Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.10.2013, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 03.10.2013, Qupperneq 2
3. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 TÆKNI Tuttugu eintök af lúxus- rafbílnum Tesla Model S hafa verið seld hér á landi og voru fyrstu tveir bílarnir afhentir í vikunni. Þetta segir Gísli Gíslason hjá Northern Lights Energy sem flytur bílana inn, en hann segir að um þessar mundir sé að verða vitundar- vakning varð- andi rafbíla hér á landi. Grunn- útgáfan af bíln- um kostar frá 11,8 milljónum króna upp í 13,8 milljónir þannig að óhætt er að gefa sér að bílarnir hafa selst fyrir hátt í 250 milljónir króna. Mikil umræða hefur verið um Tesla-bílana, sem framleiddir eru í Bandaríkjunum, og hafa þeir fengið gríðargóða dóma bæði hér- lendis og erlendis. Meðal annars segir í nýlegri umsögn bílablaðs Fréttablaðsins að hann sé engum líkur. Hann kemst upp í 100 kíló- metra hraða á 4,2 sekúndum og dýrari útgáfurnar fara allt að 480 kílómetra á hleðslunni. Bíllinn er afar eftirsóttur erlendis þar sem hann var til dæmis söluhæsti bíllinn í Noregi í byrjun síðasta mánaðar. „Þeir eru búnir að selja 200 bíla í Noregi, en þar er núna sex mánaða biðlisti eins og alls staðar annars staðar í Evrópu nema hjá okkur,“ segir Gísli og bætir því við að þeir geti enn selt um þrjátíu bíla í ár. Gísli segir að mikill spenningur sé fyrir þessum bíl og þó að verð- miðinn sé vissulega hár sé þarna um að ræða lúxusbíl og verðið sé jafnvel lægra en á sambærilegum bensínbílum, meðal annars frá Audi. „Þessi bíll er betri en bensín- bílarnir,“ fullyrðir Gísli. „Það eina neikvæða sem hefur verið sagt um þá er að þeir sem hafa prófað þá missa áhugann á að keyra Ferrari- bílana sína.“ Gísli segir að mikil vakning sé nú hér á landi varðandi rafbíla sem séu orðnir raunhæfur kostur hér á landi. „Nú er verið að fara að setja upp hleðslustöðvar um allt land og því ekki eftir neinu að bíða lengur. Það eru sennilega um fjörutíu rafbílar á Íslandi í dag og þeir eru að ná að keyra um 150 til 200 kílómetra á hleðslunni og er svo bara stungið í samband hvar sem er.“ Gísli segir að lokum að nú sé afar spennandi tími í rafbíla- geiranum og gríðarlegur áhugi í samfélaginu. thorgils@frettabladid.is Hafa selt lúxusrafbíla fyrir tugi milljóna Fyrirtækið Northern Lights Energy hefur þegar selt tuttugu lúxusrafbíla af tegundinni Tesla Model S hér á landi. Kosta frá 11,8 milljónum króna. Gísli Gísla- son segir að vitundarvakning hafi orðið hér á landi um möguleika rafbílanna. GÍSLI GÍSLASON Á vefsíðunni plugincars.com er fjallað um innreið Tesla Model S hér á landi og taldir upp sjö valinkunnir menn sem fullyrt er að hafi tryggt sér eintak. Þeir eru eftirfarandi: ■ Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri Wow Air og eigandi Títan fjárfestingafélags. ■ Ragnar Agnarsson, eigandi Saga Film. ■ Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár. ■ Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir. ■ Þormóður Jónsson, stjórnarformaður Fíton auglýsingastofu. ■ Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. ■ Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri og formaður bæjarráðs Árborgar.SKÚLI MOGENSEN EINRÓMA LOF Tesla Model S hefur fengið afar góða dóma hérlendis sem erlendis. Þeir kosta frá 11,8 milljónum króna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Valinkunnir Tesla-kaupendur STJÓRNSÝSLA Landhelgisgæslan ætlar ekki að leigja varðskipið Þór út til verkefna erlendis. