Fréttablaðið - 22.10.2013, Side 28

Fréttablaðið - 22.10.2013, Side 28
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 4 22. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR Haldið var upp á Chevrolet-daginn hjá Bílabúð Benna í Reykjavík og í Reykjanesbæ, laugardaginn 12. október. Fyrirtækið bauð Chevrolet- eigendur sérstaklega velkomna þennan dag og létu þeir ekki segja sér það tvisvar. „Viðtökurnar fóru fram úr okkar björtustu vonum og dagurinn er örugglega kominn til að vera,“ segir Jóhannes Egilsson, þjónustustjóri hjá Bílabúð Benna. „Hér var líf og  ör allan daginn og hingað  ölmenntu heilu  ölskyld- urnar með Chevrolet-bílana sína og þáðu ókeypis vetrarskoðun, margs konar sértilboð á bílavörum og hressandi glaðning í leiðinni. Við þökkum kærlega fyrir frá- bærar undirtektir og óskum öllum Chevrolet-eigendum velfarnaðar í umferðinni í vetur.“ Velheppnaður Chevrolet- dagur Svo virðist sem fyrirtækinu Jaguar/Land Rover sé mikið í mun að sanna fyrir heimsbyggðinni gæði bíla sinna. Fyrir stuttu var til- kynnt um 16.000 km akstur Land Rover Defender-bíls frá London til Höfðaborgar á tíu dögum þar sem á gæði hans myndi reyna mjög. Þeir hjá Land Rover voru einnig að klára mikla langferð þar sem Range Rover Hybrid-bíl var ekið frá verksmiðju Land Rover í Solihull til Mumbai á Indlandi og tók sú ferð 53 daga. Voru eknir 16.850 km í ferðinni og farið í gegnum þrettán lönd. Þessi leið liggur að stórum hluta um silkileiðina fornu sem kínverskt silki var flutt um löngum til Evrópu. Á leiðinni óku leiðangursmenn í yfi r 3.300 metra hæð og hæsti punkturinn var í 5.290 metra hæð. Fimmtán dekk sprungu á leiðinni. Bílarnir eyddu ekki nema 6,5 lítrum á hundraðið að meðaltali og alvarlegar bilanir voru engar. Þessi eyðslutala er mjög athyglisverð fyrir stóran bíl. Kláruðu silkileiðina á Range Rover Hybrid Ötulir starfsmenn gaumgæfa bílana. Hópurinn á áfangastað. Þau undur og stórmerki gerðust í síðustu viku að Evrópusambandið féll frá þeirri fyrri kröfu sinni að allir bílaframleiðendur lytu kröfu um 95 g CO2-mengun bíla sinna að meðaltali árið 2020. Sú tala verður endurskoðuð og sett fram innan fárra vikna. Þýsku bílaframleiðendurnir Daimler Benz og BMW höfðu í rökstuðningi sínum bent á að öllu stærri bílar þeirra en frönsku og ítölsku framleiðendanna myndu eiga í stórkostlegum vandræðum að hlíta þessari kröfu og fyrir vikið myndu tapast mörg störf í fyrirtækjum þeirra. Samhliða kröfunni um 95 g af CO2 máttu evrópskir bílar ekki eyða nema  órum lítrum á hundraðið að meðaltali og það hljómaði jafn illa í eyrum þýskra framleiðenda. Krafa Þjóð- verjanna er enn fremur sú að þessum lágu tölum þurfi ekki að hlíta fyrr en árið 2024, eða  órum árum seinna. Þýsku framleiðendurnir benda á að þeir séu tilbúnir til að hlíta ströngum kröfum um eyðslu og mengun, en markið hafi verið sett of hátt, eða öllu heldur of lágt! Þýsku framleiðendurnir fengu stuðning frá löndum eins og Bretlandi og Póllandi. Umhverfi ssinnar eru fokreiðir út í Evrópusambandið fyrir að hafa beygt sig fyrir Þjóðverjum og að þeir standi í vegi fyrir því að Evrópa taki forystuna í fram- leiðslu umhverfi svænna bíla. Evrópusambandið hlustar á Þjóðverja Úr sam-setningar- verksmiðju BMW í Þýskalandi. Er bíllinn þinn klár fyrir veturinn? Löður kynnir Rain-X býður upp á fullkomna yfirborðsvörn Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Rain-X er ekki bara fyrir framrúðuna Rain-X fylgir öllum bílaþvotti í svampburstastöð Löðurs á Fiskislóð 29 og er fáanlegur á snertilausu þvottastöðum Löðurs á Grjóthálsi og Fiskislóð 29 Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.