Fréttablaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 20
7. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 20
„Ég gæti talið upp langan lista yfir góð kaup sem ég hef gert. Ekki vegna
þess að ég sé svona glúrin í innkaupum heldur kaupi ég fáa hluti og reyni
því að velja vandlega og helst eitthvað sígilt,“ segir Jónína Leósdóttir rit-
höfundur. „Svo hef ég líka alltaf farið vel með það sem ég á, þótt ég segi
sjálf frá.“
Það eina sem Jónína kaupir mikið af eru bækur
en hún lætur þær þó ganga áfram til annarra
fremur en að safna þeim. „Orðabækur hef ég þó
alltaf innan seilingar, enda eru þær í stöðugri
notkun, ekki síst Íslensk samheitaorðabók. Ég
gæti eiginlega ekki unnið án hennar. En nýlega
gerðist ég áskrifandi að Snöru.is þar sem ótal
orðabækur eru saman komnar á einu vef-
svæði– og þar bættust enn ein góð kaup við.
Mín mislukkuðustu kaup voru hlaupabretti
frá Asíu sem reyndist ekki hannað fyrir
fullorðna Vesturlandabúa. Ég prófaði
tækið ekki almennilega í búðinni, fannst
það svo vandræðalegt. Og saup seyðið
af því.“
➜ Mín mislukkuðustu kaup
voru hlaupabretti frá Asíu.
NEYTANDINN Jónína Leósdóttir
Keypti of lítið hlaupabretti
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Af þeim fimm flugfélögum
sem halda úti reglulegu
áætlunarflugi frá Kefla-
vík í vetur rukka þrjú
þeirra fyrir töskur og val á
sætum. Í frétt á vef Túrista,
turisti.is, segir að hæsta
farangurs gjaldið sé hjá Wow
Air og nemi það nú 3.495
krónum hvora leið. Hjá Easy
Jet eru gjöldin aðeins lægri.
Haft er eftir upplýsinga-
fulltrúa Icelandair að ekki
séu uppi áform um að taka
upp þess háttar gjöld hjá
félaginu en að fylgst sé með
þessari þróun.
Rúmlega þrjú þúsund fyrir tösku
Brögð hafa verið að því að stöðva hafi þurft sendingar í tollafgreiðslu
sem innihéldu afurðir dýra sem eru á válista. Á vef Tollstjóra er bent
á að flutningur dýra og plantna sem flokkuð eru í útrýmingarhættu
eða afurða þeirra milli landa er ekki
leyfilegur nema að fengnu leyfi
hjá Umhverfisstofnun. Sem
dæmi um innihald sendinga
sem stöðvaðar hafa verið
eru nefndir fílabeinsmunir,
fuglshamir, munir unnir
úr skinni af pýtonslöngum
og haus af krókódíl. Einnig
eru dæmi um hlébarða-
skinn, tígrisdýraskinn, kór-
ala, eðlur, ísbjarnarskinn
og sæskjaldböku, að því er
segir á vef embættisins.
Verslun með dýr á válista óheimil
Skoðaðu úrvalið á
NOTADIR.BRIMBORG.IS
Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16.
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7030
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040
Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050
Notaðir bílar
- Brimborg
Tilboð: 3.650.000 kr.
Ford Escape Limited AWD LDB02
Skráður júní 2011, 2,5i bensín, sjálfskiptur
Ekinn 66.000 km.
Ásett verð: 3.950.000 kr.
Tilboð: 2.590.000 kr.
Ford Edge SEL Plus AWD SIS80
Skráður ágúst 2007, 3,5i bensín, sjálfskiptur
Ekinn 133.000 km.
Ásett verð: 2.790.000 kr.
Tilboð: 3.790.000 kr.
Ford Kuga Titanium S AWD HYL84
Skráður apríl 2012, 2,0 dísil, beinskiptur
Ekinn 71.000 km.
Ásett verð: 4.140.000 kr.
400.000 KR.
FERÐAFJÖR NOTAÐRA BÍLA
FINNDU BÍLINN ÞINN Á
NOTADIR.BRIMBORG.IS
Sparneytinn,
fjórhjóladrifinn
jeppi. Fæst einnig
sjálfskiptur.
*Allir sem kaupa notaðan bíl af Brimborg á tímabilinu 7. nóvember 2013 til og með 20. desember 2013 fara í pott. Einn heppinn vinningshafi
verður svo dreginn út 23. desember 2013 og fær hann 400.000 kr. gjafabréf frá WOW air. Athugið á ekki við um umboðssölubíla.
Kauptu notaðan bíl af Brimborg
og þú átt möguleika á að vinna
* GJAFABRÉF FRÁ WOWair
JEPPAR
Í GÓÐU ÚRVALI
Vertu með!
Í ábyrgð
Rúmgóður,
vel búinn, aflmikill
og sérlega
skemmtilegur
í akstri.
Rúmgóður,
lipur og
duglegur í
vetrarfærðinni
Hvert myndir
þú fara?
