Fréttablaðið - 03.10.2013, Síða 60

Fréttablaðið - 03.10.2013, Síða 60
3. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 48 BAKÞANKAR Bergs Ebba Benediktssonar F yrsta Youtube -tónl istar- verðlaunahátíðin verður haldin 3. nóvember í New York. Á meðal þeirra listamanna sem fram koma á hátíðinni eru rapparinn Eminem, söngkonan Lady Gaga og hljómsveitin Arcade Fire. Á hátíðinni verða þeir listamenn og þau lög sem voru vinsælust á árinu verðlaunuð, en sýnt verður frá hátíðinni í beinni útsendingu á netinu. Tilnefningarnar verða tilkynntar síðar í mánuðinum en þá getur almenningur kosið sitt uppáhaldslag og -listamann. Bandaríski leikarinn og tón l i sta r maðu r i n n Jason Schwartzman verður kynnir á hátíðinni. Youtube-vefsíðan er einn mikil-vægasti vettvangurinn fyrir listamenn til að koma sínu efni á framfæri. Margar stjörnur hafa orðið til með hjálp síðunnar, líkt og Justin Bieber og suður- kóreska poppstjarnan Psy. Fyrsta Youtube-verðlaunahátíðin Youtube-tónlistarverðlaunahátíðin í beinni á netinu. KEMUR FRAM Á HÁTÍÐINNI Eminem er á meðal þeirra sem koma fram á Youtube-hátíðinni. NORDICPHOTOS/GETTY Vefl yklar, PIN, PUK, FÖKK Hvað er venjulegur maður með mörg lykil- og leyniorð í gangi? PIN-númer fyrir debet,- kreditkort og síma (og PUK ef maður gleymir PIN), lykil- og leyniorð fyrir skattinn, leyniorð fyrir vinnu- og heimatölvupóstfang, Facebook, Twitter, Amazon, FlickR, DropBox, öryggiskóðann í vinnunni og margt fleira. SAMT eru fyrirtæki alltaf jafn bjart- sýn. Ég fékk til dæmis bréf frá trygg- ingafélaginu mínu um daginn: „Kíktu á heimasíðuna okkar og skráðu þig inn. Nýja leyniorðið þitt er: k7pl0Jpzr. Vin- samlegast leggðu það á minnið.“ EKKERT mál. Ég bæti þessu bara á eina lausa plássið á heilaberk- inum. Þægilegt. Næstum eins og K2 (næsthæsta fjall heims) nema lítið ká og sjö í stað tveir svo pé, ell, núll – svipað og PLO – frelsissamtök Palestínu (nema stórt P og L og núll í stað O), svo joð eins og Stein- grímur Joð og svo „pzr“ sem er bara „pizzur“ án sérhljóða og með einni zetu. Svo býr maður til hugrenningatengsl. Yasser Ara- fat, fyrrum leiðtogi PLO, klýfur upp á K2 með Steingrími Joð þar sem þeir borða pizzur. Ekkert mál (bara muna hástafina og lágstafina og röðina á þessu og k7 í stað k2 og taka Arafat út úr menginu). MAÐUR þarf að muna mörg leyniorð. Ef maður notaði alltaf það sama væru þau tilgangslaus og ef maður geymir þau á tölvutæku formi gerir það þrjótunum auðveldara fyrir að finna þau með mið- lægri leit. ÉG veit ekki hvað er best að gera? Lík- lega verður maður að muna þetta allt. Eða skrifa þetta niður á blað og grafa það í Öskjuhlíðinni. Ég er löngu búinn að því. Ég tek enga sénsa. Ekki vil ég að það komi netþrjótar og þurrki út tölvupóstinn og hringi svo til Ástralíu í 36 klukku- stundir samfleytt með SIM-kortinu mínu og breyti svo Facebook relationship- statusnum mínum í divorced og sexually confused og tæmi