Fréttablaðið - 30.10.2013, Side 24

Fréttablaðið - 30.10.2013, Side 24
KYNNING − AUGLÝSINGBílaleigur MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 20132 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, s. 512-5432, sverrirbs@365.is Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Fólk sem leigir raf bíla af Enterprise Holdings Inc., sem er stærst á bandarísk- um bílaleigumarkaði, skilar þeim fljótlega og skiptir þeim út fyrir bensínbíla. Frá þessu greinir Bloom berg-fréttaveitan. „Margir eru tilbúnir til að prófa rafbílana en flestir bakka út úr samningun- um eftir stuttan tíma,“ segir tals- maður Enterprise. Helsta ástæða er er óttinn við að drægi bílsins nægi ekki til að koma honum á milli hleðslustöðva. Lítil eftirspurn Hjá Enterprise leigja viðskiptavin- ir rafbíla að meðaltali í 1,6 daga en hefðbundna bíla í sex til sjö daga. Fyrirtækið er með um 300 rafbíla á sínum snærum sem er 40 prósent færra en ætlunin var að bjóða upp á árið 2010. Fyrirtækið Hertz Glo- bal Holdings Inc. tilkynnti árið 2010 að það ætlaði að vera með 500 til 1.000 rafbíla í flota sínum árið 2011. Því markmiði hefur ekki verið náð enn vegna lélegrar eftir- spurnar. Tvinnbílar vinsælli Auðveldara hefur verið að kynna og leigja út tvinnbíla, blendinga af raf- og bensínbílum, þar sem þeir líkjast fremur hefðbundnum bif- reiðum. Enterprise er til að mynda með 11 þúsund tvinnbíla á sínum snærum. „Fólk á auðveldara með að skilja tvinnbílana og hræðslan við drægið er ekki til staðar,“ segir talsmaður bílaleigufyrirtækis. Rafbílavæðing í uppnámi Takmarkað drægi hefur hamlað eftirspurn eftir rafbílum í Banda- ríkjunum, bæði hjá bílaleigum og í almennri sölu. Nú eru um 140 þúsund rafbílar á bandarískum vegum en opin- ber stefna Baracks Obama Banda- ríkjaforseta var að árið 2015 yrðu milljón rafbílar í landinu. Þessi seinkun á rafbílavæðingu hefur sömuleiðis áhrif á mengunar- varnir þar sem bílaumferð veld- ur þriðjungi af koltvísýringslosun landsins. Tesla dregur lengst en kostar mikið Hertz bætti nýlega Tesla-bílum við flotann á tveimur stöðum, í Los Angeles og San Francisco, sem hluta af Draumabílaverkefninu sem einnig inniheldur Ferrari- og Viper-sportbíla. Tesla hefur lengst drægi rafbíla á markaði – Tesla Model S kemst lengst 483 kílómetra en flestir rafbílar missa kraftinn eftir 160 km. Leiga á slík- um bíl er há en bíll frá Tesla kostar 60 þúsund krónur á dag hjá Hertz en 35 til 60 þúsund krónur hjá En- terprise. Til samanburðar kost- ar 7 til 15 þúsund krónur á dag að leigja Nissan Leaf. Einstök upplifun Verðið á leigunni á Teslu bend- ir til að fólk líti oft á það sem ein- staka upplifun að fá að prófa raf- bíla frekar en að það telji þá henta til daglegra nota. Forsvarsmenn bílaleigufyrirtækjanna telja að rafbílar verði ekki vinsælir fyrr en búið sé að auka drægi þeirra, þeir verði á viðráðanlegu verði auk þess sem setja þurfi upp fleiri hleðslustöðvar um land allt. Treysta ekki drægi rafbíla Rafbílar hafa ekki náð þeim vinsældum sem bílaleigubílar í Bandaríkjunum sem sumir hefðu haldið og kosið. Meginástæðan er sú að þeir sem leigja bíla treysta því ekki að komast á áfangastað vegna lélegs drægis batteríanna. Tesla Model S hefur gott drægi en hins vegar kostar morð fjár að leigja slíkan bíl í Bandaríkjunum, allt frá 35 til 60 þúsund krónur á dag. NORDICPHOTOS/GETTY Rafbílar hafa ekki náð miklum vinsældum sem bílaleigubílar í Bandaríkjunum. Ástæðan er lélegt drægi þeirra og fáar hleðslustöðvar. NORDICPHOTOS/GETTY Gott að hafa í huga 1. Gerðu létta athugun á netinu Skoðaðu ferðasíður og fáðu tilfinningu fyrir þeim mögleikum sem eru í boði áður en þú skoðar heimasíður bílaleig- anna sjálfra. 2. Taktu allt með í reikninginn Áður en þú hrósar happi yfir verði skaltu skoða það sem þú gætir þurft að borga aukalega fyrir og meta hvað þú raunverulega hefur þörf fyrir. Er til dæmis nauðsynlegt að bóka auka bíl- stjóra? 3. Þefaðu uppi tilboð Hafðu augun opin fyrir helgartilboðum og sérstökum afsláttardögum í miðri viku. 4. Veldu minni bíl Athugaðu vandlega hvort þörf sé á stórum bíl í ferðina. Minnstu bílarnir eru yfirleitt ódýrastir. 5. Hafðu á hreinu hvert má aka Ef ætlunin er að aka yfir landamæri í ferðinni er vert að athuga hvort einhverjar takmarkanir eru á því í samningnum, til að forðast óvæntan kostnað. 6. Er þörf á sérstakri tryggingu aukalega? Athugaðu hvaða tryggingar þú ert þegar með gegnum kreditkortið þitt og hvort þær bifreiðatryggingar sem þú ert með dekka jafnvel það sem þarf við leigu á bíl. 7. Fylltu tankinn Það getur verið ódýrara að fylla á bílinn á bensínstöð en greiða fyrir bensín á bílaleigunni. Ekki gleyma að fylla á tankinn áður en bílnum er skilað. 8. Á réttum tíma Skipuleggðu ferðalagið vel svo þú skilir bílnum á tilsettum tíma. Í mörgum tilfellum gæti talsverður kostnaður bæst við ef bílnum er skilað of seint. Þetta er eitt af því sem gott er að hafa á hreinu í upphafi ferðar. 9. Slepptu flugvallargjaldinu Hugsanlega fylgja aukaleg gjöld því að leigja bíl á flugvelli. Það gæti borgað sig að leigja bílinn frekar á bílaleigu í bænum ef það passar inn í ferðaáætlunina. 10. Eigin aukabúnaður Ef börnin eru með í ferðinni gæti borgað sig að taka eigin bílstól með og sleppa þannig við að leigja hann með bílnum. heimild: www.today.is KAGGINN BÍÐUR Í HÖRPUNNI Smelltu á vefinn og skoðaðu alla hina kaggana sem eru til leigu og fáðu kannski díl líka. WWW.GEYSIR.IS SÍMI: 893 44 55

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.