Fréttablaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 24
7. nóvember 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Ein mikilvægasta forsendan fyrir fram- förum og velsæld í samfélögum er að vel sé hlúð að opinberum samkeppnissjóðum sem veita fé til vísindarannsókna. Slíkar rannsóknir eru grundvöllur verðmæta- sköpunar sem byggist á hugviti en ekki nýtingu á takmörkuðum náttúruauðlind- um. Veruleg aukning á fjárframlögum til samkeppnissjóða á sviði vísinda varð því eðlilega eitt af meginatriðum fjárfestinga- áætlunar ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Aukningin var reyndar algjörlega nauðsynleg því fjár- framlög til þeirra höfðu staðið í stað frá því fyrir hrun og því hefði í raun þurft að gera enn betur. Ríkisstjórn Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks virðist þó ekki hafa skilning á þessu og hefur með fyrsta fjárlagafrumvarpi sínu ákveðið að draga aukninguna að verulegu leyti til baka. Að undanförnu hefur mikil umræða farið fram á Alþingi og í samfélaginu um stöðu Rannsóknasjóðs í ljósi þess niður- skurðar sem fjárlagafrumvarpið boðar. Komið hefur fram að niðurskurðurinn mun hafa þær afleiðingar að sjóðurinn mun ekki geta stutt við ný verkefni á árunum 2014 og 2015. Það þýðir að starf fjölda rannsóknahópa er í hættu og að fjöldi ungs vísindafólks gæti neyðst til að flytja af landi brott til að geta sinnt starfi sínu. Það er hætt við því að rann- sóknarnemar þurfi að hætta í miðju kafi og að samfella í mikilvægum verkefnun- um rofni þannig að gríðarlegir fjármunir fari í súginn. Það er verið að spá neyðar- ástandi og til þess má ekki koma. Það sem er dapurlegast við þennan niður skurð er að hann er ekki nauðsyn- legur heldur er hann birtingarmynd þeirrar forgangsröðunar sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks stendur fyrir. Hún er í þágu stórútgerð- arinnar á kostnað framfara og eðlilegs vísindastarfs í íslensku samfélagi. Niður- skurðurinn er til kominn vegna þess að ríkisstjórnin og meirihluti Alþingis ákváðu að gera það sitt fyrsta verk að lækka sérstaka veiðigjaldið og þannig afsala samfélaginu eðlilegum hluta í arði af sjávarauðlindinni. Arði sem til stóð að nota til að byggja upp og treysta innviði íslensks samfélags. Útlitið er ekki bjart en enn þá er hægt að skipta um áherslu og skila fjármagninu aftur til sjóðanna. Það er of mikið í húfi til að verjandi sé að hunsa raddir vísinda- samfélagsins og þverpólitíska sátt um mikilvægi rannsókna og þróunar í þágu samfélagsins alls. Ríkisstjórn gegn framförum? VÍSINDI Svandís Svavarsdóttir alþingismaður Hefðu ekki átt að hafna Flóka Málefni Langholtskirkju, sem voru mjög í deiglunni undir lok síðustu aldar, voru deilur séra Flóka í Lang- holtskirkju við organistann og kórinn um kaup á orgeli, sem Flóka fannst óráð, en hann hraktist á endanum úr stóli. Forsíðufrétt blaðsins í gær, um blankheit Langholtskirkju, vakti upp þann draug, enda er téðum orgel- kaupum að hluta til kennt um vandræðin. Sigurður G. Guðjóns- son, sem var málsvari Flóka á sínum tíma, segir á bloggi sínu: „Nú veldur orgelið sókninni fjárhagsvanda sem boð- skapur klerksins hefði aldrei gert. Svona fer þegar gera á guðshús að öðru en þau eru ætluð til.“ Einvígi í Eymundsson Þeir Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson halda báðir útgáfuhóf vegna nýútkominna bóka sinna á morgun. Veislurnar hefjast á sama tíma, klukkan fimm, Össur verður í Eymundsson á Skólavörðu- stíg og Steingrímur í Eymundsson í Austurstræti. Þangað ættu áhuga- samir að geta mætt til að lesa í pólitískar víglínur út frá gestum í hvorri veislu. Eitt fyrir alla Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vék máli sínu á þingi í vikunni að innflutningi á ferskum kjötvörum. Þar lét hann eftirfarandi orð falla: „Mér er sagt að íslenskir innflytjendur á kjöti leiti eftir ódýrasta kjötinu, ekki því besta, og það sé síðan flutt inn. Kjötið er síðan unnið, jafnvel úrbeinað og þvegið upp úr íslensku vatni, pakkað í íslenskar umbúðir og selt á sama verði og kjúklingar sem eru ræktaðir á Íslandi.