Fréttablaðið - 03.10.2013, Side 10

Fréttablaðið - 03.10.2013, Side 10
3. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | HVERNIG KEMUR FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ VIÐ FJÖLSKYLDUNA? Forsendur: Hjón með tvö börn undir sjö ára aldri, annað notar bleiu. Þau hafa hvort um sig 450.000 krónur í tekjur á mánuði, skulda 20 milljónir í húsnæði sínu og greiða 840.000 krónur á ári í vexti. Þau eiga einn bíl af millistærð. Tóbak hæ kkar Áfengi hækkar Ekki hefur enn verið gefið út hver hækkunin verður á tóbaki og áfengi. Vaxtabætur og barna- bætur munu ekki hækka í krónum talið, og munu ekki halda í við verðlag. Á næsta ári er spáð þriggja prósenta verðbólgu. %Vaxtabætur –5760 kr. á ári. Hærri bifreiðagjöld –920 kr. á ári. Barnabætur –1000 kr. á ári. Lægri bleiuskattur +14.300 kr. á ári. Kr. Kr. Kr. Minni tekjuskattur +43.792 k á ári. Stéttarfélög á vinnumarkaði eru ekki sátt við fjárlagafrumvarpið. „Mér sýnist að það komi ekki til með að létta okkur kjarasamninga- gerðina,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Hann segir yfirbragð frum- varpsins ekki gott. Það gangi í raun út á að auka álögur á þá tekjuminni en draga úr álögum á þá sem meira hafa. Gylfi segir að það hafi legið fyrir undanfarna mánuði, og meðal annars komið fram í gögnum Hag- stofunnar, að vaxandi hópur fólks hafi ekki ráð á að leita sér lækn- inga. Í stað þess að auka framlög til heilbrigðisþjónustu sé bætt í, sjúklingar eigi nú að fara að greiða 1.200 krónur á sólarhring þurfi þeir að leggjast inn á sjúkrahús. Fjöldi fólks sé dottinn út af atvinnu- leysiskrá en hafi ekki fundið sér vinnu. Þetta fólk þurfi aðstoð í formi námskeiða og við atvinnu- leit. ASÍ hafi á undanförnum árum sótt aukið fé til vinnumarkaðs- úrræða, nú hafi ríkisstjórnin skorið þau niður við trog. Þar með hverfi margra ára vinna með einu pennastriki. Á sama tíma og dregið sé saman í velferðinni og heilbrigðis- kerfinu þá sé hætt við eða felldir niður skattar af fyrirtækjum og einstaklingum upp á 20 til 25 milljarða. „Þetta er kolröng for- gangsröðun,“ segir Gylfi. Hann segir að stjórnvöld hafi haft lítið samráð við samtök á atvinnumarkaði við gerð fjárlag- anna. Þórður Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, segir að þar á bæ lítist mönnum ekki á blikuna. „Svigrúm til launahækkana virð- ist ekki mikið. Það er niðurskurður í skólakerfinu í stað þess að reynt sé að halda í horfinu. Við höfum veru- legar áhyggjur af þessari stöðu,“ segir Þórður. Í forsendum fjárlagafrum- varpsins er gert ráð fyrir 5,5 prósenta launahækkunum á næsta ári og að verðbólgan verði þrjú prósent. Gangi það eftir ætti kaup- máttaraukning að verða 2,6 prósent. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að margir efist um að þess- ar forsendur standist. „Við höfum áhyggjur af því að það sé verið að mismuna fólki. Það er verið að hygla þeim sem mest hafa,“ segir Ólafía. Hún segir að lækkun á milli- þrepi tekjuskattsins um 0,8 prósent skili þeim sem er með 249 þúsund krónur á mánuði 1.552 krónum meira í útborguðum launum. Þeir sem hafa 450 þúsund í mánaðar- laun fái 3.166 krónur en þeir sem eru með 750 þúsund fái 5.422 krón- ur meira í vasann. Þessar tölur sýni hvaða tekju hópar hagnist á skatta- lækkuninni. johanna@frettabladid.is Auðveldar ekki gerð nýs kjarasamnings Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar telja að forgangsröðunin í fjárlagafrumvarpinu sé kolröng. Fólk eigi að greiða meira fyrir læknis- þjónustu og ekki eigi að setja neina peninga í vinnumarkaðsúrræði fyrir þá sem eru farnir af atvinnuleysisskrá. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að skorið verði niður um 1,5 milljarða í framhaldsskólakerfinu. Í ályktun frá KÍ er minnt á að þegar rekstrarfé hvers skóla er reiknað út gefi ráðuneytið sér ákveðnar for- sendur, meðal annars um laun framhaldsskólakennara, en áttatíu prósent af rekstrarkostnaði skólanna felist í launakostnaði. Viðmið ráðuneytisins hafi árum saman verið allt of lágt og var munurinn á því og meðallaunum framhaldsskólanna orðinn 24 prósent eða 85 þúsund krónur á mánuði á hvern einasta kennara árið 2012. Skekkjan sé ekki leiðrétt í frumvarpinu. Þess í stað sé stjórnendum skólanna falið að brúa bilið og ábyrgð á rekstri skólanna færð frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum til embættismanna. ➜ Aðför að framhaldsskólunum ÞÓRÐUR HJALTESTED GYFLI ARNBJÖRNSSON ÓLAFÍA B. RAFNSDÓTTIR Í nýju fjárlagafrumvarpi er fallið frá áformum fyrri ríkisstjórnar um 500 milljóna króna inn- spýtingu til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Gert er ráð fyrir 216 milljóna króna grunn- framlagi til sjóðsins. Framlagið sem um ræðir var eitt af verkefnum í svonefndri fjárfestingaáætlun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir árin 2013-2015. Í frumvarpinu segir að forsendur fyrir fjármögnun áætl- unarinnar séu brostnar, en eins og kunnugt er var fjármögnun hennar byggð á tekjum sem ætlunin var að ná með sérstöku veiðigjaldi, arði og eignasölu. Á vegum ríkisstjórnarinnar er unnið að því að útfæra með hvaða hætti lögð verði á gjöld í ferða- þjónustu til að standa straum af kostnaði við uppbyggingu og við- hald ferðamannastaða. Við kynningu Boston Consulting Group á skýrslu um ferða- þjónustuna fyrir skemmstu sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að aðferðafræðin við þá gjaldtöku lægi væntanlega fyrir snemma á næsta ári. - shá Framkvæmdasjóður fær ekki innspýtingu: 500 milljóna framlag strikað út í fjárlögum FERÐAMENN VIÐ GULLFOSS Unnið er að því að finna leiðir til að rukka gjöld við ferðamannastaði. 10 FJÁRLAGAFRUMVARP 2014 SÉRÞRÓAÐ FYRIR ÍSLENSKT VATN GLANSANDI GÓÐUR ÁRANGUR, LÁGMARKSÁHRIF Á UMHVERFIÐ Glitra er sérþróað með tilliti til eiginleika íslenska vatnsins, sem þýðir að minna magn þarf af uppþvottaefni. Hagkvæmara fyrir heimilið og umhverfið. UPPÞVOTTAV ÉLATÖFLURNÝJUNG!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.