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Georg Lárussyni, for- stjóra Landhelgisgæslunnar, við fyrirspurn Fréttablaðsins um rekstur varðskipsins. Landhelgisgæslan hefur þurft að draga verulega úr siglingum varðskipsins á árinu. Ástæðan er aukinn kostnaður við rekstur flug- deildar stofnunarinnar, sem hefur kallað á endurskipu lagningu á rekstri hennar. Þrátt fyrir það ætlar stofnunin ekki að leigja skipið út en hún hefur undan farin ár leigt eldri varðskipin, Tý og Ægi, til verkefna í útlöndum. Spurður um ferðir og ástand hinna varðskipanna svarar Georg að búnaður sem tengist annarri aðalvél Ægis sé bilaður og að skipið sé í Reykjavík. „Á meðan er skipið búið annarri aðalvélinni en hún er 4.500 hest- öfl, sem er nokkuð samsvarandi því sem gengur og gerist í flest- öllum skipum í íslenska flotanum,“ segir Georg. Varðskipið Týr er að sögn Georgs staðsett á Akureyri ásamt hluta áhafnar, en hinn hlutinn er staðsettur í Reykjavík og er flog- ið með þyrlum eða flugvél Land- helgisgæslunnar þegar nauðsyn krefur. „Það sparar bæði tíma og eykur öryggi að hafa skipið á norðaustur- horninu á móti hinum skipunum sem eru til taks á suðvestur- horninu,“ segir Georg. -hg / hmp Tvö af varðskipunum þremur eru þessa dagana staðsett í Reykjavík en Týr er á Akureyri: Varðskipið Þór fer ekki til verkefna erlendis VIÐ BRYGGJU Varðskipið Þór hefur stóran hluta af árinu legið við bryggju í Reykjavíkurhöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL DÓMSMÁL Verjendur Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar kröfðust þess fyrir Héraðsdómi Suðurlands í gær að upptökur af hleruðum samtölum sakborninganna verði gerðar hluti af málsskjölum. Tvímenningarnir sæta ákæru fyrir að hafa ráðist á samfanga sinn, Sigurð Hólm Sigurðarson, í maí í fyrra, með þeim afleiðingum að milta hans rofnaði og hann lést. Annþór og Börkur voru í kjöl- farið færðir á öryggisgang og þar voru samskipti þeirra hleruð, og eins sími sem þeir höfðu aðgang að með takmörkunum. Lögregla og ákæruvald lögðu upptökurnar ekki fram sem gögn, en verjendurnir telja hins vegar mikilvægt að það sé gert, enda komi ekkert fram á upptökunum sem bendi til sektar tvímenninganna. - sh Verjendur krefjast gagna: Vilja upptökur af hlerunum DÓMSMÁL Fjögur rétthafasam- tök hafa sent Sýslumanninum í Reykjavík lögbannskröfu þar sem farið er fram á að fimm fjar- skiptafyrirtæki loki fyrir aðgang að tveimur skráarskiptasíðum. „Krafan gegn þessum fyrir- tækjum er sú að þau loki fyrir aðgang viðskiptavina sinna að skráarskiptasíðunum Pirate Bay og Deildu.net, þar sem stórtæk- ustu höfundarréttarbrotin hafa átt sér stað undanfarin ár,“ segir Tómas Jónsson, lögmaður rétt- hafasamtakanna. Tómas segir lögbannsbeiðnina ekki eiga að gefa í skyn að fjar- skiptafyrirtækin beri ábyrgð á brotunum. „Vandamálið er að það næst ekki í þá sem eru í forsvari fyrir þessar síður og það veit eng- inn hverjir þeir eru. Þetta er því neyðarúrræði,“ segir Tómas. - hg Rétthafar vilja lögbann: Segja lokunina neyðarúrræði MÓTMÆLI NPA-miðstöðin efndi til mótmæla fyrir utan Salinn í Kópa- vogi í gær vegna ráðstefnu um NPA, notendastýrða persónulega aðstoð. „Okkur var ekki boðið á þessa ráðstefnu,“ segir Inga Björk Bjarna- dóttir, en hún er í stjórn NPA miðstöðvarinnar. „Okkur finnst alvarlegt að því