Fréttablaðið - 22.10.2013, Síða 46

Fréttablaðið - 22.10.2013, Síða 46
22. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 34 „Það var stutt í átakið meistara- mánuð og ég hugsaði með mér: Hvað langar mig að gera í meist- aramánuði? Höfuðstaðan er uppá- haldsjógaæfingin mín og mig hefur lengi langað til að standa meira á haus, enda er það eitt af því sem mér finnst best að gera, en ég hef alltaf látið ytri aðstæður stoppa mig í því,“ segir Sólveig Eiríks- dóttir, einnig þekkt sem Solla á veitingastaðnum Gló. Hún ákvað að taka virkan þátt í meistaramán- uði og taka höfuðstöðuna daglega á meðan á átakinu stendur. Hún hefur svo birt myndir af gjörningn- um á Instagram. Solla hefur meðal annars tekið jógastöðuna í miðri Kringlunni, í Bónus, inni í bókaverslun og uppi á borði á einum veitingastaða sinna. Hún segir fólk taka vel í uppátækið og að viðbrögð þess hafi að mestu leyti verið góð. „Ókunnugir hafa stoppað mig á förnum vegi og hrós- að mér fyrir uppátækið, aðrir hafa beðið mig að kenna sér stöðuna. Ég fékk svo persónulegan póst frá tveimur konum sem hrósuðu mér, en lýstu að sama skapi yfir áhyggj- um. Þær voru hræddar um að ég færi mér að voða. Mér þótti vænt um það.“ Eiginmaður Sollu tekur flestar myndirnar en hún á það til að fá ókunnuga til að aðstoða sig þegar hann er fjarri. „Oftast er það mað- urinn minn sem tekur myndirnar, en þess á milli eru það bara hinir og þessir.“ Höfuðstaðan er ekki eina æfingin sem Solla gerir hér og þar, því þrisvar á dag gerir hún tíu hnébeygjur. „Ég hef þó látið vera að mynda þær,“ útskýrir hún. Solla segist vona að átakið ýti af stað nýju æði á borð við plankann sem fór um netheima sem eldur í sinu fyrir ekki margt löngu. „Mér skilst að fleiri hafi tekið upp á þessu og það er frábært, enda er höfuðstaðan sögð konungur jóga- æfinganna.“ sara@frettabladid.is Solla á hausnum í meistaramánuði Sólveig Eiríksdóttir tekur virkan þátt í meistaramánuði. Hún gerir höfuðstöðu á ólíklegustu stöðum á degi hverjum og myndar uppátækið við góðar undirtektir. VINSÆLT UPP- ÁTÆKI Sólveig Eiríksdóttir veit- ingamaður hefur staðið á haus á hverjum degi í meistaramánuði. Uppátækið hefur vakið mikla athygli. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MEISTARAMÁNUÐUR, Solla Eiríks í höfuðstöðu. „Þetta verður ekki „normal“ djass- trommuleikur en ég skrölti mér fram úr þessu einhvern veginn,“ segir Sigtryggur Baldursson. Þrátt fyrir áratugalangan feril spilar hann í fyrsta sinn djass á tón- leikum Karls Orgeltríós á Kexi Hos- teli í kvöld. Karl Olgeirsson stofnaði tríóið í kringum Hamm ond-orgelið sitt sem er 55 ára gamalt. Sigtryggur hlakkar mikið til að spreyta sig á djassinum í fyrsta sinn. „Bogomil [Font] er búinn að raula djass lengi en ég hef aldrei spilað djass á trommusett. Ég hef verið að spila alls konar hluti en aldrei djass enda hef ég aldrei gefið mig út fyrir að vera djasstromm- ari,“ segir Sigtryggur, sem er lík- lega þekktastur fyrir spilamennsku sína með Sykurmolunum. „Mínar rætur lágu annars staðar. Ég hef aldrei þorað í þennan pytt en Kalli vildi að ég gerði þetta með mínu nefi, þannig að ég ætla að láta slag standa og gera það. Aðalmálið er samt að við höfum mjög gaman af þessu. Kalli ætlar að syngja seinni hlutann af tónleikunum en mér finnst hann gimsteinn sem söngv- ari, fyrir utan það að vera frábær organisti.“ - fb Spreytir sig loksins á djassinum Trommarinn Sigtryggur Baldursson spilar djass í fyrsta sinn á Kexi Hosteli í kvöld. NÝTT DJASSTRÍÓ Karl Olgeirsson, Ásgeir Ásgeirsson og Sigtryggur Baldursson spila á Kexi Hosteli í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Núna borða ég alltaf tröllahafra- graut með stöppuðum banana. Síðan sýð ég mér vatn með sítrónu og engifer. Þetta er það besta til að keyra sig í gang.