svo í vegarkantinum og héldu í girðingu þar. MYND/EYRÚN HALLA JÓNSDÓTTIR Í svona aðstæðum vildi ég bara sjá þessum vegum lokað, hvort sem það er af björgunar- sveitum eða öðrum. Bergþór Karlsson formaður bílaleigunefndar SAF Bolungarvík 5° N 7 Akureyri 2° NV 9 Egilsstaðir 4° NV 12 Kirkjubæjarkl. 8° NV 8 Reykjavík 6° N 10 HVASST EYSTRA Í dag verða víðast 10- 20 m/s, hvassast A-til. Rigning eða slydda með köflum NA-til en bjart S- og V-lands. Hiti 2-10 stig. 4 INNLENT Í óefni stefnir í grunn- skólum landsins verði ekki brugð- ist við fjölgun barna sem eru með annað tungumál en íslensku. Í nýrri skýrslu Fjölmenningar- seturs kemur fram að metfjöldi barna með erlent móðurmál sé í hópi þriggja ára barna, eða 12 prósent. Síðustu ár hafi leikskóla- börnum með annað móðurmál en íslensku fjölgað mjög. Alls eru um 11 af hverjum 100 leikskólabörnum með annað móðurmál en íslensku. Héðinn Pétursson, aðstoðar- skólastjóri Austurbæjarskóla, segir landslagið gjörbreytt frá því sem áður var. „Við höfum verið lengur í þessari glímu en flestir. Þegar við byrjuðum voru þetta örfáir krakkar í nýbúadeildum. Nú dreifast þessir krakkar um allt land og það gerir miklar kröfur á alla skóla. Þótt flestir séu á höfuðborgarsvæðinu eru til dæmis hlutfallslega fleiri á Vestfjörðum og á Suðurnesjum.“ Í skýrslunni er bent á að fjölgunin sé áskorun fyrir menntakerfið þar meira muni reyna á þjónustu fyrir þessi börn í grunnskólum landsins Undir þetta tekur Héðinn. „Þessu fylgir aukinn kostnaður fyrir skólana,“ segir hann. Sérhæfingu og mannafla þurfi til að fást við börn með erlent móðurmál. „Það kosta mikla peninga að gera þetta almennilega.“ Ari Klængur Jónsson, höfundur skýrslunnar, segir fjölgunina ekki stökk frá ári til árs heldur sé um gríðarlega fjölgun að ræða á um það bil tíu ára tímabili. „Við sáum fækkun 2007 til 2008 en það hafði ekki langvarandi áhrif,“ segir hann. Gögnin bendi ekki til breyttrar þró- unar frá því sem nú sé. „Fjöldinn hefur verið að aukast ár frá ári og ekkert bendir til að hann sé að fara að dragast saman,“ segir Ari. Til annarrar kynslóðar innflytj- enda teljast þeir sem eiga foreldra sem eru innflytjendur en hafa þó sjálfir fæðst hér á landi. Rúmlega fjórir af hverjum fimm þeirra eru yngri en tíu ára. Halldóra K. Magnúsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Grinda- vík, segir nemendur með erlent tungumál fá sérstaka þjónustu í gegnum stuðningskerfi skólans. Verkefnið sé fjármagnað í gegn- um jöfnunarsjóð sveitarfélaga. „Það er alveg ljóst að fjármagn í þessum málum er af skornum skammti. Sveitarfélögin þurfa að móta sér heildstæða stefnu í þess- um málum,“ segir hún. elimar@frettabladid.is Eitt smábarn af tíu er með erlent móðurmál Börnum með erlend móðurmál fjölgar umtalsvert í grunnskólum landsins á næstu árum. Frá aldamótum hefur fjöldi leikskólabarna með erlent ríkisfang sjöfaldast. Kostnaður skóla eykst vegna sérhæfðrar þjónustu. ÍTALÍA Hægt gekk í gær að reisa við strandaða ítalska skemmti- ferðaskipið Costa Concordia. Það hefur legið á strandstað í meira en hálft annað ár. Framkvæmdirnar eru viða- miklar. Þær hafa verið lengi í undir búningi og enginn vissi í raun hvort þær myndu heppn- ast þegar látið yrði til skarar skríða. „Þetta tekur lengri tíma en reiknað var með,“ sagði verk- fræðingurinn Sergio Girotto á blaðamannafundi síðdegis í gær en hann er bjartsýnn á að verkið hafist á endanum. Skipið sigldi í strand við eyjuna Giglio í byrjun síðasta árs. Skip- stjórinn er sakaður um að hafa sýnt vítavert gáleysi þegar hann sigldi skipinu í strand og yfirgaf það áður en búið var að tryggja að öllum yrði bjargað. - gb / sjá síðu 8 Costa Concordia reist við: Viðamiklar framkvæmdir 12% Í árgangi þriggja ára barna eru nú 12 prósent með annað móðurmál en íslensku. Fimm mínútur á Esju Skipulagsráð Reykjavíkur segir að breyta þurfi skipulagi áður en ferðir upp á Esju í kláfi verða að veruleika. Leit er hafin að fjárfestum vegna verkefnisins. 2 Ekkert samráð við fagstéttir Fyrir- hugaðar breytingar á lyflæknasviði Landspítalans hafa ekki verið ræddar við hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. 4 Ref fjölgar Byggð á höfuðborgar- svæðinu hefur færst nær heimkynn- um refsins í Heiðmörk. 6 Fíknefnaakstursslysum fækkar Slys þar sem akstur undir áhrifum fíkniefna kemur við sögu eru helm- ingi færri fyrstu átta mánuði ársins en meðaltal áranna þar á undan. 12

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.