Fréttablaðið - 03.10.2013, Qupperneq 48
3. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36
Stöpullinn nefnist nýtt sýningar-
rými sem tekið verður í notkun í
Listasafni ASÍ á laugardaginn.
Stöpullinn er staðsettur í garð-
inum við listasafnið þar sem
höggmynd Gunnfríðar Jóns-
dóttur, Á heimleið, stóð áður.
Fyrsti listamaðurinn sem sýnir
á þessum nýja stað í safninu er
Ívar Valgarðsson en verk hans
kallast „Varanlegt efni“ (snjó-
bolti). Fyrirmyndin er snjó-
bolti, hnoðaður úr snjó sem féll í
október 2005.
Skipt verður um verk á Stöpl-
inum á þriggja mánaða fresti.
Stöpullinn
vígður
STÖPULLINN Varanlegt efni eftir Ívar
Valgarðsson er fyrsta verkið sem sýnt er
á Stöplinum.
Hljómsveitin Moscow Virtuosi
var stofnuð árið 1979 af Vladimir
Spivakov, fiðluleikara og hljóm-
sveitarstjóra. Meðlimir hennar
eru flestir sigurvegarar alþjóð-
legra tónlistarkeppna og hljóm-
sveitin ein virtasta hljómsveit
sinnar tegundar. Eins og nafnið
ber með sér eru tónlistarmenn-
irnir allir einleikarar og hafa
átt farsælan feril sem slíkir. Á
hverju ári heldur hljómsveitin
um 100 tónleika víða um lönd
í öllum helstu tónleikasölum
heims, en hún hefur aldrei áður
komið fram á Íslandi. Frá stofn-
un hefur hljómsveitinni verið
stjórnað af Vladimir Spivakov
sem sjálfur er einn fremsti fiðlu-
leikari heims.
Einleikari á píanó á tónleikun-
um í Hörpu er hinn 15 ára gamli
Daniel Kharitonov sem kallaður
hefur verið undrabarn. Hann
hóf píanónám fimm ára og sex
ára gamall fékk hann inngöngu í
Moskvu Konservatoríið og hefur
stundað þar nám síðan 2009 hjá
Valery Piassetski. Frá árinu 2006
hefur hann sópað að sér verð-
launum í píanókeppnum víða um
lönd en hann hefur tekið þátt í
átta alþjóðlegum píanókeppnum
í Rússlandi, Þýskalandi, Frakk-
landi og Tyrklandi og kom fram
á Ólympíuleikunum í St. Péturs-
borg árið 2012. Þetta mun vera í
fyrsta sinn sem hann kemur fram
á Íslandi.
Undrabarn leikur með Moscow Virtuosi í Hörpu
Hljómsveitin Moscow Virtuosi heldur tónleika í Hörpu annað kvöld. Einleikari er hinn 15 ára gamli píanóleikari Daniel Kharitonov.
UNDRABARN
Daniel Kharitonov
hefur sópað til
sín verðlaunum
í alþjóðlegum
píanókeppnum víða
um lönd undan-
farin ár.
➜ Á hverju ári heldur hljóm-
sveitin um 100 tónleika
víða um lönd í öllum helstu
tónleika sölum heims
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
FIMMTUDAGUR 03. OKTÓBER
Hátíðir
17.00 Tíu daga kvikmyndahátíð helguð
loftslagsmyndum hefst í Kamesi Borgar-
bókasafns Reykjavíkur. Hátíðin stendur
til 13. október.
18.00 Kex Hostel umbreytist í bæversk-
an bjórgarð um helgina. Boðið verður
upp á svínaskanka, súrkál, snitsel,
bratwurst og pretzel. Tónlistarmennirnir
Claus Gerleigner og Andreas Reitberger
munu leika fyrir dansi.
20.00 Bjössi og Bítlarnir halda útgáfu-
tónleika í Salnum Kópavogi í kvöld.
Málþing
15.00 Málstofa um verðbréfun, útlán
banka og peningastefnu fer fram í fyrir-
lestrarsalnum Sölvhóli í Seðlabanka
Íslands, Kalkofnsvegi 1 í Reykjavík.
Kristin Ann Van Gaasbeck halda
fyrirlestur um ofangreint efni. Allir
velkomnir.
Tónlist
20.00 Símon Ívarsson og Ívar Símonar-
son leika flamenco-tónlist á Café
Rósenberg við Klapparstíg.
22.00 Bítladrengirnir blíðu halda tón-
leika á Obladíoblada, við Frakkastíg 8.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is og einnig er hægt að skrá
þá inni á visir.is.
10 HJARTAÞRÆÐINGUM
OG EINU HJARTA SÍÐAR
Á hverju ári þurfa 2.400 manns á hjartaþræðingu
á hjartadeild Landspítala Íslands að halda. 2.400
hjörtu sem slá fyrir okkur öll. Leggðu sjúkum
lið og vertu hjartað sem þú vilt að slái þér.
Greiddu valgreiðslu í heimabanka, leggðu
inn á reikningsnúmer okkar eða hringdu í síma:
907-1801 fyrir 1.000 kr. framlag
907-1803 fyrir 3.000 kr. framlag
907-1805 fyrir 5.000 kr. framlag
Frjáls framlög: 0513-26-1600 Kt. 511083-0369
Kjartan Birgisson
hefur farið tíu sinnum í hjartaþræðingu
og hefur fengið nýtt hjarta