Fréttablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 28
3. október 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28 Hér á eftir fara athuga- semdir við málflutning Bolla Héðinssonar hag- fræðings, sem birtist í F rét tablaðinu 12 . september. 1. Vörur. Reykjavíkur-flugvöllur er mið- punktur hraðsendinga út á land og því líflína fyrir- tækja sem þar starfa. Þá fara blóðsendingar með hraði í innanlandsflugi. Svona mætti áfram telja. 2. Farþegar. Af þeim tæplega 325.000 farþegum FÍ síðasta árs voru 58% á eigin vegum, 20% á vegum einkafyrirtækja og 11% á vegum opinberra aðila. Þá flugu um 36.000 börn innanlands. KPMG gerði úttekt á flutningi flugsins til Keflavíkur. Þar kom fram að gríðarlegur samdráttur yrði í farþegafjölda og ákveðnir áfangastaðir legðust af. Bolli hlýtur að hafa lesið þá skýrslu. 3. Sagan. Sagan er mörgum mikilvæg og óþarfi að gera lítið úr henni. Íslendingar eru flestir stoltir af flug rekstrinum sem er afrek í jafn litlu og fámennu landi. Vallarsvæðið allt er sögufrægt. Sú mynd tapast verði byggt í mýrinni. 4. Varaf lugvöllur. Komið hefur fram að Icelandair notar Reykjavíkurvöll sem vara- flugvöll í 70-80% tilvika; að veður far er ólíkt í Reykjavík og Keflavík og að í Vatnsmýri er eini fjölbrautavöllurinn á land- inu fyrir utan Keflavíkurvöll. Vera kann að Bolli sé ósammála þessu en staðreyndirnar standa fyrir sínu. 5. Þjónusta. Í frumvarpi á Alþingi 2011 kom fram að tæplega 1.000 flugtengd störf væru í Vatnsmýri. Þau munu að stórum hluta hverfa með samdrætti sem KPMG nefnir í skýrslu sinni. 6. Kennsla. Þungamiðja flug-kennslu í Reykjavík rétt eins og þungamiðja háskóla- náms. Nemendur frá öðrum völlum koma oft fljúgandi til Reykjavíkur í nætur- og blindflugskennslu. Nem- arnir treysta á Reykja- víkurvöll vegna reglna um upplýsta flugvelli og gætu ekki lokið flugprófi ef hann yrði lagður niður. 7. Hag ræn áhr i f . Flugið er hjartað í viðskiptum, samgöngum og verðmætasköpun fyrir tækja um land allt. Hví sér hagfræðingur- inn það ekki? Eitt af því mikilvægasta í hagvexti þjóða eru traustir inn- viðir og fjárfesting í þeim. Flug- ið er okkar burðarás. 8. Ferðamenn. Oft eru flug-vélar innanlands eingöngu skipaðar ferðamönnum. Sívax- andi straumur út á land yfir vetrar mánuðina fer með flugi. Færi flugið til Keflavíkur missa ferðamenn þann kost að hoppa til Ísafjarðar, Akureyrar, Egils- staða, o.fl. staða nánast án fyrir- vara. Er það til bóta fyrir ferða- þjónustu í landinu? 9. Landhelgisgæslan. Flug-tími lengist um 7-10 mín- útur fyrir hvert útkall til allra átta nema vesturs. Á skýlinu sem Gæslunni er ætlað í Kefla- vík eru gríðarstórar dyr sem ekki má opna í miklum vindi. Veit Bolli af því? Þyrluflugstjórar hafa ítrekað skýrt út að þyrlur fljúga lægra, hægar, þola minni ísingu, eru ekki með jafnþrýstibúnað og komast ekki yfir hálendið í blindflugi. Þarf að endurtaka það? 10. Höfuðborg. Stórborgir eru oftar en ekki með flugvöll nálægt miðju. Má þar nefna London City-flugvöllinn. Hins vegar eru oft risavaxnir millilandavellir í meiri fjarlægð sem skýrist af því að þetta eru gamlar borgir sem byggðust upp þegar lestir voru aðalsamgöngu- tækið og flugið ekki til. Allar hafa þær stórar lestarstöðvar í miðborgum sínum og má segja að Vatnsmýrarvöllur sé okkar lestarstöð. 