Fréttablaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 34
FÓLK|TÍSKA
HÖNNUÐURINN
Stella Jean vakti óskipta
athygli á tískuvikunni í
Mílanó í september og
þykir rísandi stjarna í
tískuheiminum.
NORDICPHOTOS/GETTY
Stella Jean er fædd og uppalin í Róm á Ítalíu en á rætur að rekja til Haítí, þaðan sem móðurfjöl-
skylda hennar er ættuð. Hún nýtir upp-
runa sinn óspart í hönnun sinni eins og
sést á djörfum og þjóðlegum klæðum
sem hún sýndi á tískuvikunni í Mílanó
í september. „Tísku má nota sem al-
þjóðlegt tungumál og sem tæki gegn
nýlendustefnu. Hún getur komið á jafn-
vægi milli ólíkra heima,“ sagði hún í við-
tali við vefsíðu Vogue. „Að vera hluti af
fjölþjóðlegri fjölskyldu á Ítalíu á níunda
áratugnum mótaði mig ekki aðeins sem
persónu heldur blés í mig andagift,“
sagði þessi 34 ára tveggja barna móðir
sem hóf ferilinn sem fyrirsæta.
Jean blandar í hönnun sinni saman
stórum og litríkum mynstrum frá
kreólskum uppruna móður sinnar og
karlmannlegum þverröndum frá Torino
á Ítalíu, en þaðan er faðir hennar.
Giorgio Armani veitti þessum unga og
efnilega tískuhönnuði mikla upphefð á
tískuvikunni í Mílanó í september þegar
hann valdi Stellu til að sýna í Teatro,
sýningarsal sínum. Þetta var í fyrsta
sinn sem Armani leyfði öðrum kvenfata-
hönnuði að nota tískupalla sína. Jean er
afar ánægð með viðtökurnar sem lína
hennar hefur fengið og þakkar Armani
sérstaklega fyrir að treysta á hana.
„Armani er mjög gott dæmi um hönnuð
sem mótaði tískusöguna en heldur
áfram að styðja við komandi kynslóðir
hönnuða,“ sagði Jean. ■ solveig@365.is
RÍSANDI STJARNA
TÍSKA Hönnuðurinn Stella Jean hefur vakið óskipta athygli tískuheimsins í
ár. Hún lítur á tísku sem leið til að brúa bilið milli menningarheima.
Í MÍLANÓ
Vor- og sumarlína Stellu Jean
sem hún sýndi á tískuvikunni í
Mílanó í september.
Tískuhönnuðurinn Jean Paul
Gaultier hefur kynnt til leiks
nýja hátískulínu fyrir börn.
Fyrsta línan er fyrir vorið og
sumarið 2014 en ætlunin er að
nýjungar verði kynntar á hálfs
árs fresti.
Fatalínan fyrir vorið er inn-
blásin af lokakjólnum sem
Gaultier sýndi á vor- og sumar-
tískusýningu sinni 2013. Þá
sáust kjólarnir fyrst þegar lítil
börn birtust undan fyrirferðar-
miklum pilsfaldi fyrirsætunnar.
Tjullkjólarnir litlu eru úr
silki en einnig má fá bóleró-
jakka í stíl sem skreyttur er
Swarovski-kristöllum. Aðeins
verða 90 slíkir kjólar framleiddir
í hverjum lit en sala þeirra hefst
í lok þessa árs. Hver kjóll kostar
litlar 146 þúsund krónur.
Í PARÍS Börn í hátískukjólum frá
Gaultier birtast undan fyrirferðarmiklum
pilsfaldi fyrirsætu. NORDICPHOTOS/GETTY
HÁTÍSKA FYRIR BÖRN
-
líðan á breytingaaldri. „Ég ákvað að prófa Femarelle í fyrravetur þegar ég
sá umfjöllun í blöðum þar sem önnur kona lýsti ánægu sinni með vöruna.
Ég var að byrja á breytingaaldrinum en vildi ekki nota hormóna. Ég fann
fyrir hitakófum, vaknaði upp á nóttunni, fann fyrir fótaóeirð, skapsveiflum
og vanlíðan í líkamanum,“ segir Soffía og
bætir við að eftir aðeins tíu daga notkun
voru öll einkennin horfin.
„Nú sef ég samfelldan svefn, finn ekki
fyrir hitakófum eða fótaóeirð og mér líður
mun betur. Ég finn fyrir meiri vellíðan og
er í mun betra jafnvægi í líkamanum.
Með glöðu geði mæli ég því hiklaust með
Femarelle við vinkonur mínar og allar
konur sem finna fyrir breytingaaldrinum.
Ég veit um eina vinkonu mína sem hætti
á hormónum og notar Femarelle í dag.
Ég get ekki ímyndað mér hvernig mér liði
í dag ef ég hefði ekki kynnst Femarelle,
þvílíkt undraefni.“
Algjört undraefni
Fæst í apótekum, heilsubúðum
og stórmörkuðum
www.gengurvel.is
BELLAVISTA náttúruelgt
efni fyrir augun, ríkt af
lúteini og bláberjum
NÁTTBLINDA
Flott föt fyrir
flottar konur
r 38-58 Stærði
dV n ersluni Bella onna
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Stærðir: 40 - 47
Verð: 16.985.-
Stærðir: 41 - 48
Verð: 16.985.-
Vandaðir þýskir
herraskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Stórar stærðir
Opið Mánudag-Föstudag
Frá klukkan 10:00 - 18:00
og laugardaga: 10 - 14
Stærðir: 40 - 47
Verð: 16.985.-
Stærðir: 41 - 48
Verð: 16.985.-