Fréttablaðið - 07.11.2013, Side 16
7. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 16
3
GENGIÐ Í ÖSKUNNI Á SÚMÖTRU Skólastelpa gengur á öskubleikum vegi í Tiga Nderket á Norður-Súmötru
í Indónesíu. Fjallið Sinabung lét enn á ný á sér kræla á sunnudag og hefur dælt ösku yfir nágrennið. Fjallið
hefur gosið nokkrum sinnum síðan 2010 en hafði þá legið í dvala í 400 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
MAMMA KOMIN TIL NEW YORK Wang Jinxiang,
móðir kínverska andófsmannsins Chen Guang-
cheng, kom til New York í gær ásamt nokkrum
ættingjum sínum til að heimsækja soninn. Chen,
sem er blindur, slapp úr stofufangelsi í Kína í
apríl á síðasta ári, leitaði hælis í sendiráði Banda-
ríkjanna og býr nú í New York. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÚLFALDAHIRÐAR HVÍLA SIG Á INDLANDI Indverskir úlfaldahirðar hafa sest niður til að hvíla sig innan um
dýrin sín, nýkomnir til Pushkar í Rajastan-héraði eftir mislangt ferðalag frá ýmsum stöðum í landinu. Þar taka
þeir þátt í úlfaldakeppni á hinum árlega búfjármarkaði, sem jafnan dregur að sér mikinn fjölda ferðamanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
GRÆNFRIÐUNGAR MÓTMÆLA Í MOSKVU Grænfriðungar sigla fram hjá Kremlarmúrum til að mót-
mæla fangelsun nokkurra félaga sinna, sem handteknir voru nýverið þegar þeir reyndu að klifra upp á
rúss n eskan olíuborpall. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÞOTUFLUG Í JAPAN Svissneski flugkappinn Yves Rossy sést þjóta fram hjá Fuji-fjalli í Japan, með vængi á
bakinu og knúinn þotuhreyflum. Hann stökk út úr þyrlu í 3.600 metra hæð og flaug í kringum Fuji-fjall, sem
er hæsta fjall Japans, 3.776 metrar á hæð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VARÐLIÐAHÓPUR Í MEXÍKÓ Sjálfskipaðir varðliðar í Michoacan-héraði í Mexíkó bíða átekta á varðstöð
í bænum Las Colonias. Tveir leiðtogar varðliðahópsins sögðust í gær ætla að hætta baráttu sinni gegn
fíkniefnasamtökum, sem nefna sig Musterisriddarana, eftir að Mexíkóstjórn gaf loforð um að hrekja fíkni-
efnasmyglara burt af svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FORELDAR Á PRÓFDEGI Í SUÐUR-KÓREU
Foreldrar tóku þátt í bænastund í Jogye-hofinu
í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, sem efnt var
til á prófdegi barnanna þeirra. Alls tóku 650
þúsund framhaldsskólanemar, ýmist á lokaári
eða nýútskrifaðir, þátt í hæfnisprófi til undir-
búnings háskólanámi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Á GRILLINU Í MUMBAÍ Á INDLANDI Dýravinurinn Ingrid Newkirk, einn stofnenda dýraverndar-
samtakanna PETA, liggur þarna á platgrilli til að hvetja fólk til að hætta að borða dýr og gerast
grænmetisætur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
5
6
7
8
ÁSTAND
HEIMSINS
75
8
6
4
2
3
1
1
2
3
4