Fréttablaðið - 03.10.2013, Síða 6

Fréttablaðið - 03.10.2013, Síða 6
3. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 STJÓRNMÁL Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi, að unnið væri að lausn sem ætti að gera eigendum yfir- skuldsettra íbúða kleift að losna undan eftirstöðvum lána sem veð standa ekki undir án þess að við- komandi yrði gjaldþrota. Þarna er hugmynd lýst sem hefur oft- ast verið nefnd lyklafrumvarp í umræðunni. Gert er ráð fyrir því að frumvarpið verði lagt fram á næstu vikum. Aukið eftirlit Forsætisráðherrann fór víða í stefnuræðu sinni á Alþingi í gær og boðaði meðal annars aukið eftir- lit á netinu og gjaldtöku af ferða- mönnum. Þannig sagði ráðherra að iðnaðarráðherra myndi leggja fram frumvarp á þessu þingi um gjald- töku af ferðamönnum til að standa undir kostnaði vegna uppbyggingar og viðhalds á ferðamannastöðum. Hugmyndir um internetið eru svip- aðar og þær sem forveri núverandi innanríkisráðherra viðraði á síð- asta kjörtímabili. Það er að segja, að hafin verði vinna við að auka net- og upplýsingaöryggi á Íslandi – og að til skoðunar væru leiðir til að verja börn fyrir einelti og öðru ofbeldi á netinu. Súrefni heimilanna Ráðherrann ræddi um hugsanlegt afnám gjaldeyrishafta og sagði að það væri nauðsynlegt að skoða allt hagkerfið í samhengi við aflétt- ingu hafta. Hann bætti við að það væri sameiginlegt hagsmunamál allra að skapa þær aðstæður sem leyfa afnám hafta. Samhliða því að hleypa loftinu úr eignabólunni sagði Sigmundur að það væri eðlilegt að hleypa lofti úr hinni hlið eignabólunnar, skuldabólunni. „Niðurfærsla skulda er fyrst og fremst réttlát efnahagsleg aðgerð sem mun veita heimilum nauðsynlegt súrefni svo að þau geti dregið andann,“ sagði Sigmundur og vísaði þar til kosn- ingaloforðs Framsóknarflokksins um skuldaleiðréttingu heimilanna. Bæta regluverk Ráðherrann sagði að til þess að fjölga störfum og bæta kjör yrði fjárfesting að aukast til mikilla muna á Íslandi og að ríkisstjórnin ynni við að bæta regluverk hvað það varðaði. Sigmundur sagði að sjávarútvegs- ráðherra hygðist leggja fram frum- vörp um breytingar á fiskveiðistjór- nun og gjaldtöku af sjávarútvegi sem eigi að skila meiri tekjum í ríkis sjóð en nokkru sinni áður. Niðurskurði lokið Sigmundur sagði að heilbrigðis- kerfið hefði látið mikið á sjá eftir ítrekaðan niðurskurð undan- farinna ára og að þeim mikla niður skurði væri nú lokið. Hann sagði aftur á móti að það væri ljóst að breytinga væri þörf til að íslenskt heilbrigðiskerfi geti verið samkeppnishæft við nágranna- löndin. Ráðherrann segir að til þess að ná þessum markmiðum þyrfti að vinna langtímastefnu- mótun fyrir heilbrigðiskerfið og forgangsraða í þágu upp byggingar þar á næstu árum. valur@frettabladid.is Boðar gjald á ferðamenn og aukið upplýsingaöryggi Forsætisráðherra boðar frumvarp þar sem íbúðareigendur geti gengið frá eftirstöðum lána af yfirveðsettum íbúðum án þess að fara í gjaldþrot. Ráðherrann boðar gjaldtöku á ferðamenn til þess að standa undir kostnaði vegna uppbyggingar á ferðamannastöðum. Þá boðar ráðherrann aukið net- og upplýsingaöryggi. „Þessi ræða hljómaði eins og upphafskafli í skáldsögunni Einfarinn í fyrirmyndarríki sjálfs sín. Það er saga sem getur ekki endað vel,“ sagði Árni Páll Árna- son, formaður Samfylkingar- innar, um stefnuræðu Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar forsætis- ráðherra. Hann gagnrýndi fjárlagafrum- varp ríkisstjórnarinnar harðlega og sagði að stefna þess muni hægja á hjólum atvinnulífsins. „Ríkisstjórnin slær af brýnar uppbyggingarframkvæmdir við skóla og heilbrigðisstofn- anir víða um land og bygg- ingu nýs Landspítala. Hún lækkar framlög til uppbyggingar grænnar atvinnustarfsemi, sem allir flokkar voru sammála um á síðasta þingi. Hún kippir grundvellinum undan allri upp- byggingu skapandi greina.