Fréttablaðið - 30.10.2013, Síða 20

Fréttablaðið - 30.10.2013, Síða 20
 | 4 30. október 2013 | miðvikudagur Róbert Guðfinnsson, athafnamað- ur og Siglfirðingur, á stóran þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem nú stendur yfir á Siglufirði í tengslum við ferðaþjónustu, afþreyingu og rannsóknir í líftækni. Róbert hefur í gegnum félagið Rauðku ehf. breytt gömlum fisk- vinnsluhúsum við smábátahöfnina á Siglufirði í veitingahús, kaffihús, skemmtistað og gallerí. Félagið ætlar einnig að opna nýtt 68 herbergja hótel í bænum og vinnur nú með sveitarfélaginu Fjallabyggð að uppbyggingu níu holu golfvallar. Líftæknifyrirtækið Genís hf., sem er að mestu í eigu fjárfesta sem tengjast Róberti, er síðan að byggja nýja líftækniverksmiðju í bænum við hliðina á veitinga- rekstri Rauðku. Fjárfestingar í tengslum við þessi verkefni sem Róbert er aðili að nema að hans sögn meira en þremur milljörðum íslenskra króna. Vildi skapa nýjar tekjur og störf „Þegar umræðan um Héðinsfjarð- argöng fór af stað rétt eftir alda- mótin sá maður fram á að hlutirn- ir gætu breyst á Siglufirði en ára- tugina á undan hafði verið eilíf barátta við að halda fólki í samfé- laginu,“ segir Róbert, spurður um hvernig það kom til að hann fór að fjárfesta í ferðaþjónustu og líf- tækni á Siglufirði. „Ég var á þeim tíma einn af stjórnendum og eigendum sjáv- arútvegsfyrirtækisins Þormóðs Ramma og horfði upp á það hvern- ig tæknivæðing og hagræðing í sjávarútvegi leiddu til fækkunar starfa og einhæfs atvinnulífs. Þá leituðu menn eftir nýjum tækifær- um til uppbyggingar og hvernig hægt væri að skapa nýjar tekjur og störf,“ segir Róbert. Hann segir að þessar vanga- veltur hafi meðal annars leitt til þess að Þormóður Rammi ákvað að stofna fyrirtækið Primex sem vinnur efnið kítín úr rækjuskel. „Þegar ég lét af störfum og seldi minn hlut í Ramma árið 2005 þá keyptum við félagi minn, Vilhelm Már Guðmundsson, ásamt Nýsköp- unarsjóði, rannsóknar- og þróun- ardeildina út úr Primex. Sú eining heitir í dag Genís hf.“ Í dag starfa fjórir starfsmenn Genís í lítilli þróunarverksmiðju fyrirtækisins á Siglufirði. Áform eru um byggingu stærri verk- smiðju á næstu árum. „Við uppbyggingu Genís á Siglu- firði mun störfum fyrir háskóla- menntað fólk fjölga. Það er gríð- arlega mikilvægt fyrir bæinn því störf í svona samfélögum eiga til að vera einhæf.“ Keypti gömul fiskverkunarhús Sex ár eru liðin frá því að Róbert fór fyrst að fjárfesta í verkefnum tengdum ferðaþjónustu á Siglu- firði. Þá ákvað hann að kaupa gömul fiskverkunarhús í kring- um smábátahöfnina í bænum. „Ég hef lengi unnið að verkefn- um erlendis og á ferðum mínum hef ég skoðað mikið af smábáta- höfnum sem áður voru gamlar fiskihafnir en var breytt í ferða- mannastaði. Því spurði ég sjálf- an mig þeirrar spurningar hvort það væri ekki alveg eins hægt að byggja upp slík verkefni á stað eins og Siglufirði. Við ákváðum því strax í byrjun að gera smábáta- höfnina í bænum að hjarta verk- efnisins,“ segir Róbert. Við norðanverða smábátahöfn- ina standa nú veitingahús, kaffi- hús, skemmtistaður og gallerí Rauðku og við austanverða höfn- ina stendur áðurnefnd verksmiðja Genís. „Við sunnanverða höfnina ætlum við síðan að byggja 68 herbergja hótel sem verður þrjú þúsund fer- metrar að stærð og verður tekið í notkun vorið 2015. Hótelið hefur fengið nafnið Hótel Sunna, til heið- urs gamalli síldarverkunarstöð sem stóð áður á þessum reit,“ segir Róbert og bætir því við að öll hús Rauðku, þar með talið hótelið, séu hönnuð í gömlum stíl til að falla vel inn í umhverfið. Helmingur hótelsins verður að sögn Róbers byggður á landfyll- ingu. „Það var ekki gert vegna þess að það væri skortur á landi á Siglu- firði. Ástæðan er sú að hótel- ið verður byggt þannig að útsýni verður yfir bátahafnir úr öllum herbergjum þess. Landfyllingin er nú að síga og um leið og hún verð- ur tilbúin, og þegar veður leyfir, þá munum við hefja framkvæmd- ir við hótelið.