Fréttablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 64
3. október 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 52 að aðgerð var brjósk sem þrýsti á ákveðnar vöðvafestingar í hnénu. „Þessi aðgerð var í raun ekki það stór og það átti ekki að taka svona langan tíma fyrir mig að ná mér á ný. Það getur samt verið misjafnt þegar brjósk er fjarlægt hversu lengi maður er að jafna sig, hvort sem það eru átta vikur eða allt upp í 16 vikur. Ég er að æfa núna þrisvar í viku með einka- þjálfara og þá er aðaláherslan lögð á að styrkja vöðvana í kringum hnéð. Ef ég held áfram sömu vinnu og undanfarið ætti ég að vera kom- inn á gott ról eftir einn mánuð.“ Fyrir tímabilið missti Kiel fjóra gríðarlega sterka leikmenn og mætti liðið með nokkuð breytt lið í mótið í haust. Þeir Thierry Omeyer, Momir Ilic, Daniel Narcisse og Marcus Ahlm hafa allir annaðhvort hætt í handbolta eða farið í önnur lið. Liðið hefur samt sem áður unnið alla sjö leiki sína í deildinni til þessa og verið að spila sérstaklega vel undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Ekki eins góðir á pappírnum „Margir segja í raun að liðið hafi farið ótrúlega vel af stað miðað við þá leikmenn sem við misstum og hverjir komu inn í staðinn. Það er ekkert launungarmál að við erum veikari á pappírnum núna en síð- ustu ár en liðið hefur samt sem áður verið að spila virkilega vel, náði meðal annars í tvö stig gegn Hamburg á útivelli. Við erum enn með frábært lið.“ stefanp@365.is HANDBOLTI „Þetta hefur verið svona upp og ofan hjá mér undan- farnar vikur,“ segir Aron Pálmars- son handknattleiksmaður. Hann hefur ekki enn náð sér að fullu eftir aðgerð á vinstra hné sem hann gekkst undir í vor. Landsliðs- maðurinn hefur komið við sögu í nokkrum leikjum með félags- liði sínu Kiel á tímabilinu en á þó nokkuð langt í land að ná sér að fullu. „Fyrir þremur vikum mátti ég byrja spila í um 10-15 mínútur í leik, svona rétt á meðan ég er að byggja upp vöðvana í kringum hnéð. Rétt eftir aðgerð var styrkur minn í hnénu lítill sem enginn og magnað hvað maður er fljótur að rýrna. Miðað við styrk minn núna má ég lítið spila og helst bara einu sinni í viku.“ Fyrsti leikur Arons á tíma- bilinu var gegn Gummersbach 11. september og skoraði leikmaður- inn fjögur mörk. Leikurinn kostaði sitt og töluvert bakslag kom upp í endurhæfingu leikmannsins. Aron missti því af næsta leik Kiel gegn ThSV Eisenach. Bakslag eftir stórleik „Eftir að hafa hvílt í einn leik kom ég aðeins við sögu í sóknar- leik liðsins gegn Wetzlar,“ sagði Aron sem skoraði eitt mark í þeim leik. Kiel mætti því næst pólska liðinu Wisla Plock í Meistaradeild Evrópu 22. september og þá fór Aron á kostum. Liðið vann magn- aðan útisigur, 34-33, en sigurmark leiksins kom nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Aron skoraði sex mörk í leiknum og lék stórt hlut- verk í sigri þýsku meistaranna. „Eftir leikinn úti í Póllandi þar sem ég var inni á vellinum í ein- hverjar 50 mínútur kom aftur ákveðið bakslag. Ég missti því næst af tveimur síðustu leikjum okkar í deildinni og maður er að verða nokkuð þreyttur á þessu og vonandi fer ég að skána fljót- lega. Ég er í nokkuð erfiðri stöðu en læknar og sjúkraþjálfarar liðs- ins vilja helst ekki að ég spili en síðan á móti er alltaf nokkuð mikil pressa á manni að koma til baka.