Fréttablaðið - 30.10.2013, Page 14

Fréttablaðið - 30.10.2013, Page 14
30. október 2013 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Sara McMahon sara@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Ímyndum okkur að þegar borgarstjórn biður Reykvíkinga um að taka af fjár- munum sínum til að leggja í sameigin- legan sjóð eigi þeir að mæta í Ráðhúsið, standa í röð og rétta borgarfulltrúum peningaseðlana sína. Það væri augljós- lega ekki skilvirkt, en þannig yrði þó líklega borin meiri virðing fyrir því að útsvarið er peningar borgarbúa sem þeir treysta að farið sé með eins vel og hægt er. Nú er útsvarið í Reykjavík í leyfilegu hámarki; 14,48% af því sem borgar- búar vinna sér inn. Útsvarsprósentu má aldrei líta á sem lögmál heldur á hún alltaf að vera til skoðunar með það að markmiði að borgarbúar haldi sem mestu eftir af tekjunum. Parkinson nokkur setti fram lögmál um að hvert verkefni sem unnið væri hjá hinu opinbera tæki þann tíma sem því væri úthlutað. Seinna setti Niska- nen fram kenningar um að forsvars- menn opinberra stofnana hefðu tilhneig- ingu til að þenja út umsvif þeirra, nema kjörnir fulltrúar settu þeim mörk. Með þetta til hliðsjónar má velta fyrir sér hvort það segi sig ekki sjálft að væri leyfilegt útsvar hærra, væri það áfram nýtt upp í topp. Ef það væri lægra, væri að sama skapi fundið út úr því. Undanfarin ár hefur aðhaldið verið fært frá borgarkerfinu yfir á borgarbúa með hærri álögum. Þegar unnið er með abstrakt tölur í Excel-skjölum tapast skynjunin á að við erum að tala um bein- harðar og dýrmætar ráðstöfunartekjur borgarbúa. Þess vegna er líka alltof auðvelt að hækka útsvarið um prósentu- brot. Það væri ekki eins auðvelt að biðja borgarbúa að koma aftur í Ráðhúsið og standa aftur í röð til að borga aðeins meira – og líklegra að kerfið myndi rýna tölurnar betur til að þurfa ekki að biðja þá um það. Þannig á nálgunin að vera. Það er lágmark að borgarfulltrúar muni – sérstaklega núna þegar borgar- stjórn liggur yfir fjárhagsáætlun – að þeir þurfa að fara með útsvarstekjurnar eins og sérhver borgarbúi hafi gert sér ferð í Ráðhúsið og rétt þeim peningana sína. Of auðvelt að taka meira FJÁRMÁL Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi ➜ Það væri ekki eins auðvelt að biðja borgarbúa að koma aftur í Ráðhúsið og standa aftur í röð til að borga aðeins meira – og líklegra að kerfi ð myndi rýna tölurnar betur til að þurfa ekki að biðja þá um það. M egineinkenni íslenskrar umræðuhefðar er tor- tryggnin. Allir sem viðra skoðanir sínar, beðnir eða óumbeðnir, eru grunaðir um að reka erindi einhvers annars en sjálfs sín. Þeir hljóta að hafa einhvern annan málstað að verja en liggur í augum uppi. Það hlýtur að vera eitthvert plott í pokahorninu. Það virðist vera óhugsandi að fólk myndi sér skoðanir út frá eigin hyggjuviti og menntun óháð því hvort sú skoðun er þóknanleg þessum eða hinum pólitíska arminum, og þá er átt við pólitík í víðasta skilningi. Það er alltaf leitað að tengslum við- komandi við þetta eða hitt batt- eríið og því veifað sigri hrós- andi að þessi hafi sko einu sinni sést á fundi hjá femínistum eða mætt í partí í Valhöll. Sem sagt verið einhvers staðar þar sem hann hafi fengið línuna lagða. Fólk æsir sig yfir því að fræðimenn í sömu grein séu ekki sammála um leiksýningu, að sú sem lofar hana hljóti að stjórnast af feminískum öfgum og sá sem lastar hana hljóti að aðhyllast gamaldags hugmyndafræði hvítra miðaldra karl- skrögga. Rökin eru þau að þar sem viðkomandi aðilar séu menntaðir í sömu fræðigrein hljóti þeir að eiga að komast að sömu niðurstöðu nema einhver annarleg sjónarmið séu undir- liggjandi. Eins og það sé ekki akkúrat drifkraftur fræðanna að fólk nálgast þau frá ólíkum sjónarhornum og varpar