Fréttablaðið - 03.10.2013, Page 12

Fréttablaðið - 03.10.2013, Page 12
3. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | Kostnaður við framleiðslustyrki í landbúnaði og vegna rekstrar- og þjónustusamnings við Bænda- samtök Íslands nemur rúmum 12,4 milljörðum króna samkvæmt fjárlögum næsta árs. Upphæðin er bróður partur skuld bindandi samninga atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytisins, eða 96,7 prósent af heildarkostnaði upp á rúma 12,8 milljarða króna. Í skýringum við frumvarpið kemur fram að þótt útgjöld vegna styrkja til búvöruframleiðslu, það er mjólkur-, sauðfjár- og græn- metisframleiðslu, aukist um 376 milljónir króna á milli ára, þá hækki heildar fjárveiting til mála flokksins bara um 30 milljónir frá gildandi fjár lögum þegar frá séu taldar almennar verðlagsbreytingar. Þær nemi 346 milljónum króna. Breytt framlög eru sögð grund- vallast á breytingum sem gerðar voru á búvörusamningum árið 2009. Þá var ákveðið að framlög vegna búvörusamninga yrðu eingöngu hækkuð til samræmis við áætl- aðar verðlagshækkanir milli ára. „Verði verðlagsbreytingar aðrar en gert er ráð fyrir í frumvarpinu skal mismunurinn leið réttur í fjárlögum næsta árs.“ Vegna þessa hækki nú greiðslur vegna mjólkurframleiðslu um 189 milljónir króna, greiðslur vegna sauðfjárframleiðslu um 140 milljónir og greiðslur vegna græn- metisframleiðslu um 17 milljónir króna. Milljónirnar þrjátíu sem fram- lögin hækka til viðbótar við útreiknaðar verðlagsbreytingar eru hækkun á greiðslum vegna grænmetisframleiðslu. „Skýrist það af auknum stuðningi við niður- greiðslur á lýsingu í ylrækt,“ segir í fjárlagafrumvarpinu. 491,1 milljóna króna fjárveiting til Bændasamtaka Íslands er sögð jafngilda 7,3 milljóna króna raun- lækkun frá yfirstandandi fjár- lögum. Lækkunin er sögð skýrast af lækkuðu framlagi til ráðgjafa- þjónustu og búfjárræktar og lækkunar vegna almennrar niður- skurðarkröfu í útgjöldum ríkisins. Undir þjónustusamning ríkis- ins við Bændasamtökin fellur líka Framleiðnisjóður landbúnaðarins, en hlutfallslega hækka framlög til hans langmest af öllum útgjalda- liðum atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytisins, eða um tuttugu prósent frá Fjárlögum 2013. Útgjöld vegna sjóðsins fara úr sjö- tíu milljónum króna í 84 milljónir króna. „Annars vegar er lögð til fimmtán milljóna króna hækkun í samræmi við búnaðarlagasamning frá 28. september 2012. Hins vegar er gert ráð fyrir 1,0 milljóna króna lækkun vegna hagræðingar í ríkis- útgjöldum.“ olikr@frettabladid.is Styrkir hækka um 376 milljónir Skuldbindandi samningar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hljóða upp á 12,8 milljarða króna samkvæmt nýbirtu fjárlagafrum- varpi. Þar vega framleiðslustyrkir landbúnaðarins þyngst – 11,8 milljarðar. Þar af nema beinar greiðslur til bænda 8,2 milljörðum króna. Samningur ríkisins við Bændasamtök Íslands Útgjaldaliður Milljónir króna Breyting milli ára Bændasamtök Íslands 491,1 1,3% Framleiðnisjóður landbúnaðarins 84,0 20% Lífræn ræktun 3,5 - Alls 578,6 Valdir kostnaðarliðir aðrir vegna landbúnaðar Útgjaldaliður Milljónir króna Breyting milli ára Mjólkurframleiðslustyrkir 6.465,0 3,0% Sauðfjárframleiðslustyrkir 4.791,0 3,0% Bændasamtök Íslands 578,6 0,9% Grænmetisframleiðslustyrkir 574,0 8,9% Búnaðarsjóður 440,0 -6,4% Flutningssjóður olíuvara 407,0 7,1% Vaxtarsamningar 240,0 -2,0% Markaðssetning í N-Ameríku 68,2 -3,4% Kostnaður við landbúnað BÆNDAHÖLLIN Kostnaður ríkisins í ár vegna samnings við Bændasamtökin og vegna styrktar- og samstarfssamninga hljóðar upp á 12,8 milljarða samkvæmt Fjárlögum 2014. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í umfjöllun um fjárheimildir forsætisráðuneytis í Fjárlagafrumvarpinu 2014 kemur fram að framlengja eigi um eitt ár tímabundið framlag vegna land- búnaðartölfræði. Framlagið var veitt til eins árs á fjárlögum 2013. „Verkefnið hefur notið IPA-styrks frá Evrópusambandinu og áætlað er að lokagreiðsla komi til útborgunar í ár,“ segir í skýringum fjárlagafrumvarpsins. Síðan er gert ráð fyrir að framlagið lækki um fimm milljónir króna og verði gert að varanlegu 35 milljóna króna framlagi í fjárlögum 2015 til starfrækslu verkefnisins í samræmi við fyrri áætlanir. Tölfræðiframlag framlengt um ár SLÁTTUR Beinar greiðslur til bænda nema aðeins hluta af styrkjum vegna búvöru- framleiðslu, eða 69,4 prósentum. Mjólkurframleiðendur frá beinar greiðslur upp á tæpa 5,5 milljarða, sauðfjárframleiðendur tæpa 2,5 milljarða og grænmetisbændur 269 milljónir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 12 FJÁRLAGAFRUMVARP 2014 ISUZU D-MAX ER EINN HAGKVÆMASTI OG STERKASTI PALLBÍLL SEM UM GETUR EYÐSLA AÐEINS 7,4 l/1OO km* • • • • • • • • • E N N E M M / S ÍA / N M 5 9 3 5 7 – * M ið a st v ið b e in sk ip ta n b íl í b lö n d u ð u m a k st ri . BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 421 8808 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.