Fréttablaðið - 03.10.2013, Page 22
3. október 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Sara McMahon sara@frettabladid.is
VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
FRÁ DEGI
TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871 Staða ríkissjóðs minnir mig á sjúkling
með alvarlega blæðingu. Verði blæðingin
ekki stöðvuð er sjúklingurinn í bráðri
hættu. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið
2014 gefur hins vegar fyrirheit um að
skorist verði í leikinn og að sjúklingur-
inn nái fullri heilsu.
Í ár munu 30 milljarðar, sem við eigum
ekki til, renna úr ríkiskassanum. Eytt
hefur verið um efni fram, eins og undan-
farin fjögur ár. Peningana verður að
taka að láni og ríkissjóður þarf að sjálf-
sögðu að greiða vexti og afborganir af
þessu lánsfé. Vextirnir eru blóðpeningar,
svo ég noti áfram sömu myndlíkingu,
sem annars gætu farið í mikilvæg verk-
efni. Ríkissjóður greiðir nú um 70
milljarða í vexti af lánum sínum árlega.
Það er eins og nýr Landspítali.
Ríkisbókhaldið er í raun og veru
ekkert öðruvísi en venjulegt heimilis-
bókhald. Hugsum okkur fjölskyldu sem
eyðir um efni fram. Á hverju ári þarf
hún að taka bankalán til þess að endar
nái saman. Þessi snjóbolti er fljótur að
stækka og stöðugt fer meira af heimilis-
tekjunum í vexti og afborganir. En nú
hefur fjölskyldan ákveðið að stokka upp
spilin til að losna út úr þessum vítahring.
Það er alls ekki sársaukalaust. Hug-
myndir um að stækka sumarbústaðinn
verður að leggja til hliðar, hinni árlegu
utanlandsferð er slegið á frest og ýmis-
legt fleira er gert til að endar nái saman.
En með því að ná jöfnuði í heimilis-
bókhaldinu fær fjölskyldan smátt og
smátt meira fé til ráðstöfunar og getur
veitt sér ýmsa hluti án þess að taka fyrir
því lán.
Ný fjárlög fyrir árið 2014 hafa nú verið
kynnt. Markmiðið er skýrt, að ná halla-
lausum ríkisrekstri. Þetta er algjörlega
nauðsynlegt að mínu mati. Hagvöxtur á
Íslandi er of lítill og fjárfesting sömu-
leiðis. Hvort tveggja leggur grunn að
betri lífskjörum til framtíðar. Núverandi
ríkisstjórn er með það efst á blaði að
snúa við þessari þróun.
Við sem tilheyrum stjórnarliðinu
höfum fjögur ár til stefnu til að virkja
Ísland til framfara á nýjan leik. Þjóðin á
það skilið að við skilum okkar verki vel.
Blæðingin stöðvuð
F
réttablaðið sagði þá frétt fyrr í vikunni að stjórnendur og
foreldrar nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík teldu
niðurskurð á kostnaði í skólanum kominn að endamörkum
og ekki hægt að ganga lengra án þess að það kæmi niður á
gæðum þjónustunnar.
Þennan söng kannast menn svo sem við úr flestum stofnunum
ríkisins undanfarin niðurskurðarár. Sparnaðurinn er alls staðar
sagður kominn inn að beini og stjórnendur, skjólstæðingar og
velunnarar stofnananna telja að ekki verði meira að gert. Sjálfsagt
er það í ýmsum tilvikum rétt.
En skoðum þetta tilfelli aðeins
betur. Ef rýnt er í tölur fjár-
laganna kemur í ljós að árið 2009
var Menntaskólinn í Reykjavík
sá framhaldsskóli á landinu sem
var hagkvæmastur í rekstri;
þar greiddu skattgreiðendur 576
þúsund krónur fyrir menntun
hvers nemanda. Það var innan við
helmingur þess sem kostaði að mennta hvern nemanda í skóla á borð
við Framhaldsskólann á Laugum í Þingeyjarsýslu og langt undir
meðaltalinu í framhaldsskólum landsins, sem var þá um 827 þúsund
krónur á nemanda.
Næstu þrjú árin var MR síðan sá framhaldsskóli þar sem framlög
á hvern nemanda voru skorin mest niður! Árið 2012 voru þau komin
í 551 þúsund krónur, en landsmeðaltalið hafði hins vegar hækkað í
882 þúsund á nemanda, enda fengu margir skólar hækkun á fram-
lögum á þessu tímabili.
Þetta er athyglisverð niðurstaða, ekki sízt í ljósi þess að MR
hefur um árabil verið í hópi þeirra framhaldsskóla sem ná beztum
árangri, til dæmis þegar horft er til gengis nemenda skólans í
háskólum, í alþjóðlegri keppni á sviði raungreina og á ýmsum öðrum
vettvangi. Skólinn leggur áherzlu á framúrskarandi kennslu í raun-
greinum, sem er einmitt það sem atvinnulífið hefur kallað eftir.
