Fréttablaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 6
7. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hver er sóknarprestur í Langholts- kirkju? 2. Hvaða hátíðahöldum tekur Margrét Danadrottning þátt í hér á landi þegar hún kemur hingað í heimsókn í næstu viku? 3. Hve hátt hlutfall af viðmælendum í íslenskum fréttamiðlum eru karlar? SVÖR: 1. Guðbjörg Jóhannesdóttir. 2. Hátíðahöld- um vegna 350 ára fæðingarafmælis Árna Magnússonar handritasafnara. 3. 70 prósent. LÖGREGLUMÁL Þrír starfsmenn kampavínsklúbbsins Strawberries eru lausir úr haldi en eigandinn situr enn inni að sögn Karls Stein- ars Valssonar, yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir eig- andanum rennur út á miðvikudag. Lögregla lét til skarar skríða á Strawberries í lok október vegna gruns um að á staðnum færu fram vændiskaup og milliganga um vændi. Þegar lögreglu bar að garði voru nokkrir gestir á staðnum og hand- tók hún fáeina karla vegna gruns um vændiskaup. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum. Í kjölfar lögregluaðgerðarinnar voru fimm starfsmenn úrskurð- aðir í gæsluvarðhald til áttunda nóvember auk eigandans en tveimur var fljótlega sleppt. Strawberries var í kjölfarið lokað um óákveðinn tíma í þágu rannsóknarinnar og verður veit- ingaleyfi klúbbsins skoðað í ljósi málsins. - jme Starfsmenn kampavínsklúbbsins Strawberries lausir úr gæsluvarðhaldi Eigandinn situr enn í fangelsi DÓMSMÁL Eiginkona manns, sem hafði ítrekað reynt að skilja við hana, telst samt lögerfingi hans samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. Maðurinn lést í október 2012 en hafði óskað eftir skilnaði að borði og sæng í júlí sama ár. Konan mætti aftur á móti aldrei í viðtal til sýslumanns þrátt fyrir ítrek- aðar boðanir. Var krafa konunn- ar um opinber skipti á dánarbúi mannsins tekin til greina og hún taldist því lögerfingi mannsins. - fbj Lést í miðju skilnaðarferli: Erfir mann sem vildi skilnað LOKAÐ Strawberries var lokað vegna gruns um að þar færu fram vændiskaup og milliganga um vændi. DÓMSMÁL Halldór Bjarkar Lúð- vígsson, fyrrverandi viðskipta- stjóri á útlánasviði Kaupþings, sagðist fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur í gær hafa talið að fimmtíu milljóna dala lán sem Al Thani fékk í gegnum Kaupþing í Lúxem- borg hafi verið eins konar mútu- greiðsla fyrir að ljá nafn sitt við kaup á 5,01% hlut í Kaupþingi. „Það var engin ábyrgð á fimm- tíu milljónum dollara. Hann átti að fá pen- inginn til baka. Ég held að það hafi aldrei komið króna frá sjeikn- um,“ sagði Hall- dór Bjarkar í hljóðrituðu símtali við Lilju Stein- þórsdóttur, fyrrverandi innri end- urskoðanda Kaupþings, sem sak- sóknari í málinu spilaði. Varðandi það að Al Thani hafi átt að fá hagnaðinn greiddan fyrir- fram, sem saksóknarinn telur að 50 milljóna dala greiðslan hafi verið, sagði Halldór Bjarkar: „Það má kalla það mútur, þegar ég horfði á strúktúrinn eftir á. Þetta voru mínar getgátur en mér þótti sérkennilegt að hann fengi greitt.“ Saksóknari spurði hvort reynt hafi verið að fela þátt Ólafs Ólafs- sonar í málinu og sagðist Halldór telja að svo hefði verið. „Þetta voru Maggi [Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg] og Hreiðar [Guð- mundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings] sem voru að semja allt saman.“ Saksóknari spurði Halldór Bjarkar hver hefði samþykkt að Al Thani fengi lánið. Svaraði hann því til að Hreiðar Már hefði gert það. „Hreiðar Már gaf mér þau fyrirmæli að greiða þetta út strax. Hann sagði að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af samþykktum.