Fréttablaðið - 17.09.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.09.2013, Blaðsíða 18
FÓLK|HEILSA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 NÝFÆDDUR Konur í Bretlandi eru hvattar til að huga fyrr að barneignum og helst fyrir 35 ára aldur. Ebba Margrét Magnúsdóttir, sérfræð-ingur á Kvennadeild Landspítala, segir að þessi tilhneiging sé einnig hér á landi og reyndar um alla Evrópu. „Við höfum verið að upplifa þetta hér. Konur eru uppteknar við að mennta sig og huga að metnaði í starfi en barns- fæðingar hafa þurft að bíða,“ segir hún. „Meðganga og fæðing gengur betur hjá yngri konum og þess vegna er það ákjósan legra að koma með fyrsta barn fyrir 35 ára aldur. Frjósemin minnkar auk þess með aldrinum og líkur á litninga- göllum aukast, auk þess sem meiri hætta er á meðgöngukvillum á borð við há- þrýsting og sykursýki,“ upplýsir Ebba. „Við höfum reyndar góða tækni til að fylgjast með þessu eins og fóstur- greiningar, hnakkamælingar og legvatns- stungur. Hins vegar er það staðreynd að ef kona er með einhvers konar heilsu- vandamál, háan blóðþrýsting eða hún er of þung, verður meðgangan erfiðari eftir því sem hún er eldri,“ segir Ebba. EIGA BÖRN YFIR FIMMTUGT Því eldri sem konan er, þeim mun meiri hætta er á ófrjósemi. „Ófrjósemi eykst með aldrinum. Konur hafa engu að síður verið að eiga börn fram yfir fimmtugt. Það er orðið nokkuð algengt að konur gangi með börn á aldrinum 40-45 ára og mér virðist vera aukning í barnsfæð- ingum á þeim aldri þótt ég sé ekki með neinar tölur um það,“ segir Ebba, en vel er fylgst með þeim konum á meðgöngu. Konur undir fertugu geta farið á breyt- ingaskeið, það er ótímabær tíðahvörf, en Ebba segir það ekki algengt. Þegar Ebba er spurð hvort hún hvetji konur til að eiga börnin yngri, svarar hún: „Ég held að það sé mikilvægt fyrir fólk að gera ráð fyrir barneignum í lífi sínu. Ef konur vilja eiga tvö börn eða fleiri er ekki gott að byrja seint. Það gengur ekki alltaf að verða barnshafandi þegar fólk óskar þess og ófrjósemi tekur mjög á fólk. Þegar konur eru orðnar 35 ára hefst líka baráttan við klukkuna.“ AUKIN HÆTTA Mary Herbert, sem er líffræðingur, segir að það sé nauðsynlegt að upplýsa kon- ur um þá áhættu sem þær taka með því að seinka barneignum. „Starfsferillinn á ekki að vera afsökun,“ segir hún. „Ég myndi að minnsta kosti hafa áhyggjur af dóttur minni ef hún væri ekki komin með barn 35 ára. Konur þurfa að eiga börn áður en klukkan slær 12,“ segir Mary og bætir við að ófrjósemi aukist mikið með aldrinum. Fæðingar kvenna sem eru hátt á fertugsaldri hafa þrefaldast í Bretlandi á undanförnum árum. „Á þeim aldri er hættan meiri á að börn fæðist andvana eða með litningagalla eins og Downs- heilkenni,“ segir Mary. ■ elin@365.is BEST AÐ EIGNAST BÖRN FYRIR 35 ÁRA ÓFRJÓSEMI Breski prófessorinn Mary Herbert hefur vakið mikla athygli í heima- landinu eftir að hún hvatti konur til að huga að barnsfæðingum fyrir 35 ára aldur- inn. Helmingur nýfæddra barna í Bretlandi á móður sem er komin yfir þrítugt. SAMMÁLA Ebba Margrét segir að hér á landi hafi aldur verðandi mæðra hækk- að eins og annars staðar í Evrópu. ÚTSÖLU MARKAÐUR Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum. Námið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland. -Flest stéttarfélög styrkja nemendur til náms. -Nemendur geta að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu Helstu námsgreinar: - Helstu viðkomustaðir ferðamanna á Íslandi í máli og myndum. - Mannleg samkipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga. - Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. - Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðaverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar hver á sínu sviði. Boðið er uppá dag – og kvöldnám, auk þess er farið í fjölda vettvangsferða. Umsögn: Leiðsögunámið í Ferðamálaskóla Íslands bætti miklu við þekkingu mína á landinu sem og sögu og menningu þjóðarinnar. Þessir þættir voru ofnir saman á einkar áhugaverðan og skemmtilegan hátt og kryddað margs konar fróðleik og frásögnum. Auk þess spannaði námið allt frá leiðsögutækni til laxveiðáa, frá skyndihjálp til skógræktar og frá hvalafræðum til hverasvæða svo nokkuð sé nefnt. Skipulag námsins var sveiganlegt en með ákveðnu aðhaldi stjórnenda sem skapaði gott andrúmsloft í þessum alþjóðlega hópi nemanda. Þessum tíma var mjög vel varið hvort sem maður hyggur á ferðaleiðsögn eða ekki. LEIÐSÖGUNÁM VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU Opið 8-22 Magnús Jónsson fv. veðurstofustjóri Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Blaðberinn bíður þín Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.