11. Umhverfi. Flugið dregur úr akstri bíla. Fullsetinn Fokker leysir 30 bíla af þjóð- vegunum. Vatnsmýrin er auk þess grænt svæði. Hálfgert andrými í þéttbýlinu. Sérfræð- ingar í mýrlendi hafa bent á að rennsli til tjarnarinnar sé um Vatnsmýri og að tjörnin þorni upp ef byggt yrði í Vatnsmýri. Þá eru ónefndar fuglategundir og dýralíf. Að byggja yfir það allt saman mun seint teljast snjöll umhverfisvernd. 12. Sjúkraflug. Framsetning vallarsinna á málefnum sjúkraflugs á allan rétt á sér og er fjöldi lækna mikill sem stigið hefur fram og staðfest þá umfjöllun. Hér má gefa Stefáni Þórarinssyni lækni orðið: „áhætt- an vex með margfeldishætti því lengur sem dregst að koma við varanlegri hjálp. Síðustu mínútur flutningsins geta því vegið mikið meira en þær fyrstu.“ Mótmælir Bolli Stefáni í þessum efnum? Nýjasta könnun MMR sýnir að 81,3% þjóðarinnar vill völl- inn áfram í Vatnsmýrinni. Þá hafa 67.000 manns skrifað undir áskorun þess efnis á vef okkar lending.is. Bolli talar um að flugið sé fyrir „fáa áhrifamikla einstaklinga“. Í ljósi þess að 410 þúsund manns úr öllum þrepum þjóðlífsins fara um völlinn á ári, en fyrirhuguð lúxus- byggð mun hýsa 15.000 manns, má ljóst vera að Bolla yfirsást samhengið. Byggðin er fyrir fáa áhrifamikla en flugið fyrir alla. Þar liggur hundurinn grafinn. Lengri útgáfu greinarinnar má sjá á Vísi. Rökin um fl ugvöllinn í Vatns- mýri standast alla skoðun! SKIPULAG Vignir Örn Guðnason fl ugstjóri hjá Flug- félagi Íslands og stjórnarmaður í Hjartað í Vatnsmýri ➜ Þyrlufl ugstjórar hafa ítrekað skýrt út að þyrlur fl júga lægra, hægar, þola minni ísingu, eru ekki með jafnþrýstibúnað og komast ekki yfi r hálendið í blind- fl ugi. Þarf að endurtaka það? Eru sjúklingar á spítölum pólítískt vopn? „Legugjaldið“ sem ríkisstjórnin ætlar að taka af sjúklingum á spítölum er ömurleg hneisa. Upphæðin sem þarna á að ná inn nemur samtals einhverjum örlitlum hluta af arðinum sem sægreifarnir raka saman af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, ekki síst eftir að ríkisstjórnin hefur lækkað auðlinda- gjaldið á þá. Þeir myndu ekki einu sinni taka eftir því, skyldi maður ætla, en sjúklinga munar um þetta. Nema hvað það virðist nú komið rækilega í ljós að sægreifarnir taka svo sannarlega eftir hverri einustu krónu sem á að taka af þeim í sameiginlega sjóði landsmanna. Og væla eins og stungnir grísir, þótt þetta séu upphæðir sem þá munar ekkert um. En nú sé ég að margir spá því að þetta legugjald muni aldrei koma til framkvæmda. Því hafi bara verið ýtt úr vör til að draga athyglina frá öðru, eða kannski öllu heldur til að ríkisstjórnin muni síðan fá lof og prís fyrir góðvild sína með því að draga þetta fljótlega til baka. Litlu skárra er þótt þetta reynist rétt. Ríkisstjórn sem notar sjúklinga á spítölunum sem pólitískt vopn– eða „decoy“ – hún er lágkúrulegri en leyfilegt er. http://blog.pressan.is Illugi Jökulsson AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.