Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.10.2013, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 22.10.2013, Qupperneq 20
FÓLK|HEILSA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Rannsóknir sýna að ef hægt er að fresta því að krakkar byrji að nota tóbak, þá byrja færri yfirleitt. Tóbaksneysla í grunnskólum hefur dregist mikið saman undanfarin ár en nú mælast daglegar reykingar í 10. bekk um þrjú prósent. Sú tala var töluvert hærri fyrir örfáum árum,“ segir Viðar Jensson en hann stýrir verkefninu Tóbakslaus bekkur sem nú fer af stað fimmtánda árið í röð. Allir 7. og 8. bekkir grunnskóla landsins geta tekið þátt í verkefninu, svo fremi sem enginn í bekknum notar tóbak. Viðar segir þátttöku alltaf hafa verið góða. „Um það bil sjötíu prósent 7. og 8. bekkinga landsins hafa jafnan tekið þátt á hverju ári. Áður töluðum við um „Reyklausan bekk“ en þar sem neysla á munn- og neftóbaki hefur aukist heitir verkefnið nú Tóbakslaus bekkur,“ út- skýrir Viðar og segir neyslu á nef- og munntóbaki hafa aukist upp úr árinu 2007. „Ef við horfum á framleiðslutölur ÁTVR þá voru 16,7 tonn framleidd af neftóbaki árið 2007 en fjórum árum síðar hafði sú tala nánast tvöfaldast því árið 2011 voru framleidd þrjátíu tonn. Nú erum við að sjá þetta ganga til baka. Það hefur sitt að segja að neftóbaks- dósin hækkaði úr 900 krónum í 1.800 krónur. Reykingarnar eru það sem við þurfum að ná niður og okkur hefur tek- ist það í grunnskólunum. Tóbaksneysla hefur breyst að því leyti að hún hefur færst upp. Viðlíka árangur þyrfti því að nást í framhaldsskólunum líka en þar stendur Landlæknisembættið fyrir verk- efninu Heilsueflandi framhaldsskóli, þar sem meðal annars verður komið inn á tóbaksvarnir.“ Til að taka þátt í verkefninu Tóbaks- laus bekkur þarf bekkurinn að skrá sig á heimasíðunni landlaeknir.is/ tobakslausbekkur. Þá þarf bekkurinn að staðfesta tóbaksleysi sitt nokkrum sinnum yfir skólaárið á vefsíðunni. Allir þátttakendur fá senda litla gjöf og einnig eru dregnir út bekkir sem hljóta vinning. Til þess að eiga möguleika á fyrsta vinningi þarf bekkurinn að senda inn lokaverkefni sem nemendur vinna saman. „Það er ekki skilyrði. Aðstæður eru misjafnar í bekkjum til að vinna slík verkefni og mikilvægast er að vera með, fá senda gjöfina og vera með í pottinum sem dregið er úr,“ segir Við- ar. „En það er frábært að sjá allt starfið sem í gangi er í bekkjunum og árlega fáum við sendan inn fjölda metnaðar- fullra verkefna. Í ár munu alls tíu bekkir hljóta verðlaun, fimm þúsund krónur á hvern nemanda í bekknum, sem hópurinn getur ráðstafað að vild.“ ■ heida@365.is FÆRRI NOTA TÓBAK HEILSA Verkefnið Tóbakslaus bekkur hefst nú fimmtánda árið í röð. Nemendur í 7. og 8. bekk um allt land geta tekið þátt ef enginn í bekknum notar tóbak. Neysla tóbaks í grunnskólum hefur dregist saman. SKRÁNING HAFIN Nemendur í 7. og 8. bekk um allt land geta tekið þátt ef enginn í bekknum notar tóbak. Nokkuð hefur borið á gubbupest undanfarið en hún lýsir sér í ógleði, uppköstum og kviðverkjum. Algengast er að slík pest sé af völdum veira. Gæta þarf mikils hreinlætis þegar gubbupest kemur upp, hvort sem það er hjá börnum eða fullorðnum, og þvo hendur reglulega. Til að forðast ofþornun þarf að drekka mikið vatn. Gott ráð er að gefa börnun frostpinna sem gefur bæði vökva og orku. Fullorðnir geta fengið sér kók eða annan kóladrykk en margir telja að það sé gott við magaóróleika. Best er að liggja fyrir og hvíla sig eða sofa á meðan fólk er að jafna sig. Gubbupest gengur fljótt yfir, eða á sólarhring. Forðist mjólkurvörur og tyggigúmmí ef órói gerir vart við sig. Ekki ætti að borða kál, baunir, lauk, hvítlauk, hveiti, rúg og korn þar sem þessar fæðutegundir eru gasmyndandi og geta valdið uppþembu. RÁÐ VIÐ GUBBUPEST EKKI GOTT Allir geta fengið gubbu- pest, sem er óskemmtilegt. Nauðsynlegt er að drekka mikið til að koma í veg fyrir ofþornun. MYND/STEFÁN FORVARNIR Viðar Jensson stýrir verkefninu Tóbakslaus bekkur. Hann segir verkefnið hafa skilað miklum árangri. 6 vikna námskeið, einu sinni í viku fyrir konur sem vilja bæta líðan sína og lífsgæði, hefst þriðjudaginn 29. október kl. 16.30 og 17.30 í Táp sjúkraþjálfun, Hlíðasmára 15, Kópavogi. Takmarkaður fjöldi Þorgerður Sigurðardóttir sérfræðingur í meðgöngu- og fæðingarsjúkraþjálfun Skráning og nánari upplýsingar: grindarbotn@gmail.com eða í síma 564-5442 Grindarbotn Kvennaheilsa ára10 Skráning í síma 580 1800 eða á www.mimir.is Námskeið hefjast 28. október Sænska Enska Danska Norska Þýska Spænska Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 106.900 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 125.765 Meira en bara blandari! Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.