Fréttablaðið - 03.10.2013, Page 23

Fréttablaðið - 03.10.2013, Page 23
FIMMTUDAGUR 3. október 2013 | SKOÐUN | 23 E it t ef t i r m i n n i leg- asta atvikið á þeim ára- tug sem ég hef starfað við þróunar- og neyðar- aðstoð átti sér stað einn venjulegan dag á götum Kabúl. Nokkrum dögum fyrr hafði ég í fyrsta sinn fest kaup á glæsilegum eldrauðum Chanel-vara- lit. Þennan morgun var ég búin að bera á mig dýr- gripinn og sat ánægð með mig í bílnum á leið á fund. Þetta var blautur og kaldur dagur og ég var þakklát fyrir miðstöð- ina í bílnum. Leið eins og hræsnara Fyrr en varði var ég föst í daglegri umferðarteppu og þegar mér varð litið út um gluggann sá ég gamlan mann með þroskahamlaðan son sinn í göturæsinu, leitandi að ein- hverju verðmæti í ruslinu. Fátækt og eymd þeirra var eins örg og hún gerist, skítugar fatatutlurnar gerðu ekki mikið til að fela þeirra horuðu líkama. Feðgarnir komu auga á mig og ákváðu að færa sig nær glugganum. Í tuttugu mínútur stóðu þeir friðsamlega við gluggann og virtu mig fyrir sér, í hellirigningu og kulda án þess að segja orð. Þarna sat ég, þurr og hlý með minn glansandi varalit og með hverri mínútu sem leið óx mín skömm. Mig langaði til að segja þeim að ég væri í landinu til að hjálpa, til þess að milda eymd landa þeirra, en í ljósi glansandi vara minna og þæginda leið mér líkt og hræsnara. Stundin risti djúpt í sál mína því veruleiki okkar stóðst engan samanburð. Markmiðið Hið stórkostlega ár 2007 var Ísland ríkasta og farsælasta þjóð í heimi, framlag okkar til aðstoðar náungans í heiminum var 0,25% af vergri þjóðarframleiðslu, ólíkt því eina prósenti sem sambæri- legar þjóðir leggja af mörkum. Hér skall á hrun eins og allir vita og það mun líklegast taka okkur tíma að ná prósentunni, sem enn stendur sem okkar mark- mið. Hins vegar heyrast stundum raddir um að við höfum engan veginn efni á því að veita öðrum aðstoð vegna bágrar fjárhags- stöðu okkar. Slík orð minna mig á þennan morgun í Kabúl, því þrátt fyrir erfiðleika stenst okkar raunveruleiki engan samanburð við þá eymd sem hrjáir allt of marga samferðamenn í heiminum. Velferð og sedda bragðast svo miklu betur þegar við öll njótum sömu forréttinda. Undanfarnar vikur hafa málefni Landspítala verið mikið til umræðu í fjöl- miðlum. Þar hefur borið hæst vandi lyflækninga- sviðs og myndgreiningar- deildar spítalans. Rót vandans er m.a. sú að deildarlæknar hafa síður fengist til starfa en áður og er álag á sérfræðinga því orðið óhóflegt. Þetta aukna álag bitnar á kennslu læknanema sem stunda klínískt nám við deildir spítalans. Þótt þjónusta við sjúklinga gangi fyrir má ekki gleyma því að kennsla og vísinda- rannsóknir eru órjúfanlegur hluti af starfsemi háskólasjúkrahúsa. Nú í vetur eru hátt í 150 lækna- nemar á 4.