svo heimabankann minn og eyði öllum ljósmyndum sem til eru af mér. Ég væri samt sáttur ef þeir myndu gera skattaskýrsluna. EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SAN FRANCISCO CHRONICLE T.V. - BÍÓVEFURINN/S&H JOBLO.COM T.V. - BÍÓVEFURINN/S&H A.O.S NEW YORK TIMES BOSTON GLOBE EMPIRE BÍÓVEFURINN SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS RUNNER RUNNER KL. 6 - 8 - 10 DIANA KL. 8 / MALAVITA KL. 10 ÉAULINN G 2 3D KL. 6 RUNNER RUNNER KL. 5.45 - 8 - 10.15 RUNNER RUNNER LÚXUS KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 RIDDICK KL. 8 - 10.35 HROSS Í OSS KL. 4 - 6 - 8 ÉAULINN G 2 2D KL. 3.30 - 5.45 AULINN ÉG 2 3D KL. 3.30 BLUE JASMIN KL 5.45 MALAVITA KL 8 THIS IS US 3D KL 3.30 ELYSIUM KL. 10.25 2 GUNS KL. 10.15 T.V. - BÍÓVEF. “EIN BESTA MYND ÁRSINS!” - RINN/S&HT.V., BÍÓVEFU „S ERK MYND SEM SPYR T ÁL SPURNINGA“EITINNA -S.B.H., MBL RIFF Í HÁSKÓLABÍÓ UPPLÝSINGAR UM SÝNINGARTÍMA Á RIFF.IS “ÞESSI MYND ER MEÐ BETRI MYNDUM SEM ÉG HEF SÉÐ. PÚNKTUR. ÞAÐ ER EKKI SLEGIN FEILNÓTA.” - MIKAEL TORFASON “SKEMMTILEGASTA ÍSLENSKA KVIKMYND SEM ÉG HEF SÉÐ LENGI!” - BERGSTEINN SIGURÐSSON, DJÖFLAEYJAN RÚV VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA HALDA VINSÆLUSTU KVIKMYNDIRNAR Á EFFI ÁFRAM Í SÝNINGUM Í BÍÓ PARADÍS!! SJÁ SÝNINGARTÍMA Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas RUNNER RUNNER 5.30, 10.40 DIANA 8, 10.30 AULINN ÉG 2 - ÍSL 5.30 2D DESPICABLE ME 2 - ENS 5.30, 8 2D MALAVITA 10.10 ÍSL OG ENS TAL T.V. - Bíóvefurinn 5% TÍMI STAÐUR MYND 13.00 Tjarnarbíó Tveir elskhugar 14.00 Norræna húsið Barnamyndir ÓKEYPIS! 15.30 Tjarnarbíó Tvöfalt spil: James Benning og Richard Linklater 16.00 Norræna húsið Vélin sem lætur allt hverfa 16.30 Hótel Borg Umræður: Loftslagsbreytingar og kvikmyndirnar. ÓKEYPIS! 17.00 Tjarnarbíó Álöldin Q&A Háskólabíó 2 Aska Háskólabíó 3 Peter Brook - Línudans Q&A 18.00 Norræna húsið Íslenskar stuttmyndir 2 Háskólabíó 4 September Q&A Háskólabíó 1 Nestisboxið 19:00 Tjarnarbíó Gullna eggið B Háskólabíó 2 Handbók hugmyndafræðiperrans Háskólabíó 3 Gráðugir ljúgandi bastarðar Q&A 20.00 Norræna húsið Leiðangur á enda veraldar Q&A Háskólabíó 4 Kaldavatn Q&A Háskólabíó 1 Snertur af synd 21.00 Tjarnarbíó EBM GMG Háskólabíó 3 Kyrralífsmynd Q&A 21.30 Háskólabíó 2 Rauð þráhyggja 22.00 Norræna húsið Óréttlátur heimur 22.15 Háskólabíó 4 Vindurinn rís 22.30 Háskólabíó 1 J.A.C.E. 23.00 Háskólabíó 2 Við erum bestar! Háskólabíó 3 Hjálpræðisherinn LOFTSLAGSBREYTINGAR OG KVIKMYNDIRNAR: AÐ NÁ TIL HEIMSINS ÓKEYPIS! 16.30 – Hótel Borg Hvernig er hægt að miðla staðreyndum um þær alvarlegu breytingar sem orðið gætu á veðurfari og vistkerfi jarðar í náinni framtíð til almennings með sem áhrifaríkustum hætti? Fjöldi kvikmyndagerðarmanna og vísindamanna í fremstu röð koma saman og ræða málin á Hótel Borg klukkan 16.30. Fundurinn er öllum opinn. Ókeypis aðgangur. DAGSKRÁ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.