Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.10.2013, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 03.10.2013, Qupperneq 8
3. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 25.09.13 - 01.10.13 1 2Maður sem heitir Ove Fredrik Backman Heilsubók Jóhönnu Jóhanna Vilhjálmsdóttir 5 Iceland small world Sigurgeir Sigurjónsson 6 VettlingaprjónGuðrún S. Magnúsdóttir 7 Stígum fram Sheryl Sandberg 8 Leðurblakan Sheryl Sandberg 10 Árið sem tvær sekúndur bættust við tímann - Rachel Joyce9 Inferno Dan Brown 4 Höndin Henning Mankell3 Norðurslóðasókn - Ísland og tækifærin - Heiðar Guðjónsson HJÁLPARSTARF „Vandinn hérna er yfirþyrmandi,“ segir Þórir Guð- mundsson, sviðstjóri hjá Rauða krossinum, sem nú er staddur í Líbanon, þar sem allt að ein og hálf milljón flóttamanna frá Sýr- landi hefur hreiðrað um sig. Fjöldinn er slíkur að nærri þriðja hvert mannsbarn í landinu er nýlega komið þangað frá Sýr- landi. „Samfélagið er að springa og þetta skapar mikla spennu og streitu, jafnvel þó Líbanar taki mjög vel við Sýrlendingum. Í mörgum tilfellum býr fólk inni á fjölskyldum og sumir hafa fengið inni í skólum og öðrum opinberum byggingum. Svo er fólk í tjöldum og einhverjum kofaskriflum, en margir hafa ekki annað en ein- hvern plastdúk yfir höfuðið til að skýla sér.“ Erindi Þóris til Líbanons er að skoða og fylgjast með starfsemi færanlegra læknastöðva, sem líbanski Rauði krossinn starf- rækir þar fyrir fé frá íslenska Rauða krossinum. Þórir kom í gærmorgun til þorps í norðanverðu landinu, skammt frá sýrlensku landa- mærunum, og hitti þar meðal annars sextuga konu, Soad að nafni. Hún komst við illan leik til Líbanons frá Sýrlandi, þar sem ráðist var á þorp hennar um miðja nótt. Soad hefur eignast ellefu börn um ævina. Tvö þeirra eru í Tyrk- landi, eitt í Sádi-Arabíu, en sjö eru hjá henni í Líbanon ásamt nokkrum barnabörnum. Hún er meðal þeirra sem hafa fengið inni í skóla. Þar hírist hún og fjöl- skylda hennar í tveimur litlum skólastofum, sem þau deila með tveimur öðrum fjölskyldum. Soad ber sig býsna vel miðað við aðstæður, en Þórir segist hafa spurt hana hvað hún hefði að gera á daginn. „Hún glotti og sagði: Það er ekkert að gera. Þau elda mat og það er borðað. Þau þvo þvott og svo er bara ekkert annað að gera. Hreyfingin felst í því að þau labba um þorpið.“ gudsteinn@frettabladid.is Koma með læknana til flóttafólksins Þórir Guðmundsson er staddur í Líbanon að skoða starfsemi færanlegra lækna- stöðva, sem íslenski Rauði krossinn hefur fjármagnað síðan í ágúst. Þórir hitti þar sextuga konu sem hírist ásamt sjö börnum sínum og tveimur öðrum fjöl- skyldum í tveimur litlum skólastofum. SOAD OG BARNABÖRNIN Soad komst við illan leik til Líbanons frá Sýrlandi eftir að ráðist var á þorpið hennar um miðja nótt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM © GRAPHIC NEWSHeimild: UNHCR Egyptaland 127.000 Norður- Afríka 14.000 Írak 193.000 Tyrkland 495.000 Líbanon 763.000 Jórdanía 525.000 Sýrland Allt að 6,8 milljónir manna líklega á vergangi innan landamæranna Sádi- Arabía S ý r l a n d Ísrael Kýpur 300km Flótta- mannabúðir Damaskus Alls hafa meira en sex milljónir manna hrakist að heiman, eða nærri þriðjungur sýrlensku þjóðarinnar. Flóttafólk frá Sýrlandi➜ Samfélagið er að springa og þetta skapar mikla spennu og streitu STÓRIÐJA Stóriðjufyrirtæki í landinu þurfa samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórn- arinnar að greiða um 1,7 milljarða króna í skatt vegna raforkukaupa á næsta ári. Raforkuskatturinn var upphaflega lagður á með lögum árið 2009 og átti þá að vera til þriggja ára. Hann var síðan fram- lengdur árið 2012 og samkvæmt nýja fjárlagafrum- varpinu ætlar ríkisstjórnin að láta þá framlengingu standa til ársins 2015. „Í yfirlýsingum fyrir kosningar gáfu nú verandi stjórnarflokkar skýrt til kynna að þeir myndu afnema þessa skattheimtu. Við treystum því að það verði gert,“ segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samál, samtaka álframleiðenda, sem hafa gagnrýnt raforku- skattinn frá árinu 2012. Jón Gunnarsson, alþingismaður og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, líkir raforku skattinum við veiðigjöld í sjávarútvegi. „Í sjávarútveginum er almennur skilningur sá að það sé eðlilegt að greinin greiði aukalega inn í ríkis búskapinn þegar rekstrarskilyrði eru góð. Rekstrar umhverfi stóriðjufyrirtækjanna hefur að mörgu leyti lagast við þá gengisfellingu sem varð hér eftir hrun, þó staðan á álmörkuðum sé erfiðari en hún var. Við þessar erfiðu aðstæður þurfum við að beita ýtrustu ráðum til að loka fjárlagagatinu og raforkuskatturinn er ein af þeim leiðum.“ - hg Álframleiðendur treysta því að stjórnvöld afnemi skatt vegna raforkukaupa: Greiða tvo milljarða í raforkuskatt PÉTUR BLÖNDAL Framkvæmdastjóri Samáls
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.