Fréttablaðið - 30.10.2013, Page 10
30. október 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10
BRETLAND, AP Fárviðrið í norðan-
verðri Evrópu á mánudag kost-
aði fimmtán manns lífið. Sá síð-
asti var ökumaður í Danmörku en
hann lést þegar hann ók á tré, sem
hvassviðrið hafði fellt um koll.
Veðrið er eitt það versta sem
geisað hefur á þessum slóðum
árum saman. Hundruð trjáa rifn-
uðu upp með rótum, þök fuku af
húsum og samgöngur féllu niður.
Alls létu sex manns lífið í Þýska-
landi, fimm í Bretlandi, tveir í
Danmörku, einn í Frakklandi og
einn í Hollandi.
Fjöldi manns varð fyrir
meiðslum af ýmsu tagi og í Sví-
þjóð, Danmörku, Eistlandi og Lett-
landi var rafmagnslaust á nokkr-
um stöðum í gærmorgun. - gb
Fárviðri kostaði 15 mannslíf
Veðrið í norðanverðri Evrópu á mánudag varð eitt hið versta sem geisað hefur á þeim slóðum. Truflanir urðu á
samgöngum og töluvert eignatjón varð í fárviðrinu. Fimmtán létust í óveðrinu, flestir í Þýskalandi og Bretlandi.
HUNDRUÐ TRJÁA RIFNUÐU UPP Víða lentu trén á bifreiðum, eins og þarna sést í
Amsterdam. NORDICPHOTOS/AFP
GASSPRENGING Í
LONDON Talið er
að sprenging hafi
orðið þegar tré féll
niður á gasleiðslur.
Sprengingin lagði
þrjú hús í rúst.
NORDICPHOTOS/AFP
HAMAGANGUR Öldurnar brotna á hafnargarði í Boulogne í Frakklandi.
NORDICPHOTOS/AFP
LÖGREGLUMÁL „Við teljum að hann
hafi verið á alltof miklum hraða,“
sagði Jesper Lotz lögreglumað-
ur í viðtali við Extra Bladet í gær.
Leigubílstjóri sem keyrði á Dag-
nýju Grímsdóttur, 26 ára íslenska
konu, í Kaupmannahöfn aðfaranótt
20. október síðastliðins, með þeim
afleiðingum að hún lést af sárum
sínum, hefur verið kærður fyrir
manndráp af gáleysi.
Jesper segir að Dagný hafi að
öllum líkindum verið að kalla á
leigubíl þegar slysið varð og verið
komin langt út á götuna. Lögreglan
hefur talað við leigubílstjóra sem
keyrði framhjá stuttu fyrir slysið
og segist hafa þurft að sveigja frá
til þess að aka ekki á hana.
Slysið, sem varð skammt frá
gatnamótum Hans Christian And-
ersens-breiðgötunnar og Tietgens-
gade, er enn í rannsókn og bíður
lögreglan meðal annars eftir niður-
stöðum úr krufningu.
Dagný var 26 ára gömul og hafði
búið í Kaupmannahöfn í nokkurn
tíma þar sem hún stundaði nám. - vg
Leigubílstjórinn sem ók á Íslending ákærður fyrir manndráp af gáleysi:
Bíllinn á allt of miklum hraða
DAGNÝ GRÍMSDÓTTIR Dagný bjó í
Danmörku og var aðeins 26 ára gömul
þegar hún lést.
KÖNNUN Fleiri eru andvígir en
hlynntir nýjum Álftanesvegi sem
liggur um Gálgahraun/Garða-
hraun samkvæmt nýrri könn-
un MMR. Alls eru 42,4 prósent
andvíg lagningu vegarins en 24,1
prósent hlynnt. Um 32,6 prósent
sögðust hvorki hlynnt né andvíg.
Nær helmingur íbúa höfuð-
borgarsvæðisins, um 48,5 pró-
sent, er andvígur lagningu vegar-
ins, en 25,7 prósent eru andvíg.
Um 32 prósent íbúa landsbyggð-
arinnar eru andvígi því að vegur-
inn verði lagður og 24 prósent eru
því hlynnt.
Könnun MMR var gerð dagana
25. til 29. október, þátttakend-
ur voru 939 og 90,7 prósent tók
afstöðu til spurningarinnar. - bj
Viðhorf til nýs Álftanesvegar:
Fleiri andvígir
en hlynntir
HRAUN Hraunavinir hafa mótmælt
lagningu nýs Álftanesvegar.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
DANMÖRK Dönsk stjórnvöld hafa
kynnt tillögur um hertar aðgerðir
gegn glæpagengjum. Lagt er til að
refsingar vegna vopnaburðar verði
þyngdar og geti orðið allt að eins
og hálfs árs fangelsi. Stjórnvöld
vilja einnig takmarka möguleika
á að félagar í glæpagengjum geti
fengið reynslulausn úr fangelsum.
Jafnframt er lagt til að mögu-
leikinn á tvöfaldri refsingu verði
aukinn ef um er að ræða glæp í
tengslum við innbyrðis átök glæpa-
gengja. -ibs
Stjórnvöld í Danmörku:
Barátta gegn
glæpagengjum
SKIPULAGSMÁL Norski arkitektinn
Eirik Rønning Andersen sigr-
aði í hugmyndasamkeppni um
bætta aðstöðu fyrir ferðafólk í
Stórurð og nágrenni Dyrfjalla að
því er segir á vef Fljótsdalshér-
aðs. Verðlaunin voru ein milljón
króna.
Fljótsdalshérað og Borgar-
fjarðarhreppur stóðu fyrir sam-
keppninni. Markmiðið var að
styrkja ímynd Dyrfjalla og Stóru-
rðar sem ferðamannastaðar og
bæta aðgengi göngufólks. - gar
Samkeppni um Dyrfjöll:
Norðmaður
fékk milljón
www.volkswagen.is
A
uk
ab
ún
að
ur
á
m
yn
d:
1
6“
á
lfl
eg
ur
, þ
ok
ul
jó
s
Volkswagen Polo
Sparar sig vel
Meðaleyðsla aðeins
5,5 lítrar á hverja 100 km
Polo Trendline 1.2 bensín, 70 hestafla, beinskiptur
Polo 1.2 bensín kostar aðeins:
2.460.000 kr.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði