Fréttablaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 62
7. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 50 BAKÞANKAR Dóra DNA Leikarinn og leikstjórinn Bjartmar Þórðarson gerir upp íbúðir hér og þar í borginni. „Ég stofnaði lítið fyrirtæki fyrir einu ári og kaupi eina og eina íbúð og geri upp. Í raun og veru er þetta björgun fasteigna í lélegu ástandi en þetta er skemmti- leg auka búgrein sem hentar vel með listinni,“ segir leikarinn og leikstjórinn Bjartmar Þórðarson. Hann hefur alltaf haft áhuga á innanhússhönnun og er algerlega sjálflærður í faginu. „Ég á föður sem er ofsalega handlaginn og hefur kennt mér ýmislegt. Þetta snýst um að prófa sig áfram, vanda sig, fá réttar upp- lýsingar og hafa gott auga fyrir hlutunum. Ég leyfi rýminu að ráða för þegar ég hanna það og reyni að sjá hvað það kallar á í staðinn fyrir að troða einhverju þar inn sem ekki passar,“ segir Bjartmar. Hann finnur íbúðirnar sjálfur á fasteignavefjum landsins og nýtur sín mjög í starfinu. „Þetta er áhugamál og ástríða. Mér finnst þetta rosalega gaman. Það er líka ánægjulegt þegar maður getur tekið vinnustimpil- inn af vinnunni – þá nýtur maður hennar meira.“ Leikarinn knái segir vissa hvíld fylgja hönnunarstarfinu. Hann þarf svo sannarlega á hvíldinni að halda þessa dagana. Hann og maður hans, Snorri Sigurðarson, reka hótelið Rey Apartments í miðbænum þar sem viðskiptin blómstra. Þá er Bjartmar einnig að leikstýra Verslingum í söng- leiknum Með allt á hreinu sem frumsýndur verður í Austurbæ í febrúar sem og að skemmta á jólahlaðborði á Broadway. „Það er ákveðin heilahvíld að gera upp íbúðir þegar ég er búin að vera á suðupunkti að pæla í handritum. Maður notar aðrar stöðvar við hönnunina og því hvílist maður vel.“ liljakatrin@frettabladid.is Bjartmar bjargar löskuðum íbúðum Leikarinn og leikstjórinn Bjartmar Þórðarson gerir upp íbúðir hér og þar í borginni. ATHAFNASAMUR Bjartmari leiðist aldrei enda mjög uppátækjasamur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STÍLL Í STOFUNNI Bjartmar er nýbúinn að gera upp íbúð á Seltjarnarnesi sem er nú til sölu. BJART SVEFNHERBERGI Hér leikur Bjartmar sér aðeins með liti. EGILSHÖLL KEFLAVÍK THE HOLLYWOOD REPORTER ENTERTAINMENT WEEKLY CHRIS HEMSWORTH TOM HIDDLESTON NATALIE PORTMAN ANTHONY HOPKINS EMPIRE TOTAL FILM VAR BARA BYRJUNIN AKUREYRI KRINGLUNNI ÁLFABAKKA S JÁ SÝ N I N G A R T Í M A Á WWW. B I O PA R A D Í S . I S - M i ð a s a l a : 4 1 2 7 7 1 1 - H ve r fi s g a t a 5 4 - b i o p a ra d i s . i s S U N : 2 0 : 0 0 Í S L E N S K T T A L - L A U & S U N : 1 6 : 0 0 HJÞ Klapptré SVT „Aðburðarásin er dýnamísk og skemmtileg“ „Mynd fyrir alla aldurshópa“ BESTAR! VIÐ ERUM LUKAS MOODYSSON BARNASÝNINGAR Le Parisien NÁNAR Á MIÐI.IS THOR 2 THOR 2 LÚXUS FURÐUFUGLAR 2D FURÐUFUGLAR 3D CAPTAIN PHILIPS INSIDIUS CHAPTER 2 Í ÚKONAN B RINU MÁLMHAUS Ú ÓT RB 2D Í SL.TAL METALLICA 3D PHILOMENA CAPTAIN PHILIPS FRANCES HA GRAVITY 3D KONAN Í BÚRINU Á ÍM LMHAUS KL. 5.45 - 8 / HROSS OSS KL. 6 - 8 PHILOMENA KONAN Í BÚRINU INSIDIUS CHAPTER 2 CAPTAIN PHILIPS FURÐUFUGLAR 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 KL. 5.30 - 8 - 10.30 KL. 3.20 - 5.40 KL. 3.20 KL. 5 - 8 - 10.45 KL. 8 - 10.20 KL. 8 - 10.15 KL. 5.45 KL. 3.30 KL. 8 - 10 KL. 6 KL. 10.30 KL. 8 KL. 6 - H. S., MBL KL. 8 KL. 5.45 - 8 - 10.15 KL. 10 KL. 6 KL. 10.15 KL. 10.15 SÝND Í 3D PHILOMENA 5:40, 7:50 FURÐUFUGLAR 2D 5:50 CAPTAIN PHILLIPS 6, 9 