Fréttablaðið - 30.10.2013, Side 2

Fréttablaðið - 30.10.2013, Side 2
30. október 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SPURNING DAGSINS VINNUMARKAÐUR „Það er ákveðin hætta á stöðnun í atvinnulífinu,“ segir Ólafur Darri Andrason, hagfræð- ingur ASÍ. Samtökin hafa kynnt nýja hagspá fyrir árin 2013 til 2015. Samkvæmt henni verður hagvöxtur fremur lítill á tímabilinu eða 1,7 prósent í ár, 2,2 prósent á næsta ári og 2,5 prósent að tveimur árum liðnum. ASÍ segir að skýr- ingarnar á litlum hagvexti séu meðal annars hversu erf- iðlega gengur að auka verðmætasköpun í þjóðfélaginu og hversu lítið sé fjárfest. Fjárfestingar minnka um 8,8 prósent í ár, vaxa í 14,1 prósent á næsta ári og verði orðnar 6,2 prósent árið 2015. Ólafur Darri segir að skuldastaða heimilanna hafi held- ur batnað. Útflutningshorfur hafi líka batnað sem skýrist af fjölgun ferðamanna og auknum aflaheimildum, inn- flutningur eykst á tímabilinu samhliða hóflegum vexti í fjárfestingu og einkaneyslu. Þá segir Ólafur Darri að dregið hafi úr sveiflum á gengi krónunnar sem geti skýrst að einhverju leyti af aðgerðum Seðlabankans sem boðaði virkari aðgerðir á gjaldeyrismarkaði í maí með það að markmiði að auka gengisstöðugleikann. Þrátt fyrir það sé enn búist við mik- illi verðbólgu þótt horfur hafi batnað. -jme Lítill hagvöxtur verður á árunum 2013 til 2015 samkvæmt hagspá ASÍ Óttast stöðnun í atvinnulífinu DAUFT YFIR Lítill hagvöxtur verður á næstunni gangi hagspá ASÍ eftir. Ólafur Darri Andrason hagfræðingur segir að staðan á vinnumarkaði hafi batnað nokkuð. Atvinnu- leysi mælist nú um 4,7 prósent en litlar líkur séu taldar á að það minnki mikið á spátímanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Tryggvi, mótmælti enginn sölu Gálgahrauns? „Nei, álfarnir höfðu samband og lýstu velþóknun sinni á sölunni.“ Tryggvi Páll Friðriksson, uppboðshaldari hjá Gallerí Fold, seldi málverkið Gálgahraun eftir Kjarval í fyrradag. SANDGERÐI Meiri peningar í árshátíð Bæjarráð Sandgerðis hefur samþykkt að hækka framlag til árshátíðar starfsmanna bæjarins úr 300.000 krónum í 500.000. KÍNA, AP Kínverska lögreglan hefur rannskað tvo nafngreinda Úígúra í tengslum við rannsókn á atviki sem varð í gær á Torgi hins himneska friðar (Tianan- men-torgi) í Peking. Þá var bifreið ekið inn í mann- fjöldann með þeim afleiðingum að fimm manns létust og 38 slös- uðust. Ekki er vitað hvort lögreglan telur að Úígúrarnir tveir hafi verið í bifreiðinni, sem ekið var á mannfjöldann, en þrír þeirra fimm sem létu lífið voru í bifreið- inni. - gb Ekið á fólk í Peking: Grunur beinist að Úígúrum DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur fallist á að veita rúm- lega sextugri konu lögskilnað frá manni sínum, sem hún hefur ekki séð í 37 ár og gæti allt eins verið lát- inn. Konan giftist manninum í Bret- landi í júní árið 1975, fluttist ein til Íslands árið eftir og hefur síðan gerst íslenskur ríkisborgari. Síðan hefur hún ekkert spurt af manninum. Hún reyndi að fá skiln- að með hjálp bresks prests árið 1986 en það mistókst af því að hún mis- ritaði nafn hans á nauðsynleg skjöl. Undanfarið ár hefur konan lagst í töluverða rannsóknarvinna til að hafa uppi á manninum, án árang- urs. Meðal annars var haft samband við íslensku utanríkisþjónustuna, Hjálpræðisherinn í Bretlandi og vefsíðu sem sérhæfir sig í að finna horfna einstaklinga. Ekkert gekk og með hliðsjón af framburði konunnar um að hjónabandið hafi aðeins verið til málamynda fellst dómurinn á að konan mætti skilja við manninn án þess að hann fengi nokkru um það ráðið. - sh Rúmlega sextug kona gerði árangurslausa leit að málamyndamanni sínum: Fær að skilja við horfinn mann Skilnaðarmál sárasjaldan fyrir dóm Helga Vala Helgadóttir, lögmaður konunnar, segir skilnaðarmál sárasjaldan koma til kasta dómstóla. Hún muni aðeins eftir einu öðru og það hafi hún einnig séð um. Þá hafi íslensk kona viljað skilja við mann sem hafði flutt til útlanda en reyndist ómögulegt að hafa uppi á. Vitað var að sá var lífs. NÍGERÍA Franskir gíslar frelsaðir Fjórir franskir gíslar hafa verið frelsaðir í Nígeríu eftir að hafa verið í haldi hryðjuverkamanna frá september 2010. Þeir voru teknir höndum þegar árás var gerð á tvö frönsk fyrirtæki í Nígeríu. FÓLK Inga María Eyjólfsdóttir hóf nám í dönskum leiklistarskóla haustið 2012 en neyddist til að hætta í skólanum þegar yfirmaður skólans varð uppvís að fjármála- misferli. „Yfirmaður skólans rak skyndi- lega alla kennarana þegar hann sá í einkatölvupóstum þeirra að þau voru með hugmyndir um að stofna einhvern tíma í framtíðinni sinn eigin skóla,“ útskýrir Inga María. „Við nemendurnir vorum ekki par sáttir við að vera án kennara og ákváðum í samstarfi við þá að stofna okkar eigin skóla. Þegar við fórum að rannsaka hvernig skólinn hafði verið fjármagnað- ur komumst við að því að nöfn- in okkar höfðu verið nýtt til þess að svíkja peninga út úr kommún- unni.