Fréttablaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 27
365 MIÐLAR | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Jónas Unnarsson
Ellen Pompeo, aðalsöguhetja Gray‘s Anatomy, hefur
leikið Meredith í yfi r 200 þáttum. Í nýlegu viðtali við
New York Post greindi hún frá því að höfundur þátt-
anna, Shonda Rhimes, hefði upphafl ega ætlað leikar-
anum Isaiah Washington að leika ástmög hennar,
Derek Shephard. „Þau vildu að Washington léki
kærastann minn en Shondu var mjög í mun að koma
svörtum manni að. Mér fannst það ekki nógu góð hug-
mynd og vildi ekki fá hann sem mótleikara, fannst það
of líkt raunveruleikanum,“ sagði Pompeo í viðtalinu en
leikkonan er gift tónlistarframleiðandanum Chris Ivery,
sem er svartur. „Ég sagðist heldur vilja Dempsey-
gaurinn.“
Pompeo fékk sínu framgengt og Washington fékk í
staðinn hlutverk Peter Burke. Þessi stöðulækkun fór
ekki vel í Washington að sögn Pompeo. Leikarinn var
síðar látinn taka poka sinn vegna fordómafullra um-
mæla hans um samleikara sinn T.R. Knight.
Þó Pompeo hafi ekki viljað endurspegla eigið líf með
því að eiga svartan elskhuga í þáttunum má segja að
nýtt hlutverk Meredith sem móður dragi dám af hennar
eigin lífi . Í þáttunum á Meredith Zolu, fjögurra ára ætt-
leidda svarta dóttur, og í raunveruleikanum á hún dótt-
urina Stellu á svipuðum aldri.
VILDI EKKI
WASHINGTON
Ellen Pompeo með eiginmanni sínum, tónlistarframleiðandanum
Chris Ivery. Pompeo með dóttur sína, Stellu. NORDICPHOTOS/GETTY
Ellen Pompeo sem leikur Meredith
í Gray‘s Anatomy sagði frá því
nýverið að hún hefði kosið
Dempsey fram yfir Washington
þegar kom að vali á mótleikara.
Lokaþáttur Mistresses fer í
loftið í kvöld. Á nýja árinu er
von á nýrri þáttaröð sem sýnd
verður á Stöð 2 strax í kjölfar
frumsýningar þáttanna á ABC-
sjónvarpsstöðinni vestra.
Söguþráðurinn spinnst um vin-
kvennahóp sem fl æktur er í
óuppbyggileg og á stundum
harðbönnuð ástarsambönd og
glímir við framhjáhöld, elti-
hrella, afturgöngur og fl eira
sem rígheldur áhorfendum.
Þokkagyðjan Alyssa Milano
fer með aðalhlutverkið, lög-
fræðinginn Savi sem í byrjun
þáttanna lenti í einnar nætur
gamni með vinnufélaga og þarf að takast á við eftirmál þess.
„Endalokin verða tvísýn en ýmsum spurningum svarað, eins
og því hver barnsfaðir Savi er,“ segir Alyssa sem verður gest-
gjafi í stjörnuútgáfu Project Runway á milli þáttaraða.
„Ég vona að Savi nái áttum í næstu þáttaröð og fyrirgefi sjálfri
sér öll mistökin. Þeir sem vilja komast á bragðið ættu að horfa
á síðasta þáttinn því frillurnar eru heillandi kvensur á sérstökum
stað í lífi nu og framhaldið verður krassandi.“
FRILLURNAR
SNÚA AFTUR
Stöð 2 hefur sýningar á þáttaröðinni World
Without End á mánudagskvöld. Þættirnir eru
byggðir á samnefndri metsölubók eftir Ken
Follett og eru sjálfstætt framhald þáttaraðar-
innar Pillars of the Earth sem sýnd var á Stöð
2 sl. vetur. Follett styðst við sögulegar stað-
reyndir og spinnur í kringum þær magnaða
sögu um völd og baráttu, trú og ást. Hann
notar tvo sögulega viðburði, upphaf hundrað
ára stríðsins sem Bretar háðu við Frakka og
svartadauða, sem var einn skæðasti heims-
faraldur sögunnar og náði hámarki í Evrópu
um miðja 14. öld. Meðal leikenda eru Cynthia
Nixon (Sex and the City), Ben Chaplin, Peter
Firth og Miranda Richardson. Leikstjóri er
Michael Caton-Jones sem m.a. leikstýrði
stórmyndinni Rob Roy.
STÓRBROTIN SAGA
WORLD WITHOUT END
Hefst á mánudag kl. 22.35
MISTRESSES
Í kvöld kl. 21.40