–6. ári við störf á spítalanum í klínísku námi. Kast- ljós fjallaði nýlega um könnun á vegum Sviðsráðs heilbrigðis- vísindasviðs Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Í henni voru til athugunar viðhorf nemenda á síðustu tveimur námsárum sínum í læknisfræði, hjúkrunar fræði, sjúkraþjálfun og lífeinda- og geislafræði bæði til Landspítala og heilbrigðismála á Íslandi. Sláandi niðurstöður Niðurstöðurnar voru sláandi. Einungis 8% læknanema sem munu útskrifast sem læknar á næstu tveimur árum geta hugsað sér að starfa á Landspítalanum að loknu námi við óbreyttar aðstæður. Einnig höfðu aðeins 6% læknanema jákvætt viðhorf til heilbrigðis mála á Íslandi. Svarhlutfallið var mjög hátt, rúmlega 80%. Í nýlegri starfsumhverfis- könnun á vegum Land- spítala kom einnig fram að 74% nýútskrifaðra lækna sem starfa við spítalann hafa minni tryggð við spítalann en áður. Einnig kvörtuðu 53% þeirra fyrir andlegri vanlíðan, þung- lyndi eða kvíða. Ástæðan fyrir þessu neikvæða viðhorfi nemenda gagn- vart spítalanum er fjölþætt. Nefna má nokkra þætti sem auðvelt væri að bæta strax til að fleiri nemar en einn af hverjum 12 sjái Land- spítalann sem framtíðarstarfs- vettvang. Þó að Landspítalinn sé helsti vettvangur í klínísku námi við Háskóla Íslands hafa lækna nemar ekki skynjað að þeir séu hluti af þessum stærsta vinnustað lands- ins. Nemendur hafa um nokkurra ára skeið þurft að greiða tvöfalt verð á við starfsfólk á launaskrá fyrir heitan mat í mötuneyti Land- spítalans. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Félags læknanema og Stúdentaráðs til samninga hefur ekkert verið aðhafst í þessu máli af hálfu spítalans. Óviðunandi ástand Þar er þó ekki öll sagan sögð. Tugir nemenda af báðum kynjum þurfa daglega að skipta um föt í litlum sameiginlegum rýmum sem aðal- lega eru ætluð deildarlæknum og kandídötum. Mikill skortur er á skápum til að geyma föt og önnur verðmæti. Að auki hafa nemendur síðastliðin ár ítrekað þurft að standa straum af kostnaði við bólu- setningar og tilteknar mælingar sem starfsmenn sjúkrahússins fá sér að kostnaðarlausu til að tryggja að þeir beri ekki með sér fjölónæm- ar bakteríur eða sjúkdóma sem gætu skaðað veika sjúklinga. Skort hefur farveg fyrir skipulagningu og framkvæmd bólusetninga og hafa nemendur því staðið frammi fyrir óvissu um framkvæmd þeirra ár eftir ár. Þetta er staðreynd þó að meirihluti læknanema á 5. og 6. ári sinni afleysingastörfum á spítalan- um samhliða námi. Þetta verður að teljast alvarlegt mál þar sem um er að ræða mikilvægar forvarnir fyrir nemana sjálfa og ekki síður fyrir sjúklinga spítalans. Ástandið sem nú ríkir á Land- spítala er óviðunandi. Það er brýnt að finna lausn á þessum vanda. Hvers vegna ætti verðandi heil- brigðisstarfsfólk að telja eftir- sóknarvert að starfa á vinnustað sem endurtekið setur heilsu starfs- manna aftast á forgangslistann? Skilaboð okkar læknanema eru skýr. Án bráðra aðgerða er ljóst að núverandi mönnunarvandi spítal- ans mun versna enn frekar og við því má Landspítali ekki. Nemar vilja ekki starfa á Landspítala að loknu námi Chanel-varalitur í neyðaraðstoð HEILBRIGÐIS- MÁL Fjóla Dögg Sigurðardóttir formaður Félags læknanema ÞRÓUNARSAM- VINNA Lydía Geirsdóttir þróunar- sérfræðingur ➜ Mig langaði til að segja þeim að ég væri í landinu til að hjálpa, til þess að milda eymd landa þeirra, en í ljósi glansandi vara minna og þæginda leið mér líkt og hræsnara. ➜ Skilaboð okkar lækna- nema eru skýr. Án bráðra að- gerða er ljóst að núverandi mönnunarvandi spítalans mun versna enn frekar...

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.