“ Svindlið var með þeim hætti að yfirmaður skólans fékk styrki fyrir að vera með námskeið í nafni nemenda sem voru aldrei haldin. „Við vitum ekkert hvar þessir peningar eru núna,“ segir Inga. Málið var kært til lögreglu. „Skólinn sem við stofnuðum svo heitir CISPA,“ segir Inga. CISPA stendur fyrir Copenhag- en International School of Per- forming Arts. „Hann er áfram- hald af hinum skólanum, starfar á sama námsgrundvelli. Ég er eini Íslendingurinn sem ákvað að halda áfram. Hin sáu ekki fram á að geta haldið áfram af því að þau fengu ekki lán frá LÍN.“ Nú er hún í fjórum störfum til þess að fjármagna önnina. „Ég er að vinna á kaffihúsi, svo tek ég að mér heimilisþrif, ég passa börn og ég vinn á bar.“ Spurð að því hvar hún finni tíma og orku til þess að sinna störfunum ásamt fullu námi segir hún: „Í viljanum til að gefast ekki upp. Ég sé ekki annað fyrir mér en að gera þetta sem ég er að gera.“ Hún viðurkennir þó að hún sé orðin mjög þreytt. „Ég veit að ég er að keyra mig út. Maður harkar samt áfram.“ Inga sótti um styrk til Hafnar- fjarðarbæjar í sumar og bíður nú eftir svörum. „Þeir gefa sig út fyrir að veita menningarstyrki. Ég er Hafnfirðingur, fædd og upp- alin þar, og lít á mig sem menn- ingarlegt fyrirbæri þannig séð,“ segir hún og hlær. Hún sendi einnig menntamálaráðherra bréf í tvígang í því skyni að biðja um aðstoð til þess að fjármagna nám sitt. „Ef ég næ ekki að klára að borga þarf ég að hætta og byrja að vinna til þess að borga fyrir það nám sem ég er þegar búin með. Þá missi ég líka heimili mitt af því að ég bý á stúdentagörðum.“ „Þetta er ömurlegt,“ viðurkenn- ir Inga. „Það er verið að brjóta niður drauminn manns. Planið að koma til Danmerkur, fara í þenn- an skóla og hafa fengið lánað fyrir því til þess að mennta sig í því sem maður vill er allt í einu svo brothætt.“ nanna@frettabladid.is Fjársvik skólastjóra hefta leiklistarnám Íslenskur leiklistarnemi í Danmörku stofnaði nýjan skóla ásamt kennurum sínum er fyrri skóli fór á hausinn vegna fjármálamisferlis. Hún er í fjórum störfum sam- hliða námi til að fjármagna það þar sem námið er ekki lánshæft hjá LÍN. FJÖLBREYTT NÁM „Þarna erum við að vinna með erkitýpur,“ útskýrir Inga en fjöl- breytt nám er í skólanum sem er þegar kominn með góðan orðstír innan leiklistar- geirans í Danmörku. MYND/CISPA SJÁVARÚTVEGUR Lundey NS, fjöl- veiðiskip HB Granda, tók niðri í Breiðafirði síðastliðinn sunnudag. Smávægilegar skemmdir urðu á skipinu að því er segir á vef HB Granda. Skipið losnaði eftir að sjó var dælt úr kjölfestutönkum. Atvikið átti sér stað er skipið var að síldveiðum á Hofsstaðavogi. Aðstæður þar eru mjög erfiðar fyrir skip með stórar nætur. Reiknað er með að Lundey kom- ist aftur til veiða um næstu helgi. -skó Veiðar við erfiðar aðstæður: Skip tók niðri í Breiðafirði NEYTENDAMÁL Auglýsing Nýherja í lagi Neytendastofa mun ekki aðhafast vegna auglýsingar Nýherja þar sem sagði „Vertu með ALT undir CTRL“ þar sem þær fólu ekki í sér samanburð. SPENNTAR Stelpurnar voru ánægðar með að vera komnar með Airwaves-armband- ið sem veitir aðgang að tónlistarhátíðinni. MYND/DANÍEL FÓLK Vinkonurnar fimm, Anja, Antonia, Maritz, Charlotte og Kiki, fóru í gær að sækja armböndin sín á tónlistarhátíðina Iceland Airwa- ves sem hefst í dag. Stúlkurnar eru allar frá Þýskalandi fyrir utan Maritz sem er frá Hollandi. Þær komu til landsins í gær og fóru samstundis að sækja armböndin sín enda mjög spenntar fyrir hátíðinni. Að sögn Egils Tómassonar, starfsmanns hátíðarinnar, komu erlendir tónlistarmenn og gestir að sækja miðana sína í gær en hann telur að örtröðin muni myndast fyrir alvöru í dag. - nej Tónleikagestir hófu að sækja armbönd sín á Airwaves í gær: Örtröð myndast fyrir alvöru í dag

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.