“ Mikil tækifæri á landsbyggðinni Sveitarfélagið Fjallabyggð og Rauðka stofnuðu á síðasta ári sjálfseignarfélagið Leyningsás sem stendur að uppbyggingu á nýjum níu holu golfvelli og skíða- svæðinu á Siglufirði. „Þessi verkefni eru nauðsyn- leg til að fá aukna breidd í ferða- þjónustuna og gera þetta samfé- lag meira aðlaðandi fyrir ungt fólk sem velur Siglufjörð til fram- tíðarbúsetu. Við sömdum því við sveitarfélagið um að setja eign- ir skíðasvæðisins inn í sjálfseign- arfélag þar sem skíðasvæðið yrði byggt enn frekar upp og byggður yrði nýr níu holu golfvöllur. Þessi verkefni voru sett inn í sjálfseign- arfélag því við lögðum félaginu til loforð um 300 milljónir króna og þetta félag er að fullu í eigu sam- félagsins,“ segir Róbert. Hann segir það sína skoð- un að tækifæri í fjárfestingum í tengslum við ferðaþjónustu á landsbyggðinni hafi ekki fengið verðskuldaða athygli. „Ég tel að fjölgun erlendra ferðamanna sé eitt af stærstu tækifærum landsbyggðarinn- ar til að ná vopnum sínum aftur. Reykjavíkursvæðið og Gullfoss og Geysir taka ekki við einni og hálfri milljón ferðamanna á ári á næstu tíu árum eins og nýjustu spár gera ráð fyrir. Því mega þessi samfélög úti á landi ekki vera íhaldssöm og blinduð af for- tíðarhyggju heldur verða þau að nýta tækifærin og einkafjár- magnið verður einnig að skynja þessi tækifæri úti á landi,“ segir Róbert að lokum. Smábátahöfnin hjarta verkefnisins Fjárfestingar í tengslum við verkefni athafnamannsins Róberts Guðfinnssonar á Siglufirði nema meira en þrem- ur milljörðum íslenskra króna. Þar á meðal eru framkvæmdir við nýtt 68 herbergja hótel, líftækniverksmiðju og nýjan níu holu golfvöll. Róbert segir fjölgun erlendra ferðamanna fela í sér mikil tækifæri fyrir landsbyggðina. SIGLFIRÐINGUR Róbert Guðfinnsson segir mikilvægt að fjölga störfum fyrir háskólamenntað fólki á Siglufirði. Fréttablaðið/Arnþór FJÁRFESTA Í FERÐAÞJÓNUSTU Við smábátahöfnina á Siglufirði standa nú veitingahús, kaffihús, skemmtistaður og gallerí Rauðku. Líftæknifyrirtækið Genís er einnig með aðstöðu þar og nýtt hótel bætist í hópinn vorið 2015. Fréttablaðið/Stefán. VIÐTAL Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is Sveitarfélagið Fjallabyggð hefur að undanförnu fjárfest í mikilvægum innviðum á Siglufirði eins og skólamann- virkjum, þjónustubyggingum og bættri hafnaraðstöðu. Að auki hefur þurft að bæta stoðvirki fyrir snjóflóðavarnir í fjallinu Hafnarhyrnu fyrir ofan Siglufjörð. Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir að nóg sé til af húsnæði í bænum þrátt fyrir að mörg hús hafi á undanförnum árum verið keypt og notuð sem sumarhús. „Hér voru áður hátt í fimm þúsund íbúar en við erum nú um ellefu hundruð. Þegar þeim sem sem eiga hús- næði hér í bænum og nota það sem sumarhús fór að fjölga þá fylgdu því auknar tekjur í gegnum fasteignaskatta en það hefði mátt vera meiri fjölgun í bænum svo hér væru fleiri útsvarsgreiðendur. En við skulum vona að það sé næsta skrefið og að öll þessi verkefni sem nú eru í deiglunni komi til með að stuðla að framþróun byggðarinnar,“ segir Sigurður. NÓG TIL AF HÚSNÆÐI Á SIGLUFIRÐI SIGURÐUR VALUR ÁSBJARNARSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.