Fréttablaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 64
7. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 52 Frækinn sigur hjá Arsenal FÓTBOLTI Aaron Ramsey tryggði Arsenal glæsilegan 0-1 sigur á Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gær. Lykilsigur hjá Arsenal sem er á toppi riðilsins með níu stig. Napoli með sama stigafjölda en Dortmund með sex stig þegar tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni. Chelsea er svo gott sem komið áfram eftir 3-0 sigur á Schalke þar sem Samuel Eto‘o skoraði tvö mörk. Lionel Messi skoraði tvö mörk fyrir Barcelona sem er komið í sextán liða úrslit keppninnar rétt eins og Atletico Madrid. Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Ajax sem lagði Celtic, 1-0, og komst fyrir vikið upp í þriðja sæti riðilsins. Ajax á enn möguleika á því að komast í sextán liða úrslit. Hollenska liðið er einu stigi á eftir ítalska liðinu AC Milan. - hbg visir.is Frekari umfjöllun um Meistaradeildina. FÓTBOLTI ÍBV fékk fínan liðsstyrk í gær þegar miðju- maðurinn Jökull Elísabetarson skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Hann kemur til liðsins frá Breiðabliki þar sem hann hefur verið undanfarin ár. Hann er aftur á móti upp- alinn hjá KR. „Þetta voru góðir tímar og frábær hópur, góðir þjálfarar og góð umgjörð. En það var ekkert annað í stöðunni en að yfirgefa liðið,“ sagði Jökull við fót- bolta.net. Hinn nýráðni þjálfari ÍBV, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, safnar liði þessa dagana. Markvarðar- málin eru enn í óvissu en David James hefur lagt skóna á hilluna. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá setti Dejan Pesic, fyrrum markvörður Völsungs, sig í samband við ÍBV og lýsti yfir áhuga á að koma til Eyja. Eyjamenn afþökkuðu boð Pesic. - hbg Jökull samdi við ÍBV SKORAR OG SKORAR Aaron Ramsey var enn eina ferðina á skotskónum fyrir Arsenal í gær. Hann fagnar hér markinu með Mesut Özil. NORDICPHOTOS/GETTY SPORT GOLF „Þetta er vissulega mjög súrt og töluverð vonbrigði,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson sem lauk í gær keppni á öðru stigi úrtöku- mótsins fyrir Evrópumótaröðina en leikið var í Tarragona á Spáni. Birgir Leifur lék aðeins eina holu í gær en fresta varð keppni á þriðjudaginn vegna veðurs og þá átti Birgir aðeins eftir að leika eina holu á lokahringnum. Samtals fór kylfingurinn hring- ina fjóra á þremur höggum undir pari og vantaði aðeins eitt högg til að komast í bráðabana um laust sæti á lokastigi úrtökumótsins fyrir hina vinsælu Evrópumóta- röð. „Það var nokkuð skrýtið að spila bara eina holu í dag og klára hring- inn á tveimur dögum. Veðrið í dag var alltof gott og alls ekki mér í hag þar sem ég átti aðeins eina holu eftir. Ég lék síðasta hring- inn í raun í virkilega slæmu veðri. Aðrir kylfingar fengu þar af leið- andi ákveðið forskot á mig í dag. Ég hefði haft mun meiri möguleika ef allir hefðu klárað síðasta hring- inn við þessar aðstæður sem voru á þriðjudaginn.“ Birgir lék hringina fjóra á 281 höggi og hefði hann fengið fleiri holur við betri aðstæður í gær er spurning hvort Íslendingurinn hefði unnið upp eitt til tvö högg sem upp á vantaði. „Spilamennska mín var nokkuð stöðug á þessu móti en mér fannst ég samt sem áður alltaf skilja eftir tvö til þrjú högg á hverjum hring. Ég átti aðeins of mikið inni að mínu mati. Það má svo lítið út af bera í svona mótum. Það eru allir svo jafnir og lítið pláss fyrir mis- tök.“ Núna er förinni heitið til Banda- ríkjanna þar sem kylfingurinn mun reyna fyrir sér á úrtökumóti fyrir Web.com-mótaröðina. „Ég er kominn á annað stig af þremur í þeirri forkeppni og mun taka þátt í móti í lok nóvember. Bandaríkjamenn hafa lagt niður öll úrtökumót fyrir PGA-mótaröð- ina og eru með aðra stóra mótaröð sem kallast Web.com-mótaröðin. Góður árangur á þeirri mótaröð gæti komið manni að lokum í PGA- mótaröðina og það er auð vitað það sem alla kylfinga dreymir um. Web.com er svakalega flott mótaröð sem er leikin útum allt í Bandaríkjunum og suður til Suður- Ameríku. Það eru miklir peningar á þessum mótum og góður stökk- pallur fyrir mann.“ Birgir Leifur er mjög bjartsýnn á framhaldið og telur að stöðug- ur leikur sé lykillinn að góðum árangri. Leikur Íslendingsins hefur verið mjög stöðugur undan- farna mánuði. stefanp@frettabladid.is Veðrið ekki með mér Birgir Leifur var ekki langt frá því að tryggja sig á þriðja stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina en féll úr leik á minnsta mun. Kylfi ngurinn heldur nú til Bandaríkjanna á annað úrtökumót og þar eru möguleikarnir töluverðir. FARINN TIL BANDARÍKJANNA Birgir Leifur Hafþórsson heldur ótrauður áfram þrátt fyrir vonbrigði gærdagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður franska liðsins Nantes, hefur ekki enn fengið tækifæri með landsliðinu þó svo hann hafi staðið sig vel með félagsliði sínu. Miðjumaðurinn sagði í viðtali við Fréttablaðið í sumar að hann ætti skilið að fá tækifæri. Aron Kristjánsson, landsliðs- þjálfari í handknattleik, er við- mælandi vikunnar í Sportspjallinu og Guðjón Guðmundsson bar þessi ummæli undir landsliðsþjálfarann. „Ég tel ekki svo vera að við séum að ganga fram hjá honum. Hann er aftur á móti leikmaður sem ég er að fylgjast með og gæti komið inn í framtíðinni. Hann er í erfiðri sam- keppni því leikmennirnir í hans stöðu er gríðarlega sterkir,“ segir Aron en þeir sem fyrir eru á miðjunni eru þeir Snorri Steinn Guðjónsson, Aron Pálmarsson og Arnór Atlason. „Það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að vera með marga leikstjórn- endur í hópnum. Þessir strákar sem eru þarna í dag eru einfaldlega betri en Gunnar. Þetta var kannski full- langt gengið hjá honum.“ Sportspjallið fer í loftið á Vísi í hádeginu. - hbg Aðrir leikmenn betri en Gunnar Steinn ARON KRISTJÁNSSON.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.