Fréttablaðið - 22.10.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.10.2013, Blaðsíða 24
KYNNING − AUGLÝSINGHollur morgunmatur ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 20132 Við framleiðsluna höfum við bragðgæði og hollustu að leiðarljósi enda kunna við- skiptavinir okkar að meta það og halda mikilli tryggð við vörurnar frá okkur,“ segir Ágúst Sigurðs- son, vörumerkjastjóri hjá Góðu fæði. „Meginuppistaðan í morg- unkorninu okkar er heilt korn, fræ, hnetur og þurrkaðir ávextir,“ segir Ágúst og bendir á að allar þessar vörur séu mjög heilsusam- legar. „Í nýjustu Norrænu næring- arráðleggingunum (NNR 2012) er fólki einmitt ráðlagt að auka neyslu á þeim,“ bætir hann við. Úr hverri máltíð fæst því mikið af vítamínum og steinefnum. Til dæmis járn, magnesíum, kalíum, fólasín, B1-vítamín og E-vítamín. Þá er allt morgunkornið frá Góðu fæði trefjaríkt sem er gott fyrir meltinguna. „Margar rannsóknir sýna að trefjar eru mikilvæg for- vörn gegn ýmsum sjúkdómum, til dæmis sykursýki-2, ristilkrabba- meini og hjarta- og æðasjúkdóm- um,“ upplýsir Ágúst. Hann bend- ir á að Íslendingar fái almennt of lítið af trefjum. Vinsælasta morg unkornið frá Góðu fæði er Granóla, Sól- skinsmúslí, Morgungull og Gott múslí. „Í Sólskinsmúslíi er enginn viðbættur sykur nema örlítill í þurrkuðum banönum. Sömu- leiðis er mjög lítill sykur í Góðu múslíi; sætan þar kemur úr rist- uðum maísflögum og rúsínum,“ lýsir Ágúst. Fólk sem vill meiri sætu getur valið Granóla eða Morgungull. „Í þeim er hrásykur í hófstilltu magni, sem er nauð- synlegt til að fá þessa stökku og góðu áferð sem einkennir þessar tegundir,“ segir hann. „Morgunkornið okkar er frá- bært út í súrmjólkina, AB-mjólk- ina eða skyrið, en hentar líka ákaflega vel með rís- eða möndlu- mjólk, eitt sér eða í blöndu með öðrum uppáhaldshollustuvör- um, ávöxtum eða berjum,“ segir Ágúst. Hann bendir fólki einnig á þann möguleika að nota Sólskins- múslí eða Gott múslí í graut eða brauðbakstur. Áhersla á bragðgæði og hollustu Gott fæði ehf. er helsti framleiðandi morgunkorns og múslís á Íslandi. Fjölbreytileikinn er mikill en allar eru vörurnar fullar af næringarefnum. Neytendur eru afar ánægðir með vörurnar frá Góðu fæði enda eru þær bráðhollar og smakkast vel. MYND/VALLI ■ Þeir sem vilja gera sér virkilega gott ættu að byrja hvern dag á eiturgræn- um djús. Sumir hræðast litinn en það er óþarfi enda þarf hann alls ekki að þýða að drykkurinn sé vondur – sérstaklega ekki ef sítróna og engifer eru á hráefnalist- anum. ■ Þessi drykkur er stútfull- ur af hollustu og einstak- lega hressandi í morguns- árið. Það er varla hægt að hugsa sér betri byrjun á deginum. 1 agúrka 6 sellerístilkar 1 grænt epli vænn hnefi grænt kál (grænkál eða spínat) safi úr ½ sítrónu 3 cm fersk engiferrót nokkur myntulauf ef vill ■ Setjið allt í safapressu, kælið með klök- um og njótið. Það er líka tilvalið að útbúa safa sem þennan kvöldið áður og geyma í ísskáp til að grípa morguninn eftir. Munið bara að hræra svolítið upp í drykknum áður en hans er neytt. Vaknað með eiturgrænum og vænum djús Megin- uppistaðan í morgunkorninu okkar er heilt korn, fræ, hnetur og þurrkaðir ávextir. Ávextir og ostur Þetta þarf ekki að vera flókið. Eitt epli, nokkrir ostateningar í poka með slatta af próteinríkum hnetum í bland. Fínt til að narta í. Hollur morgunmatur á hlaupum Mikilvægt er að næra sig vel á morgnana en það getur reynst þrautin þyngri þegar koma þarf börnum úr bóli, í föt og úr húsi. Þá er gott að hafa undirbúið sig daginn áður til að geta gripið eitthvað hollt og gott með sér til að borða á leiðinni á áfangastaðinn. Morgunverðarpítsa Auðvitað væri hægt að fá sér sneið af pítsu gærdagsins en einnig mætti reyna hollari útgáfu. Takið sneið af heilhveitibrauði með góðri skorpu, setjið þykkt lag af kotasælu eða ricotta-osti og skerið tómata ofan á. Dreypið smá ólívuolíu yfir og kryddið með örlitlu salti og pipar. Morgunkorns-yndi Einfalt áhald á borð við plastskál með loki gerir morgunkornið að flytj- anlegum morgunverði. Setjið trefjaríkar hveitiklíðsflögur í skál og hell- ið yfir ab-mjólk eða hvítri jógúrt. Til að auka enn á næringargildi réttar- ins má bæta við hnetum, ferskum eða þurrkuðum ávöxtum. Til dæmis hökkuðum pekanhnetum og bláberjum. Ávaxtasalat í föstu og fljótandi formi Skerið ávextina kvöldið áður og geymið í nokkrum lokuðum ílát- um. Þessu má svo kippa með sér að morgni og blanda saman í bíln- um eða á skrifstofunni. Einnig má blanda góðri jógúrt út á ávaxta- salatið og ekki skemmir að hella smá granóla yfir allt saman. Þeir sem kjósa að drekka sinn morgunmat í gegnum rör geta það auðveldlega. Ekki tekur lang- an tíma að blanda sér bragðaref ef búið er að undirbúa og skera ávextina kvöldið áður. Eftir blönd- unina er hægt að skola blandar- ann vel og láta hann svo bíða betri hreinsunar þar til vinnu lýkur. Hnetusmjörsgotterí Takið gróft brauð, og ristið það jafnvel ef tíminn leyfir. Smyrjið ósætu lífrænu hnetusmjöri yfir það og úðið smá hunangi yfir til að fá sætu- bragð. Afar auðvelt og fljótlegt og rennur ljúflega niður, bæði yfir blöð- unum eða á leið út um dyrnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.