Fréttablaðið - 07.11.2013, Page 64
7. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 52
Frækinn sigur hjá Arsenal
FÓTBOLTI Aaron Ramsey tryggði
Arsenal glæsilegan 0-1 sigur á
Dortmund í Meistaradeild Evrópu
í gær.
Lykilsigur hjá Arsenal sem er á
toppi riðilsins með níu stig. Napoli
með sama stigafjölda en Dortmund
með sex stig þegar tvær umferðir
eru eftir af riðlakeppninni.
Chelsea er svo gott sem komið
áfram eftir 3-0 sigur á Schalke
þar sem Samuel Eto‘o skoraði tvö
mörk.
Lionel Messi skoraði tvö mörk
fyrir Barcelona sem er komið í
sextán liða úrslit keppninnar rétt
eins og Atletico Madrid.
Kolbeinn Sigþórsson var í
byrjunarliði Ajax sem lagði
Celtic, 1-0, og komst fyrir vikið
upp í þriðja sæti riðilsins. Ajax á
enn möguleika á því að komast í
sextán liða úrslit. Hollenska liðið
er einu stigi á eftir ítalska liðinu
AC Milan. - hbg
visir.is
Frekari umfjöllun
um Meistaradeildina.
FÓTBOLTI ÍBV fékk fínan liðsstyrk í gær þegar miðju-
maðurinn Jökull Elísabetarson skrifaði undir þriggja ára
samning við félagið.
Hann kemur til liðsins frá Breiðabliki þar sem hann
hefur verið undanfarin ár. Hann er aftur á móti upp-
alinn hjá KR.
„Þetta voru góðir tímar og frábær hópur, góðir
þjálfarar og góð umgjörð. En það var ekkert annað
í stöðunni en að yfirgefa liðið,“ sagði Jökull við fót-
bolta.net. Hinn nýráðni þjálfari ÍBV, Sigurður Ragnar
Eyjólfsson, safnar liði þessa dagana. Markvarðar-
málin eru enn í óvissu en David James hefur lagt
skóna á hilluna.
Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá setti Dejan
Pesic, fyrrum markvörður Völsungs, sig í samband við ÍBV og lýsti
yfir áhuga á að koma til Eyja. Eyjamenn afþökkuðu boð Pesic. - hbg
Jökull samdi við ÍBV
SKORAR OG SKORAR Aaron Ramsey var enn eina ferðina á skotskónum fyrir
Arsenal í gær. Hann fagnar hér markinu með Mesut Özil. NORDICPHOTOS/GETTY
SPORT
GOLF „Þetta er vissulega mjög
súrt og töluverð vonbrigði,“ segir
Birgir Leifur Hafþórsson sem lauk
í gær keppni á öðru stigi úrtöku-
mótsins fyrir Evrópumótaröðina
en leikið var í Tarragona á Spáni.
Birgir Leifur lék aðeins eina
holu í gær en fresta varð keppni
á þriðjudaginn vegna veðurs og
þá átti Birgir aðeins eftir að leika
eina holu á lokahringnum.
Samtals fór kylfingurinn hring-
ina fjóra á þremur höggum undir
pari og vantaði aðeins eitt högg til
að komast í bráðabana um laust
sæti á lokastigi úrtökumótsins
fyrir hina vinsælu Evrópumóta-
röð.
„Það var nokkuð skrýtið að spila
bara eina holu í dag og klára hring-
inn á tveimur dögum. Veðrið í dag
var alltof gott og alls ekki mér í
hag þar sem ég átti aðeins eina
holu eftir. Ég lék síðasta hring-
inn í raun í virkilega slæmu veðri.
Aðrir kylfingar fengu þar af leið-
andi ákveðið forskot á mig í dag.
Ég hefði haft mun meiri möguleika
ef allir hefðu klárað síðasta hring-
inn við þessar aðstæður sem voru
á þriðjudaginn.“
Birgir lék hringina fjóra á 281
höggi og hefði hann fengið fleiri
holur við betri aðstæður í gær er
spurning hvort Íslendingurinn
hefði unnið upp eitt til tvö högg
sem upp á vantaði.
„Spilamennska mín var nokkuð
stöðug á þessu móti en mér fannst
ég samt sem áður alltaf skilja eftir
tvö til þrjú högg á hverjum hring.
Ég átti aðeins of mikið inni að
mínu mati. Það má svo lítið út af
bera í svona mótum. Það eru allir
svo jafnir og lítið pláss fyrir mis-
tök.“
Núna er förinni heitið til Banda-
ríkjanna þar sem kylfingurinn
mun reyna fyrir sér á úrtökumóti
fyrir Web.com-mótaröðina.
„Ég er kominn á annað stig af
þremur í þeirri forkeppni og mun
taka þátt í móti í lok nóvember.
Bandaríkjamenn hafa lagt niður
öll úrtökumót fyrir PGA-mótaröð-
ina og eru með aðra stóra mótaröð
sem kallast Web.com-mótaröðin.
Góður árangur á þeirri mótaröð
gæti komið manni að lokum í PGA-
mótaröðina og það er auð vitað
það sem alla kylfinga dreymir
um. Web.com er svakalega flott
mótaröð sem er leikin útum allt í
Bandaríkjunum og suður til Suður-
Ameríku. Það eru miklir peningar
á þessum mótum og góður stökk-
pallur fyrir mann.“
Birgir Leifur er mjög bjartsýnn
á framhaldið og telur að stöðug-
ur leikur sé lykillinn að góðum
árangri. Leikur Íslendingsins
hefur verið mjög stöðugur undan-
farna mánuði.
stefanp@frettabladid.is
Veðrið ekki með mér
Birgir Leifur var ekki langt frá því að tryggja sig á þriðja stig úrtökumótsins
fyrir Evrópumótaröðina en féll úr leik á minnsta mun. Kylfi ngurinn heldur nú til
Bandaríkjanna á annað úrtökumót og þar eru möguleikarnir töluverðir.
FARINN TIL BANDARÍKJANNA Birgir Leifur Hafþórsson heldur ótrauður áfram
þrátt fyrir vonbrigði gærdagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HANDBOLTI Gunnar Steinn Jónsson,
leikmaður franska liðsins Nantes,
hefur ekki enn fengið tækifæri
með landsliðinu þó svo hann hafi
staðið sig vel með félagsliði sínu.
Miðjumaðurinn sagði í viðtali við
Fréttablaðið í sumar að hann ætti
skilið að fá tækifæri.
Aron Kristjánsson, landsliðs-
þjálfari í handknattleik, er við-
mælandi vikunnar í Sportspjallinu
og Guðjón Guðmundsson bar þessi
ummæli undir landsliðsþjálfarann.
„Ég tel ekki svo vera að við séum
að ganga fram hjá honum. Hann er
aftur á móti leikmaður sem ég er
að fylgjast með og gæti komið inn
í framtíðinni. Hann er í erfiðri sam-
keppni því leikmennirnir í hans stöðu
er gríðarlega sterkir,“ segir Aron en
þeir sem fyrir eru á miðjunni eru
þeir Snorri Steinn Guðjónsson, Aron
Pálmarsson og Arnór Atlason.
„Það eru takmörk fyrir því hvað er
hægt að vera með marga leikstjórn-
endur í hópnum. Þessir strákar sem
eru þarna í dag eru einfaldlega betri
en Gunnar. Þetta var kannski full-
langt gengið hjá honum.“
Sportspjallið fer í loftið á Vísi í
hádeginu.
- hbg
Aðrir leikmenn betri en Gunnar Steinn
ARON KRISTJÁNSSON.