Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.10.2013, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 22.10.2013, Qupperneq 48
FRÉTTIR AF FÓLKI Mest lesið 1 Jæja, Sigmundur Davíð 2 „Held ég sé með Íslandsmetið í innkeyrslu í verslanir“ 3 Komu fram við Mariu litlu eins og „dansandi björn“ 4 Halldór 21.10.13 5 Gaupi í verslunarleiðangur með tveimur risum Íslenskar konur lunknar að mála sig „Íslenskar konur eru mjög lunknar við að nota snyrtivörur. En mér fannst vanta umfjöllun um snyrti- vörur og þess vegna ákvað ég að gefa út blaðið,“ segir Erna Hrund Hermannsdóttir, förðunarfræðingur og ritstjóri vefmiðilsins Reykjavik Makeup Journal. Fyrsta eintakið af blaðinu er nú að finna á netinu. Þar er að finna margvíslega umfjöllun um snyrtivörur og söguna á bak við þær. „Sumar konur vita ekki hvað snyrti- vörur gera mikið fyrir þær, til dæmis að farði er frábær til að verja húðina fyrir mengun. Það er miklu betra að vera með farða en hreina húð. Bara að muna að hreinsa hann af áður en gengið er til náða,“ segir Erna Hrund. - jme VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VÍSIR RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. Glæsileg hekluppskriftabók eftir Marín Þórsdóttur Stútfull a f hugmynd um Kætum krílin! Hættulegt draugaþorp Sigurður Kjartan Kristinsson kvikmyndagerðarmaður er einn af skipuleggjendum hryllingsmyndahá- tíðar á hjólum sem nefnist Horror Bohemia. Aðstandendur hátíðarinnar fóru um Spán og Frakkland fyrir stuttu í leit að góðum sýningarstöð- um, en hátíðin fer fram næsta sumar. Meðal staða sem hópurinn skoðaði var draugaþorpið Goussainville, sem er rétt fyrir utan París. Eftir að hafa skoðað sig um sneri hópurinn aftur til Parísar þar sem honum var tjáð að heimamenn hættu sér aldrei inn í þorpið þar sem glæpahópar hefðu hreiðrað um sig í húsunum. Aðstandendur Horror Bohemia féllu að sjálfsögðu frá þeim áformum að sýna hrollvekjur í þorp- inu næsta sumar og prísuðu sig sæla fyrir að hafa sloppið með skrekkinn. - sm

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.