“ Aron gekkst undir aðgerð í vor og missti af síðustu leikjum Kiel í þýsku deildinni á síðasta tímabili. Liðið hafði þá tryggt sér Þýska- landsmeistaratitilinn í hand- knattleik, auk þess sem liðið varð þýskur bikarmeistari. Það sem hafði verið að plaga Aron fram Ég ætti að vera kominn á gott ról eftir einn mánuð. Aron Pálmarsson leikmaður Kiel Tap íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Sviss á dögun- um sveið sárt af mörgum ástæðum. Fáir áttu von á því og algjörum yfirburðum gestanna. Leikurinn var kveðjuleikur fyrirliðans Katrínar Jóns- dóttur sem tilefni hefði verið til að kveðja á jákvæðari nótum. Þá gáfu úrslitin ekki fögur fyrirheit upp á framtíðina í fyrsta leik nýs landsliðs- þjálfara, Freys Alexanderssonar. Því má ekki gleyma að Freys beið vandasamt verkefni þegar hann tók við liðinu. Fyrir utan þá staðreynd að Freyr er kominn í nýtt starfs- umhverfi var orðið ljóst að árin fram undan gætu verið erfið hjá lands- liðinu. Breytingar taka tíma Árangur liðsins á Evrópumótinu í sumar var betri en flestir þorðu að vona. Sprungur í liðinu voru orðnar vel sýnilegar í aðdraganda mótsins enda gengið ekki gott. Tap gegn Skotlandi á heimavelli skömmu fyrir mót fékk margan til þess að klóra sér í hausnum. Nú hefur Ísland unnið tvo af síðustu tólf leikjum sínum og í fyrsta skipti síðan 2004 vann liðið ekki leik í Dalnum. Þrátt fyrir skamman tíma með liðið fyrir leikinn gegn Sviss gerði Freyr fjölmargar breytingar á liðinu. Hann mat þær kannski nauðsynlegar en þær skiluðu engu. Stelpurnar okkar hafa líklega aldrei virkað jafn áttavilltar í Laugardalnum, í það minnsta ekki gegn lægra skrifuðum mótherja. Fljótfærni væri að dæma Frey af fyrsta leik og auðvelt að sýn- ast vitur að leik loknum. Draumurinn um sæti í lokakeppni heimsmeistara- móts í Kanada 2015 virðist þó afar fjarlægur eins og sakir standa. Draumurinn var þó fjarlægur til að byrja með. Eitt lið fer beint á HM og fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti riðlanna sjö spila undan úrslita- og úrslitaleiki um eitt laust sæti til viðbótar. Sviss var fyrirfram talið þriðja sterkasta liðið í riðlinum þar sem Danir eru sterkastir. Auðvitað getur allt gerst en landsmenn ættu ekki að gera sér of miklar vonir. Nýr landsliðsþjálfari þarf tíma til að móta og hrinda hugmyndum í framkvæmd og um leið gera nauðsynlegar breytingar á liðinu fyrir komandi ár. Slíkar breytingar þarf að gera á öllum landsliðum en geta reynst erfiðari kvennamegin þar sem ekki er fyrir 21 árs landsliði að fara líkt og karlamegin. Sá kjarni sem leiðir karlalandsliðið í velgengni sinni um þessar mundir byggir á dýrmætri reynslu úr 21 árs landsliðinu. Því þurfa nýir leikmenn kvennamegin að stíga stórt skref inn á A-landsliðs- sviðið. Eðlilegt er að það taki tíma. Þótt ekki sé heiðskírt sem stendur er óþarfi að fyllast vonleysi. EM 2017 er málið Sextán lið munu keppa á Evrópumótinu árið 2017 eða fjórum fleiri en í undanförnum loka- keppnum. Þar verður góður möguleiki á að tryggja sér sæti. Oft og réttilega er talað um uppgang kvennaknatt- spyrnu um