ABOUT TIME 9 Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Söngkonan Lady Gaga verður fyrsti tónlistarmaðurinn til að syngja í geimnum. Lafðin fer í geimferð með Virg- in Galactic snemma árs 2015 og mun syngja eitt lag í geimnum á Zero G Colony-tónlistarhátíðinni. „Hún þarf að vera í söngþjálf- un í mánuð vegna aðstæðna í geimnum,“ segir heimildarmaður tímaritsins Us Weekly. Ljóst er að um einstakan viðburð í mann- kynssögunni er að ræða og segir heimildarmaðurinn enn fremur að Lady Gaga sé búin að líf- tryggja sig fyrir fúlgu fjár vegna ferðarinnar. Mig dreymdi afkvæmi ljóns og krókó-díls. Það lá dáið við árbakka og hrygldi í því. Ég vaknaði og vissi strax hvað var að gerast. Vetur. EN góðu fréttirnar eru þær að maður getur leyft sér að tuða yfir nokkrum hlutum fram að jólum. Fyrst á maður að tuða yfir því hvað jólaskrautið fer snemma upp. Það er algjör skylda. Ég fer alveg í vont skap ef ég sé örla fyrir rauðum lit einhvers staðar fyrir fyrsta desember. Samt tek ég ekki seríurnar niður hjá mér fyrr en í fyrsta lagi í ágúst, en það er öðru vísi. ANNAÐ sem fer í taugarnar á mér er aðförin að einkabílnum. Hún er ekki nógu skilvirk og róttæk. Einkabílar eru flestir mjög ljótir. Að sjá þá standa á bílastæðum borgarinnar er sjónmengun. Þetta brýtur gegn allri fagur- fræði. Yfirleitt er bein tenging á milli fegurðar bíla og hvað þeir eyða miklu eldsneyti. Ljótir bílar eyða litlu, flottir miklu. Bönnum þessa helvítis kveikjara og fyllum göturnar af alvöru tryllitækjum. Sjálfur á ég amerískan jeppa sem eyðir 16 þúsund kalli að lágmarki á viku óháð því hvort ég keyri hann eða ekki og hann skít- lúkkar á bílastæðum bæjarins. ÞAÐ hefur lengi ekki mátt gagnrýna Útsvarið sem sýnt er á RÚV, af sömu ástæð- um og maður sparkar ekki í liggjandi mann. En því miður. Hvernig er mögulegt að vera með spurningakeppni þar sem er jafn lítið í húfi og þarna? Flestir þátttakenda byrja á því að afsaka sig, það myndast aldrei snefill af spennu og öllum er nákvæmlega sama um hvort þeir sigra eða tapa. Væri ekki betra ráð að bæjarfélögin fengju að senda bara klapplið í íþróttahús að eigin vali og þau myndu garga í 30 mínútur. Eða eins og einhver tísti á mig – hafa almenni- leg verðlaun. Nú mætast lið Vestmannaeyja og Reykjavíkur, í verðlaun eru Flugvöllur í Vatnsmýri. SPURNINGAÞÁTTURINN Vertu viss hefur göngu sína bráðum. Tíu milljónir í fyrstu verðlaun. Í DV kom fram að féð sé allt að því illa fengið. Í auglýsingunni liggja peningarnir á borðinu. Þeir eru pakkaðir í loftþéttar umbúðir. Takk fyrir. Tuðtíðin að hefj ast Gossip Girl-stjarnan Blake Lively hugsar ekkert um hvað hún setur ofan í sig. „Ég er mjög heppin að lífsstíll minn býður upp á mikla hreyf- ingu. Ég er alltaf á ferðinni. Ég þarf ekki að vera með þjálfara til að fylgjast með því hvað ég borða. Ég get ekki byrjað daginn án þess að fá mér bolla af heitu súkkulaði né klárað hann án þess að fá mér nokkra súkkulaðimola. Það er gott fyrir sálina,“ segir Blake í viðtali við franska Vogue. Hún er gift leikaranum Ryan Reynolds en hefur verið með hjartaknúsurum á borð við Penn Badgley og Leonardo DiCaprio í gegnum tíðina. „Þeir hafa allir gaman af því að borða. Fólk verður að elska mat ef það ætlar að vera í kring- um mig. Ég er mikið fyrir elda- mennsku akkúrat núna. Ég tala ekki um annað.“ Borðar súkkulaði á hverjum degi Lady Gaga út í geim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.