Fréttablaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 70
7. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 58 BESTI BITINN Í BÆNUM Hildur Björgvinsdóttir leigir út íbúð til erlendra ferðamanna allt árið um kring. Hún segir að það borgi sig örugglega að leigja út íbúðir til erlendra ferðamanna ef það er gert allt árið um kring. Hins vegar mælir hún ekki með því að fólk leigi út íbúðirnar aðeins yfir Airwaves-hátíðina eins og sumir gera. „Það er dýrt að fá leyfi fyrir því. Það myndi ekki endilega borga sig að gera þetta bara yfir Airwaves.“ Sækja þarf hjá sýslumanni um rekstrarleyfi til þess að leigja út íbúðir. Embætti lögreglustjóra sér um að veita leyfið í Reykjavík. Leyfið er veitt til fjögurra ára í senn og kostar 24.000 krónur. Til þess að fá leyfi þarf að uppfylla alls kyns skilyrði. „Það getur verið kostnaðar- samt. Til dæmis er nauðsynlegt að eiga slökkvitæki til að fá leyfi. Við þurftum að skipta um blönd- unartæki vegna þess að þau voru ekki af réttri tegund.“ Leigutekjur eru skattskyldar eins og aðrar tekjur. Ef meiningin er að leigja í bú ð i n a út aðeins í fjóra eða fimm daga borgar það sig ekki endilega. Það er að segja ef sótt er um leyfi og tekj- urnar gefnar upp til skatts. Ef í búði r eru leigðar út í lengri tíma fer framtakið þó fljót- lega að svara kostnaði. Hildur segir að það fáist meiri tekjur út úr því að leigja út íbúð til ferða- manna en með því að setja íbúðina í langtímaleigu en að þeim mun meiri vinna sé fólgin í því. „Það þarf að halda utan um bókanir, gefa fólki ráðleggingar um hvað sé áhugavert að gera í Reykjavík, svara tölvupósti og auðvitað þrífa og þvo. Þetta er brjáluð vinna.“ Hildur segist ekki hafa hækkað leiguverðið í kringum Airwaves. „Ég leiddi ekki hugann að því að því einu sinni.“ Þetta er ekki gullnáma fyrir íbúðareigendur Hildur Björgvinsdóttir leigir út íbúð til erlendra ferðamanna allt árið um kring. HILDUR BJÖRGVINS- DÓTTIR Hljómsveitin Kælan mikla semur tónlist í kringum ljóð Sólveigar Matthildar. „Við erum með eitthvað sem heitir ljóðapönk. Þegar við semjum lög byrjum við á því að hugsa um ljóðin og búum til lög í kringum þau. Við erum svo miklir pönkarar að það endar yfirleitt á því að við öskrum ljóðin.“ Ætli meðlimir Kælunnar miklu séu þá svona reiðir? Sólveig Matthildur segir svo ekki vera. „Við bara fílum þessa tjáningu.“ Sólveig spilar á mörg hljóðfæri. Fyrst æfði hún á þverflautu, síðan saxófón og loks gítar. Í hljóm- sveitinni spilar hún þó á trommur, sem gerðist alveg óvart að hennar sögn. Hún á ekki neinar sérstakar fyrirmyndir í skáld- skapnum og játar að hafa í raun ekki byrjað að lesa ljóð fyrr en hún fór að skrifa ljóð sjálf. Upphaflega stóð ekki til hjá henni að skrifa ljóð, heldur dagbæk- ur, en síðan fór hún að leika sér með textana og úr urðu ljóð. Á föstudaginn spilar hljómsveitin Kælan mikla í Tjarnarbíói á Unglist, Listahátíð ungs fólks, ásamt hljómsveitinni Kjurr, RetRo Bot, Aragrúa og In the Company of Men. Viðburðurinn er skipulagður af Hinu húsinu og hefst klukkan 20. Kælan mikla vann Ljóðaslamm Borgarbóka- safnsins í febrúar á þessu ári. Hljómsveitin spilaði á off-venue Airwaves viðburði á Dillon um helgina. Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir, trommari og textahöfundur sveitarinnar, segir að tónleikarnir hafi gengið rosalega vel. „Það mætti fullt af fólki og okkur voru boðnir stúdíótímar. Áheyrendur vildu líka taka myndir af okkur.