alla Evrópu. Því má þó ekki gleyma að Ísland á afar efnilegar og metnaðar- fullar stelpur sem hafa þegar staðið vaktina með sóma í yngri landsliðum Íslands. Stelpurnar sem komu Íslandi í fjögurra þjóða úrslitakeppni Evrópu- mótsins 17 ára og yngri sumarið 2011 verða orðnar 22 og 23 ára eftir fjögur ár. Þær verða þá vonandi komnar með fjölmarga A-lands- leiki undir beltið og þær allra bestu komnar að hjá félagsliðum erlendis eða í háskólaboltann vestanhafs. Okkar sterkustu leikmenn í dag verða flestir í fullu fjöri og samkeppni um stöður í liðinu meiri en nú. Þá verður hægt að setja sér háleit og raunhæf markmið. Sæti í átta liða úrslitum gæti verið orðið að kröfu en ekki árangur framar vonum. UTAN VALLAR KOLBEINN TUMI DAÐASON kolbeinntumi@frettabladid.is BJART FRAM UNDAN ÞÓTT NÚ SÉ SKÝJAÐ Aron þreyttur á hægum bata Handknattleiksmaðurinn Aron Pálmarsson er ekki kominn á fullt með stórliði Kiel eft ir aðgerð sem hann varð að gangast undir í vor. Leikmaðurinn má aðeins taka þátt í hluta hvers leiks og einbeitir sér nú að því að ná upp styrk í hnénu. Missti af tveimur síðustu leikjum Þýskalandsmeistaranna vegna leikjaálags. ALLUR AÐ BRAGGAST Aron Pálmarsson býst við því að vera kominn í gott form eftir fjórar vikur. Leikmaðurinn má aðeins spila í 10-15 mínútur í leik en hefur staðið sig vel á tímabilinu þegar hann er inni á vellinum. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Henrik Bödker, aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar, hrósar löndum sínum í liðinu, þeim Michael Præst, Kennie Chopart og Martin Rauschenberg, í hástert í viðtali við Bold.dk. Stjarnan náði sínum besta árangri frá upphafi með því að lenda í þriðja sæti. „Michael varð að leiðtoganum og stjórnandanum sem liðið þurfti á að halda,“ segir Bödker. Hann bendir á að Chopart hafi staðið sig vel þrátt fyrir að lenda í erfiðum meiðslum. Præst og Chopart komu á frjálsri sölu til Stjörnunnar en Rauschenberg var lánaður frá Esbjerg. Honum var falið að fylla í skarð Alexander Scholz sem nú spilar með Lokeren í Belgíu. „Ég vissi að hann væri skot- mark fyrir gagnrýni af þeim sökum,“ sagði Bödker. Hann segir óvíst hvort þremenningarn- ir verði áfram hjá liðinu á næstu leiktíð. Hann vilji þó hafa danskt blóð í Garðabænum og þátttaka í Evrópudeildinni gæti aukið áhuga leikmanna að koma hingað. „Það þarf að styrkja leikmannahópinn og því vel mögulegt að fleiri Danir komi í Garðabæinn.“ - ktd Præst sá sem Stjarnan þurft i FLOTTUR Michael Præst reyndist Stjörnunni vel í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ➜ Fljótfærni væri að dæma Frey af fyrsta leik og auðvelt að sýnast vitur að leik loknum. KÖRFUBOLTI Helena Sverrisdótt- ir og félagar hennar í ungverska liðiunu DVTK Miskolc byrja vel í Mið-Evrópu deildinni en liðið vann sannfærandi 93-56 sigur á ungverska liðinu Cegledi EKK í gær. Helena var með 11 stig á fyrstu fimm mínútum í gær en hún spilaði ekki eftir það. Miskolc vann einnig sigur í fyrsta leik og er með fullt hús eftir tvær umferðir alveg eins og gömlu félagar Helenu í Good Angels Kosice. Helena skoraði 16 stig í fyrsta leiknum. - óój Helena byrjar vel hjá DVTK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.