“ Hann telur að á Íslandi séu að verða til tvær þjóðir. „Fjölmennur hópur lágtekjufólks og svo fámennur hópur forréttindafólks, sem eitt hefur ráð á því sem einu sinni var á flestra færi að kaupa.“ Árni telur að endurvekja þurfi trú almennings á störfum Alþingis. Það sé aðeins hægt með því að tala af alvöru við fólkið í landinu og segja satt. „Þá fyrst er um eitthvað að tala og þá fyrst leysist úr læðingi sam- stöðuaflið til góðra verka.“ - nej Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahags- ráðherra, hét frekari lækkun tryggingar- gjaldsins. Hann sagði jafnframt að atvinnurekendur yrðu að líta sér nær. „Þeir þurfa að svara því hversu stór hluti þeirra vanda er til kominn vegna þess að tryggingargjaldið er prósentinu hærra en ekki lægra þegar þeir hafa hækkað launin um 35% undanfarin fjögur ár, langt umfram umsamdar launahækk- anir– og sínu mest í fjármálageiranum.“ Bjarni gagnrýndi hallarekstur fyrri ríkisstjórnar og boðaði jafnvægi í ríkisfjármálum. „Við viljum ekki eyða meiru en við öflum en við viljum heldur ekki leggja frekari byrðar á al- menning og fyrirtæki í almennum rekstri,“ sagði Bjarni. Hann sagði fyrirhugaðan bankaskatt á fjár- málafyrirtæki í slitastjórn koma til með að skapa svigrúm sem mun nýtast fólkinu í landinu. - nej Katrín Jakobsdóttir sagði það hafa verið áhugavert að hlusta á ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra sem hefði verið á róman- tísku nótunum og talað um að hér byggi ein þjóð í einu landi. „Er þetta kannski fram- tíðarsýn ríkisstjórnar- innar? Er heimurinn ekki stærri en Ísland? Ungt fólk hér á landi kallar eftir raunsærri og nútímalegri fram- tíðarsýn þar sem heimurinn allur er undir, þar sem hægt er að mennta sig, rannsaka og skapa eitthvað nýtt og vinna með fólki hvaðanæva úr heiminum– ég fann ekki þá framtíðarsýn í þessari útópíu sem minnir meira á útvatnaða Fjölnis- mennsku.“ Katrín gagnrýndi Sigmund Davíð fyrir að minn- ast lítið sem ekkert á umhverfismál í stefnuræðu sinni, hafa ekki sagt orð um sjálfbæra þróun né talað um hvernig Ísland getur, með raunverulegum aðgerðum, orðið fyrirmynd á alþjóðavettvangi. - nej Birgitta Jónsdóttir hjá Pírötum sagði í umræðum á Alþingi í gærkvöldi að ríkis- stjórnina skorti fram- tíðarstefnu. Þá sagði Birgitta að Píratar muni meðal annars flytja þings- ályktun um meðferð á frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár. Eins munu Píratar beita sér fyrir því að „af- glæpavæða“ fíkniefna- misnotkun eins og það var orðað í ræðu Birgittu. Píratar munu einnig endurskoða lög um mannanafnanefnd og flokkurinn mun beita sér fyrir heildarendurskoðun á höfundarrétti. Birgitta sagði að þingmenn Pírata muni vinna jafnt með minni- og meirihluta með þau mark- mið að leiðarljósi sem Píratar voru kjörnir á þing til að koma í verk. - vg SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON Forsætisráðherra sagði heimilin þurfa súrefni til þess að anda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÁRNI PÁLL ÁRNASON KATRÍN JAKOBSDÓTTIR BJARNI BENEDIKTSSON BIRGITTA JÓNSDÓTTIR ➜ Óskaði rökstuðnings ➜ Ekkert minnst á umhverfismál ➜ Lofar lækkun tryggingargjalds ➜ Tvær ólíkar þjóðir á Íslandi ➜ Stjórnin skortir framtíðastefnu „Maður getur látið ótrúlegustu hluti dynja á sér ef maður veit hvert leiðin liggur og maður hefur trú á ferðinni og áfanga- staðnum,“ sagði Guðmundur Stein- grímsson, formaður Bjartrar framtíðar í eldhúsdagsumræðum gærkvöldsins. Hann spurði hver stefna ríkisstjórnarinnar væri. Hann hefði áhyggjur af því að verið væri að hætta við vel ígrundaðar áætlanir og óskaði rökstuðnings. Hann minnti á það í ræðu sinni hve mikilvægt það væri að fylgja ákveðinni stefnu og vísaði í Reisubók séra Ólafs Egilssonar sem gekk frá Alsír heim til Eyja á 17. öld. Guðmundur gagnrýndi meðal annars lækkun á tekjuskatti. „Það er lækkun sem skilar meðal- manni einhverjum hundrað köllum á viku. En þarna fara milljarðar úr ríkiskassanum.“ - nej GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.