sé haldið fram að við getum ekki tekið þátt í umræðunni um NPA og sjálfstætt líf vegna þess að við höfum fjárhagslega hagsmuni frekar en að berjast fyrir mannréttindum fatlaðs fólks,“ útskýrir Inga. „Rauði þráðurinn á ráðstefnunni var að hægja á ferlinu, forðast að innleiða NPA í lög og markviss útilokun fatlaðra barna og fólks með þroskahömlun. Þetta var mjög áberandi og ekkert verið að tala undir rós. “ - nej Ekki fjárhagslegir hagsmunir heldur mannréttindi fatlaðra: Markviss útilokun fatlaðra barna MÓTMÆLTU Hópur úr NPA-miðstöðinni mætti fyrir utan ráðstefnuna í gær til þess að minna á af hverju þau væru að berjast með aðstoðinni. MYND/GVA STJÓRNSÝSLA „Það er fyrst og fremst furðulegt að við fréttum ekkert af þessu fyrr en þessi gjörningur fer fram,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjar- stjóri Kópavogs, um þá tilhögun að Reykjanesbær leigði húsnæði í bænum þar sem hælisleitendur héldu til. Bæjaryfirvöld fréttu svo af veru hælisleitenda þegar lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu, með aðstoð sérsveitar ríkislögreglu- stjóra, réðist til atlögu og hand- tók á annan tug hælisleitenda frá Albaníu í húsinu fyrir helgi. Í fyrirspurn velferðarsvið sendi Reykjanesbæ og innanríkisráðu- neytinu í vikunni kemur fram að Reykjanesbær hefur leigt hús- næðið síðan í febrúar. „Það er al gjörlega augljóst, að þegar það er verið að leigja húsnæði undir hælis leitendur í okkar bæjar- félagi, þá þurfi að hafa samstarf við okkur,“ segir Ármann, sem segir það lágmark að bæjaryfir- völd séu upplýst um málið. „Nú er verið að leitast eftir sam- starfi við bæinn um að hýsa hælis- leitendur, og það þarf að fá svör hvort við getum leigt húsnæði í öðrum bæjarfélögum.“ Í svari Reykjanesbæjar til Kópavogs segir að Reykjanesbær þjónusti hælisleitendur í Kópavogi á allan hátt. - vg Bæjarstjóri Kópavogs frétti fyrir tilviljun af veru flóttamanna í bænum: Furðar sig á veru flóttamanna ÁRMANN KR. ÓLAFSSON Bæjar- stjórinn frétti af flóttamönnum fyrir tilviljun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SPURNING DAGSINS Þegar það er verið að leigja húsnæði undir hælisleitendur í okkar bæjafélagi, þá þarf að hafa samstarf við okkur. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi Grand Hótel Reykjavík við Sigtún Mánudaginn 7. október 2013 kl. 13.30-16.40 Þekktir erlendir vísindamenn flytja framsögur um eftirfarandi: · Reynsla Bandaríkjanna af notkun erfðatækni í landbúnaði · Erfðavísindin, erfðatæknin og áhrif á heilsufar · Matvæli og fóður vottuð og merkt án erfðabreyttra efna Fyrirspurnir til framsögumanna að erindum loknum Sjá www.erfdabreytt.is & Facebook: Er erfðabreytt framleiðsla sjálfbær? Aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir Er erfðabreytt framleiðsla sjálfbær? Ráðstefna Kynningarátaks um erfðabreyttar lífverur Matvæla- og veitingafélag Íslands www.matvis.is Náttúrulækningafélag Íslands www.nlfi.is Neytendasamtökin www.ns.is Vottunarstofan Tún www.tun.is Slow Food Reykjavík www.slowfood.is Landvernd www.landvernd.is Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur Pétur, er næg eftirspurn eftir nýju víni í gamla belgi? „Já, enda of seint að byrgja brunn- inn þegar barnið er dottið ofan í.“ Hrafnista hefur fengið leyfi til að selja áfengi á kaffistofu sinni í Hafnarfirði. Pétur Magnússon er forstjóri Hrafnistu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.