Fréttablaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 16
7. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 16 3 GENGIÐ Í ÖSKUNNI Á SÚMÖTRU Skólastelpa gengur á öskubleikum vegi í Tiga Nderket á Norður-Súmötru í Indónesíu. Fjallið Sinabung lét enn á ný á sér kræla á sunnudag og hefur dælt ösku yfir nágrennið. Fjallið hefur gosið nokkrum sinnum síðan 2010 en hafði þá legið í dvala í 400 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MAMMA KOMIN TIL NEW YORK Wang Jinxiang, móðir kínverska andófsmannsins Chen Guang- cheng, kom til New York í gær ásamt nokkrum ættingjum sínum til að heimsækja soninn. Chen, sem er blindur, slapp úr stofufangelsi í Kína í apríl á síðasta ári, leitaði hælis í sendiráði Banda- ríkjanna og býr nú í New York. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÚLFALDAHIRÐAR HVÍLA SIG Á INDLANDI Indverskir úlfaldahirðar hafa sest niður til að hvíla sig innan um dýrin sín, nýkomnir til Pushkar í Rajastan-héraði eftir mislangt ferðalag frá ýmsum stöðum í landinu. Þar taka þeir þátt í úlfaldakeppni á hinum árlega búfjármarkaði, sem jafnan dregur að sér mikinn fjölda ferðamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GRÆNFRIÐUNGAR MÓTMÆLA Í MOSKVU Grænfriðungar sigla fram hjá Kremlarmúrum til að mót- mæla fangelsun nokkurra félaga sinna, sem handteknir voru nýverið þegar þeir reyndu að klifra upp á rúss n eskan olíuborpall. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÞOTUFLUG Í JAPAN Svissneski flugkappinn Yves Rossy sést þjóta fram hjá Fuji-fjalli í Japan, með vængi á bakinu og knúinn þotuhreyflum. Hann stökk út úr þyrlu í 3.600 metra hæð og flaug í kringum Fuji-fjall, sem er hæsta fjall Japans, 3.776 metrar á hæð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VARÐLIÐAHÓPUR Í MEXÍKÓ Sjálfskipaðir varðliðar í Michoacan-héraði í Mexíkó bíða átekta á varðstöð í bænum Las Colonias. Tveir leiðtogar varðliðahópsins sögðust í gær ætla að hætta baráttu sinni gegn fíkniefnasamtökum, sem nefna sig Musterisriddarana, eftir að Mexíkóstjórn gaf loforð um að hrekja fíkni- efnasmyglara burt af svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FORELDAR Á PRÓFDEGI Í SUÐUR-KÓREU Foreldrar tóku þátt í bænastund í Jogye-hofinu í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, sem efnt var til á prófdegi barnanna þeirra. Alls tóku 650 þúsund framhaldsskólanemar, ýmist á lokaári eða nýútskrifaðir, þátt í hæfnisprófi til undir- búnings háskólanámi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Á GRILLINU Í MUMBAÍ Á INDLANDI Dýravinurinn Ingrid Newkirk, einn stofnenda dýraverndar- samtakanna PETA, liggur þarna á platgrilli til að hvetja fólk til að hætta að borða dýr og gerast grænmetisætur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 5 6 7 8 ÁSTAND HEIMSINS 75 8 6 4 2 3 1 1 2 3 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.