mismun- andi ljósi á þau. Sama gildir um þá sem tjá sig um nýjan þjóðmálaþátt í sjónvarpi hvort sem er til lofs eða lasts. Þeim er umsvifalaust skipað á ystu brúnir andstæðra vængja stjórnmálanna og öll sú umræða ratar beinustu leið út í skurð. Það er sem sagt ekki inni í myndinni að fólki geti líkað eitthvað sem pólitískir andstæð- ingar hafa fram að færa eða mislíkað einhver nálgun samherja í tíkinni þeirri. Út frá því virðist gengið að allir hafi gengist undir einhvern trúnaðareið um það að hafa aldrei nokkra sjálf- stæða skoðun á nokkrum hlut. Og undir öllu kraumar sú land- læga firra að ef þú aðhyllist einhverja ákveðna skoðun í ákveðnu máli þá leiði það af sjálfu sér að þú hafir þessa eða hina skoð- unina á öllum öðrum málum. Þú ert annaðhvort í þessu liði eða hinu og öll frávik frá stefnu liðsins virðast svo fáránlega lang- sótt hugmynd að hún er aldrei einu sinni dregin fram. Þessi stimplunarárátta og tortryggni eyðileggur alla opinbera umræðu á Íslandi. Það er endalaust ekið í hringi, helst með skítadreifara í eftirdragi, og árangurinn verður í samræmi við það. Engu er breytt, engir nýir vinklar leyfðir, umræðan hjakk- ar í sama farinu og sömu málin koma upp ár eftir ár eftir ár með sömu formerkjum og sömu grátlegu niðurstöðu, eða niðurstöðu- leysi öllu heldur. Það er líkast því að í gangi sé endalaus umferð af Frúnni í Hamborg þar sem sá sem spurður er má hvorki segja svart né hvítt, já né nei án þess að vera umsvifalaust dæmdur úr leik. Og umræðan um sömu málin, eða náskyld mál, byrjar aftur á byrjunarreit í næstu umferð. Svo eru allir steinhissa á að hér verði lítil framþróun. Umræðan um umræðuna: Ekki segja svart, ekki segja hvítt Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is PR-mennirnir í KSÍ Þóri Hákonarsyni og félögum í KSÍ hafa verið býsna mislagðar hendur undanfarin misseri og ósjaldan sem þeir hafa komið heldur klaufalega fyrir sjónir almennings. Menn muna til dæmis eftir stóra strípibúllumálinu frá Zürich árið 2009, og eitthvað örlaði á vanstillingu í viðbrögðum sambands- ins þegar í ljós kom að Aron Jóhanns- son hafði kosið að leika með banda- ríska landsliðinu fyrr í ár. Og enn gekk þeim illa að fóta sig á svellinu í gær, þegar þeir sættu gagnrýni fyrir það að selja eftirsóttustu aðgöngumiða á fótboltaleik í Íslandssögunni um miðja nótt og láta engan vita af því fyrirfram. KSÍ mun hafa staðið til boða nýverið að fá almannatengla til að annast allt umstangið í kringum miðasöluna. Því var hafnað. Þeir hafa væntanlega metið það svo að þeir væru alveg nógu færir í almanna- tengslunum sjálfir. Það var rangt mat. Sjálfstætt Seltjarnarnes Magnús Örn Guðmundsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4. til 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnar- nesi. Í tilkynningu kemur fram að Magnús leggi meðal annars „áherslu á sjálfstætt Seltjarnarnes“. Þetta er tímabær yfirlýsing. Með sjálfstæðu Seltjarnarnesi yrði draumur Jóns Gnarr um tollahlið á Nesveginum loksins að veruleika og það þyrfti ekki nema eina formúlubraut úti á Gróttu til að Nesið gæti með réttu kallað sig Mónakó norðursins. Þekkti málið vel Á þessum stað í gær var vikið að því að það væri hæpið hjá Brynjari Níelssyni að halda því fram að þyngri refsingar lægju við því að stela og dreifa höfundarréttarvörðu efni á vefn- um en að kaupa sér vændi, enda hafi annað komið í ljós í eina dómnum yfir hópi manna sem gerði það fyrrnefnda – svokölluðum DC++-dómi: þeim var ekki gerð refsing, ólíkt vændiskaup- endum sem hafa allir verið sektaðir. Það sem ekki kom fram í blaði gærdagsins var að Brynjar vissi auðvitað vel af þessu þegar hann skrifaði pistilinn sinn um málið. Hann var jú verjandi DC++-mannanna. stigur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.