Yfirvöld menntamála beittu hins vegar ekki einu sinni flötum
niðurskurði, heldur skáru mest niður hjá skólanum þar sem skatt-
greiðendur fá einna mest fyrir peningana. Ekki virðist hafa verið
gerð sú krafa til annarra að þeir reyndu að ná sama árangri með
jafnlitlum peningum. Enginn reyndi heldur að komast að því hvað
stjórnendur MR væru að gera rétt og aðrir gætu þá lært af þeim.
Þetta er dálítið öfgakennt dæmi, en það sama á því miður við víða
annars staðar í ríkisrekstrinum. Stjórnendur vel rekinna stofnana,
sem fara vel með fé skattgreiðenda og halda sig innan fjárlaga, eru
beðnir að skera meira niður – kannski af því að ráðuneytin hafa trú
á að þeir geti það. Lélegir stjórnendur, sem árum saman fara fram
úr heimildum og fara illa með fé, eru verðlaunaðir með aukafram-
lögum og fá að halda vinnunni sinni. Bæði í mennta- og heilbrigðis-
málum virðast stjórnvöld hafa verið ákaflega lítið með hugann við
mælingar á afköstum stofnananna, gæðum þjónustu og því sem
skattgreiðendur fá fyrir peningana sína, en þeim mun uppteknari af
til dæmis byggðapólitískum sjónarmiðum, sem leiða af sér að litlum,
óhagkvæmum stofnunum er dreift um landið.
Ef ríkisstjórninni er alvara með að ætla að auka agann í ríkis-
fjármálunum þarf þetta að breytast. Fjárveitingar til stofnana eiga
að vera tengdar afköstum og gæðum og það á að yfirfæra stjórnar-
hætti þeirra sem reka ríkisstofnanir með hagkvæmustum hætti yfir
á aðrar stofnanir, í stað þess að refsa sífellt þeim sem standa sig vel.
Af hverju er stofnunum refsað fyrir góðan rekstur?
Sá hagkvæmasti
skorinn mest niður
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
FJÁRMÁL
Elín Hirst
alþingismaður
➜ Vextirnir eru blóðpeningar, svo
ég noti áfram sömu myndlíkingu,
sem annars gætu farið í mikilvæg
verkefni. Ríkissjóður greiðir nú um
70 milljarða í vexti af lánum sínum
árlega. Það er eins og nýr Land-
spítali.
26 tonn á mann!
Það skemmtilegasta í fyrstu stefnu-
ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugs-
sonar forsætisráðherra í gærkvöldi
var kaflinn um kol. Efnislega snerist
hann um að Íslendingar notuðu ekki
kol til raforkuframleiðslu, en að ef
þeir mundu gera það þá væri það
alveg hryllilegt. Ráðherrann málaði
ekki fagra mynd af ástandinu sem
þá mundi skapast. „Við þyrftum að
brenna 26 tonn af kolum á
hvern einasta Íslending á
ári. 26 tonn á mann!“ sagði
Sigmundur. Hann hélt áfram:
„63 þingmenn þyrftu meira
en 1.600 tonn fyrir sína
hlutdeild í raforku-
framleiðslunni. Allur
þessi salur dygði
ekki til að hýsa allt
það kolamagn sem þyrfti að brenna
bara fyrir þessa 63.“ Og hann var
ekki enn búinn: „Það tekur bara til
raforkuframleiðslunnar en ekki til
húshitunar og annarrar orkufram-
leiðslu.“ Lauk þar með vangaveltum
forsætisráðherra um kolanotkunina
sem engin er.
Nýja netlöggan
Sigmundur talaði líka um að til
skoðunar væru „leiðir til að
verja börn fyrir einelti og öðru
ofbeldi“ á netinu. Einu sinni
talaði Steingrímur J. Sigfússon
fyrir sams konar aðgerðum og
hlaut bágt fyrir. Gott
ef hann var
ekki kallaður
fasisti.
Hinir öfgafullu og ónefndu
Og undir lok ræðu sinnar sagði
Sigmundur þetta: „En þeir eru til
sem hafa ekki trú á Íslandi, þeir sem
ala á sundrung og þeir sem aðhyllast
öfgakennda hugmyndafræði og líta
á hvern þann vanda sem upp kemur
í samfélaginu fyrst og fremst sem
tækifæri til að innleiða þær öfgar.“
Hann skýrði ekki um hvað hann væri
að tala, en hélt áfram: „Íslandssagan í
meira en 1100 ár sýnir að þegar við
Íslendingar höfum trú á landinu
okkar og okkur sjálfum og þegar
okkur auðnast að standa saman
en látum ekki sundrung og niður-
rifsöfl draga úr okkur þrótt, þá
farnast okkur vel.“ Fróðlegt
væri að fá mat sagnfræðinga
á þessari fullyrðingu.
stigur@frettabladid.is