“ Sara María Júlíudóttir, stofnandi fatamerkis- ins Shiny Diamonds. MORGUNMATURINN ➜ Karl Orgeltríó hefur spilað á Bravó á miðvikudagskvöld- um en aldrei með Sigtrygg á bak við trommusettið. ➜ Solla hefur stundað jóga í 35 ár og hefur lengst staðið í höfuðstöðu í 30 mínútur. Fiskikóngurinn Sogavegi 3 fiskikongurinn.is s. 587 7755 Hryllingsmyndin Frost seld til 56 landa Frost hlaut ekki Gylltu hauskúpuna á Screamfest-hátíðinni. Erlingur Óttar Thoroddsen vann verðlaun. FROST Hryllingsmyndin hefur verið seld til 56 landa. „Það er búið að selja myndina til 56 landa. Það er með því meira sem gerist með íslenskar bíó- myndir,“ segir Ingvar Þórðarson, annar af fram- leiðendum Frosts. Hryllingsmyndin tók þátt í hinni árlegu hryll- ingsmyndahátíð Screamfest sem var haldin í Los Angeles en tókst ekki að hreppa sigurlaunin sem kallast Gyllta hauskúpan. „Ég var að koma þarna í annað sinn og það er mjög ánægjulegt að vera þarna. Þarna eru allir hryllingsmeistararnir í heiminum,“ segir Ingvar, sem ræddi við ýmsa aðila varðandi Frost. Hann er mjög ánægður með hversu mörg lönd hafa keypt sýningarréttinn á myndinni. „Sci-fi hryllingsmyndageirinn er mjög sérhæfður en hann er risastór. Það er líka alþjóðlegur áhugi fyrir íslenskum myndum varðandi sölu á þeim erlendis.“ Viðræður hafa verið uppi í eitt ár um bandaríska endurgerð á Frosti. Fari svo að ráðist verði í það verkefni er ætlunin að gera nokkrar myndir. „Það er hugmyndin og þeim líst vel á það þarna úti.“ - fb ➜ Erlingur Óttar Thoroddsen sem er búsettur í New York hlaut Gyllta hauskúpu á Screamfest sem efnilegasti leikstjórinn fyrir stuttmyndina The Banishing. „Þetta var alveg hrikalega gaman. Ég er ekki mikill rallímaður en ég sagði já á staðnum þegar haft var samband við mig, bæði hljómaði þetta mjög spennandi og svo er erf- itt að segja nei við Finn [Thorlacius, þáttarstjórnanda],“ segir Guðlaug- ur Þór Þórðarson alþingismaður sem keppti nýverið í rallíi ásamt öðrum þjóðþekktum einstakling- um. Keppnin er hluti af sjónvarps- þættinum Á fullu gazi sem sýndur verður á Stöð 2 í nóvember. Leikkonan Saga Garðarsdóttir var liðsfélagi Guðlaugs Þórs í keppninni, en hvert lið var skipað tveimur einstaklingum. Saga var aftur á móti eini keppandinn sem ekki er með ökuréttindi. „Það var gaman að kynnast Sögu og áhuga- vert að sitja með henni bíl. Hún stóð sig með ágætum, en hringurinn var þó ekki tíðindalaus, eins og mun koma fram í þáttunum.“ Hann bætir við: „Það sem mér þótti erfiðast við rallíaksturinn var að halda einbeit- ingunni. Þegar maður þarf að keyra brautina nokkrum sinnum verður þetta ansi lýjandi.“ Á leið sinni á rallímótið var Guð- laugur Þór stöðvaður af lögreglu og sektaður fyrir of hraðan akstur. Spurður út í atvikið segir þingmað- urinn það vandræðalegt. „Mér var sagt að mæta stundvíslega klukkan níu á laugardagsmorgni. Ég var svo- lítið seinn fyrir og flýtti mér um of. Ég get upplýst það að lögreglumenn hanga ekki í morgunkaffi á laugar- dagsmorgnum, heldur eru komnir strax til vinnu,“ segir hann. Fékk þetta farsælan endi? „Það fer eftir því hvernig þú skilgreinir orðið „farsæll“. Ég veit ekki hvort það sé nokkru sinni farsælt að vera tekinn fyrir of hraðan akstur,“ segir hann að lokum. - sm Stöðvaður fyrir hrað- akstur á leið í rallí Guðlaugur Þór Þórðarson var í hópi þjóðþekktra ein- staklinga er kepptu í rallíi fyrir þáttinn Á fullu gazi. ➜ Alls tóku 16 þjóðþekktir einstaklingar þátt í rallíakstrinum. KEPPTI Í RALLÍ Guðlaugur Þór Þórðarson keppti ásamt Sögu Garðarsdóttur í rallíi fyrir sjónvarpsþáttinn Á fullu gazi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.