Verðmerkingum var ábótavant í
16 af 49 bakaríum á höfuðborgar-
svæðinu sem Neytendastofa gerði
könnun hjá 18. til 23. september
síðastliðinn. Athugað var hvort
verðmerkingar væru í lagi í borði
og í gos- og mjólkurkælum.
Á vef Neytendastofu segir að
vörur í kæli hafi verið sérstaklega
illa verðmerktar. Tekið er fram að
ástandið sé langt frá því að vera
viðunandi og þurfi fyrirtækin að
fara vel yfir verðmerkingar og
verðlag í bakaríum sínum.
Óverðmerktar
vörur í
bakaríum
Matvæla- og lyfjastofnun
Bandaríkjanna (FDA) hefur
sent út viðvörun vegna hættu á
bráðalifrarbólgu eftir neyslu á
fæðubótarefninu Oxy Elite Pro.
Vitað er um fjölda sjúkdómstil-
fella í Bandaríkjunum sem talin
eru tengjast vörunni og af þeim
hafa tveir þurft að fá nýja lifur.
Hægt er að rekja eitt dauðsfall
til neyslu á vörunni. Frá þessu er
greint á vef Matvælastofnunar.
Þar segir jafnframt að ólöglegt
sé að flytja fæðubótarefnið inn
og/eða selja það hér á landi
vegna óleyfilegra innihaldsefna.
Þó hafi verið hægt að nálgast
vöruna í gegnum netverslun og
því varar Matvælastofnun neyt-
endur við neyslu hennar.
Bráðalifrar-
bólga vegna
neyslu fæðu-
bótarefna
„Lögin ganga út á að auka neyt-
endavitund og vernd þeirra sem
taka lán og í þeim tilgangi eru
settar ýmsar nýjar kvaðir á lán-
veitendur varðandi upplýsinga-
gjöf áður en lánin eru veitt,“
segir Jóna Björk Guðnadóttir,
lögfræðingur hjá Samtökum fjár-
málafyrirtækja. Hún vísar þar til
nýrra laga um neytendalán sem
tóku gildi 1. nóvember síðastlið-
inn og ná meðal annars til íbúða-
og bílalána, yfirdráttarheimilda,
raðgreiðslusamninga og smálána.
Samkvæmt lögunum þurfa
bankar og aðrir lánveitendur að
veita ítarlegar upplýsingar um
kostnað og skilmála þessara lána
áður en þau eru veitt. Þannig á að
auðvelda samanburð á mismun-
andi valkostum í neytendalánum.
„Lántakendur fá til að mynda
eyðublöð þar sem eru settar fram
ákveðnar upplýsingar á stöðluðu
formi. Þar má nefna gildistíma
samnings og heildarlántöku-
kostnað. Þeir eiga einnig rétt á að
fá samninginn í hendurnar eins
og hann myndi á endanum líta
út,“ segir Jóna.
Hún bendir einnig á að neyt-
endur geti nú hætt við að taka
lán og fallið frá samningi í allt að
fjórtán daga eftir að lán er veitt.
„Á því tímabili má lánveitandi
ekki krefjast svokallaðs upp-
greiðslugjalds, sem hefur í
vissum tilvikum verið innheimt
þegar fólk kýs að greiða lán sín
upp. Hins vegar þarf að greiða
áfallna vexti og verðbætur og
auðvitað lánið sjálft.“
Lögin fela einnig í sér aðrar
breytingar frá fyrri lögum um
neytendalán sem gera ekki ein-
göngu auknar kröfur til fjármála-
stofnana heldur einnig til neyt-
enda. Þar á meðal er krafa um að
lántakendur standist lánshæfis-
mat, sem er byggt á viðskipta-
sögu og upplýsingum um vanskil,
þegar einstaklingar sækja um lán
undir tveimur milljónum króna
eða þegar hjón eða fólk í sam-
búð óska eftir láni undir fjórum
milljónum.
„Þegar neytendalán fara yfir
tvær milljónir króna þarf að
skila inn enn ítarlegri upplýsing-
um um fjárhagsstöðu. Það þýðir
að fólk þarf nú að gangast undir
ítarlegt greiðslumat ef það óskar
eftir bílaláni upp á meira en tvær
milljónir,“ segir Jóna að lokum.
haraldur@frettabladid.is
Neytendur fá
meiri gögn
um kostnað
Ný lög um neytendalán gera ríkari kröfur til bæði
neytenda og fjármálastofnana. Lánveitendur þurfa að
veita ítarlegar upplýsingar um lánskostnað og lántak-
endur í fleiri tilvikum að greina frá fjárhagsstöðu.
BREYTINGAR Nú þurfa þeir sem óska eftir bílaláni að gera grein fyrir fjárhags-
stöðu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA.
➜ Samkvæmt lögunum
þurfa bankar og aðrir lán-
veitendur að veita ítarlegar
upplýsingar um kostnað og
skilmála þessara lána áður
en þau eru veitt. Þannig á
að auðvelda samanburð á
mismunandi valkostum í
neytendalánum.