“ Það er gott að þingmaður hefur jafn tryggt land undir fótum og: „mér er sagt“ þegar hann fullyrðir svona nokkuð um kjötinn- flytjendur án þess að tiltaka neitt frekar. thorgils@frettabladid.is Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU S igrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar- flokksins, sakaði Steingrím J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson um „aðför“ að forseta Íslands í ræðu á Alþingi í fyrradag. Skrif þessara tveggja fyrrverandi ráðherra í bókum um síðasta kjörtímabil kallar hún „forkastanleg“, af því að þar er að finna harða gagnrýni á forsetann. „Það er ekki lýðræðinu eða stjórnskipun vorri til fram- dráttar að ráðast á forseta Íslands með þessum hætti né bætir það stjórnmálaumræðuna í landinu,“ sagði Sigrún. „Á góðum stundum tala og töluðu þessir stjórnmálamenn um nauðsyn þess að gera stjórn- málaumræðu hófstilltari, málefnalegri og opnari. Öllum þeim gildum er kastað fyrir róða til að koma höggi á forseta Íslands.“ Þessi ræða hefði vel getað átt við fyrr á árum, þegar á stóli forseta Íslands sátu einstaklingar sem töldu það ekki hlutverk sitt að blanda sér í pólitísk deilumál og lögðu meira til sam- stöðu en sundrungar meðal þjóðarinnar. Forsetinn lét pólitíkina í friði og pólitíkin lét forsetann í friði. Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur hins vegar blandað sér með afgerandi hætti í pólitísk deilumál. Hann hefur tekið fram fyrir hendurnar á Alþingi með því að synja lögum stað- festingar í þrígang. Í viðtali við Fréttablaðið eftir forseta- kosningarnar í fyrra sagði Ólafur Ragnar að í kosninga- úrslitunum fælist „sú krafa að forsetinn sé virkur þátttakandi í samræðum þjóðarinnar um hin stærstu mál“. Hann túlkaði úrslitin þannig að þjóðin hefði veitt honum umboð til að láta meira að sér kveða og tala skýrt um umdeild mál á borð við stjórnarskrána og Evrópusambandið. Það má deila um þessa túlkun kosningaúrslitanna en þetta er síðan einmitt það sem forsetinn hefur gert. Hann hefur tjáð sig með afgerandi hætti um bæði þessi stóru mál; um stjórnar- skrána í síðasta nýársávarpi sínu og um Evrópusambandið í þingsetningarræðu sinni í sumar. Eins og ýmsir urðu til að benda á eftir forsetakosningarnar getur forsetinn ekki búizt við að vera virkur þátttakandi í stjórnmálaumræðunni án þess að honum sé svarað og mál- flutningur hans og framganga gagnrýnd. Þá gildir einu hvort fólki finnst að hann fari út fyrir stjórnskipulegt hlutverk sitt með málflutningi sínum eða ekki. Hann setur fram rök fyrir máli sínu og þá hljóta þeir sem eru á öndverðum meiði að svara – vonandi líka með vönduðum rökum. Málefnaleg stjórnmálaumræða getur að minnsta kosti alls ekki átt að fara þannig fram að áhrifamikill talsmaður eins sjónarmiðs tali og kveði fast að skoðunum sínum, en talsmenn öndverðra sjónarmiða þegi bara þunnu hljóði af því að þeir beri svo mikla virðingu fyrir andstæðingnum, stöðu hans vegna. Gagnrýni og skoðanaskipti eru nú einu sinni alveg bráðnauð- synlegur hluti af stjórnmálaumræðunni. Sennilega er algjör óþarfi að þingflokksformaður Framsókn- arflokksins komi forseta Íslands til varnar. Hann er gamal- reyndur í stjórnmálunum. Hann veit vel að sá sem blandar sér í pólitískar deilur verður að þola andmæli og gagnrýni. Í því felst engin aðför. Er gagnrýni ekki partur af stjórnmálaumræðunni? Aðförin að Ólafi Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.