“ - ue Pönkarar sem öskra ljóðin sín Hljómsveitin Kælan mikla spilar ljóðapönk. ÞRJÁR GÓÐAR Sólveig Matthildur, Laufey Soffía Þórsdóttir og Margrét Rósa Dóru-Harrysdóttir eru meðlimir Kælunnar miklu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Leikstjóri myndbandsins var svo hrifinn af myndbandi sem ég skaut með hljómsveitinni Take That, að hann bað mig um að taka þetta verkefni að mér,“ segir Magni Ágústsson kvikmyndatökustjóri, en hann var fenginn sem töku- stjóri tónlistarmyndbands hljóm- sveitarinnar One Direction við lagið Story of my Life. Magni hlaut mikið lof fyrir tökur á tón- listarmyndbandi við lagið When We Were Young með hljómsveit- inni Take That. „Ég hef hlustað á One Direction vegna þess að það er uppáhalds- hljómsveit dætra minna,“ segir Magni hógvær, en One Direction er ein vinsælasta hljómsveit heims um þessar mundir. Magni hefur lengi starfað sem kvikmyndatökustjóri. „Ég geri mestmegnis auglýsingar en hef skotið nokkrar kvikmyndir og sjónvarpsmyndir bæði heima á Íslandi og í Bretlandi. Helst er að nefna París norðursins með Haf- steini Gunnari Sigurðsyni heima í sumar og Wallander, með leikar- anum Sir Kenneth Branagh,“ segir Magni. Það var mikið tilstand í kringum tökurnar á tónlistarmyndbandi One Direction. „Þetta var heljarinnar batterí. Það var gríðar lega mikil öryggisgæsla og leynd yfir verkefninu – eins og er eiginlega alltaf þegar maður vinnur með svona þekktum nöfnum,“ segir Magni. „Við skrif- uðum undir þagnarskyldusamning eins og venjan er,“ segir hann. „Þetta voru almennilegir strákar – þeir eru ungir, allir um tvítugt. Ég var í mestum samskiptum við forsprakka sveitarinnar Harry Styles og hann var rosalega kurteis. Það var einkennandi að þeir heilsuðu öllum á settinu og þökkuðu fyrir sig – það er ekki sjálfsagt í þessum bransa,“ segir Magni og lætur vel af sveitinni. „Svo fær maður ýmsar sér óskir uppfylltar sem tökustjóri – ég fékk til dæmis eiginhandaráritanir fyrir dæturnar,“ segir Magni létt- ur í bragði. olof@frettabladid.is Íslenskur tökustjóri hjá One Direction Magni Ágústsson er kvikmyndatökustjóri í Bretlandi. Hann segir Harry Styles ljúfan og kurteisan og gaman að vinna með uppáhalds hljómsveit dætranna. AF SETTI Magni Ágústsson var tökustjóri á nýju tónlistarmyndbandi One Direction. Á myndinni er Magni ásamt Harry Styles, forsprakka sveitarinnar. MYND/ÚR EINKASAFNI One Direction er breskt strákaband sem sló í gegn í þættinum X-Factor árið 2010. Meðlimir hljómsveitarinnar, þeir Niall Horan, Zayn Malik, Liam Payne, Harry Styles og Louis Tomlinson, skrifuðu fyrr á árinu undir plötusamning við útgáfufyrirtækið Syco, sem er í eigu Simons Cowell og Sony. Samkvæmt samningnum skuldbindur breska strákabandið sig til að halda áfram störfum að minnsta kosti til ársins 2016 og gefa út þrjár nýjar plötur. Talið er að strákarnir hafi fengið um það bil tvo milljarða í sinn hlut fyrir samninginn. One Direction GUÐMUNDUR ARNAR GUÐMUNDSSON Vinna: Kvikmyndaleikstjóri Á nýja kóreska staðnum K-bar er ferskt bragð sem maður hefur ekki fengið að smakka áður á Íslandi. HLUSTAÐ EFTIR JÓN ÓTTAR ÓLAFSSON LÖGREGLUSAGA AF ALGERLEGA NÝJU KALIBERI D Y N A M O R E Y K JA V ÍK D Y N A M O R E Y K JA V ÍK 2. SÆTI EYMUNDSSON INNBUNDIN SKÁ LDVERK 30.10.13 – 6.11 .13 Útgáfurétturinn þegar seldur til tveggja landa! Beint á metsölulista Eymundsson „Þetta er mjög skemmtilegt og hefur í raun staðið til í einhvern tíma,“ segir Andri Snær Magnason rithöfundur. Saga hans Tímakistan verður sett á svið í Borgarleikhús- inu á næsta ári. Hver hreppir leik- stjórahlutverkið er þó enn óljóst en það kemur í ljós á næstunni. Andri Snær vann að bókinni í fjögur ár, auk þess sem hann hafði gengið með hugmyndina í kollinum í dágóðan tíma. „Sagan gerist á tveimur plönum og fjallar annars vegar um konung sem þráir að sigra heiminn og tím- ann, og hins vegar um stúlku sem vaknar í draugabæ þar sem allir eru í felum og bíða betri tíma,“ útskýrir Andri Snær. Þetta er í sjöunda sinn sem hann kemur að uppsetningu leikrits. Síðasta bók sem Andri Snær gaf út er Draumalandið sem kom út árið 2006, en hún leitaði á hvíta tjaldið. „Það er ýmislegt í pokahorninu sem setið hefur á hakanum sökum anna,“ segir Andri Snær aðspurður um framhaldið. -glp Tímakistan sett á svið Skáldsaga Andra Snæs verður sett á svið í Borgarleikhúsinu. ANDRI Á SVIÐ Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason verður sett á svið í Borgarleikhúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.