“ Hreiðar Már er ósammála því að þetta samtal hafi átt sér stað og verjandi hans benti á að engin gögn væru til um samskipti Hall- dórs og Hreiðars Más. Verjandinn reyndi að rýra trú- verðugleika Halldórs með því að sýna frétt frá breska blaðinu The Guardian sem birtist þegar Hall- dór starfaði hjá slitastjórn Kaup- þings. Í greininni stóð að starf hans hjá stjórninni væri vand- ræðalegt vegna aðildar hans að Al Thani-málinu. Eftir rannsókn sér- staks saksóknara var Halldór ekki lengur í réttarstöðu sakbornings. Hann er núna framkvæmdastjóri Arion banka. Verjandi spurði hvort hann hefði fengið það starf ef hann hefði haft réttarstöðu sakbornings. „Mér þykir það ólíklegt,“ svaraði Halldór. freyr@frettabladid.is Getgátur um mútugreiðslu Þriðji dagur í Al Thani-réttarhöldunum fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Halldór Bjarkar Lúðvígsson, eitt af lykilvitnum sérstaks saksóknara, svaraði spurningum varðandi starf sitt hjá Kaupþingi. ➜ Fyrsta vitnið í gærmorgun var Lara E. Schweiger sem starfaði sem lögmaður í Lúxemborg. Saksóknari spurði hana á hvaða forsendum 50 milljóna dala lánið sem Al Thani fékk hafði verið veitt. „Ég vissi ekki fyrst hverjar ástæður lánveitingarinnar voru. Svo var mér sagt að grundvöllur- inn fyrir láninu væri fyrirframgreiðsla hagnaðar lánshæfistengds skulda- bréfs,“ sagði hún. Spurð hvort hún hafi verið undrandi á þessu játaði hún því. „Vegna þess að okkur virtist ekkert vit vera í þessu.“ ➜ Vörubílstjórinn Sturla Jónsson, sem var áberandi í fjölmiðlum í kringum hrunið, gekk inn í réttarsalinn skömmu áður en skýrslutökunni yfir Halldóri Bjarkari lauk um hádegisbilið. Hann fékk sér sæti á fremsta bekk og hlýddi með athygli á það sem fram fór. ➜ Gianni De Bortoli, fyrrverandi starfsmaður á lagasviði hjá Kaupþingi í Lúxemborg, bar vitni í gegnum síma. Dómtúlkurinn Torfi Tulinius sá til þess að allar upplýsingar kæmust til skila á milli Bortoli annars vegar og hins vegar dómara, saksóknara og verjenda. Dagur 3 í Al Thani-málinu HALLDÓR BJARKAR HREIÐAR OG HÖRÐUR Hörður Felix Harðarson er verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar. Hann spurði Halldór Bjarkar hvort hann hefði fengið framkvæmdastjórastöðu hjá Arion ef hann hefði verið sakborningur í málinu. FRÉTTABLSÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Ragnhildur Geirsdóttir, þáverandi forstjóri FL Group, beitti þrýstingi svo að tæplega þrír milljarðar, sem millifærðir voru af reikningum félagsins, yrðu endurgreiddur. Þetta kemur fram í greinargerð með ákæru gegn Hannesi Smárasyni sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Hannes Smárason er sam- kvæmt ákærunni sakaður um fjárdrátt fyrir að hafa látið milli- færa 46,5 milljónir bandaríkja- dala af reikningi FL Group hf. inn á annan reikning félagsins sem hann hafði látið stofna nokkrum dögum fyrr í Kaupþingi í Luxem- borg. Fjármunirnir voru síðan færðir yfir á reikning Fons eignarhalds- félags hf. en þá ráðstöfun telur sér- stakur saksóknari ekki hafa verið í þágu FL Group. Þá hafi hún verið framkvæmd án vitundar, og þar með samþykkis, þáverandi for- stjóra, fjármála- stjóra og annarra lykilstjórnenda FL Group. Í g r e i n a r - gerð saksóknara með ákærunni kemur fram að Hannes hafi gefið Sveinbirni Indriðasyni fjármála- stjóra og Val Stefáni Ásgeirssyni, forstöðumanni fjárreiðudeildar, fyrirmæli um að millifæra fjár- munina inn á reikninginn í Lúx- emborg, sem þeir gerðu. Í grein- argerðinni segir einnig að Hannes hafi haldið millifærslunni leyndri fyrir stjórnendum og stjórn FL Group en aðrir en hann hafi ekki haft aðgang að reikningnum í Lúx- emborg. Þá kemur einnig fram að fjár- munirnir hafi ekki skilað sér aftur á reikning FL Group frá Fons fyrr en rúmum tveimur mán- uðum síðar, eftir þrýsting, meðal annars frá þáverandi forstjóra félagsins, Ragnhildi Geirsdóttur. Fyrir þann tíma var millifærslan ekki færð í bókhald félagsins. Endurgreiðslan kom frá Fons með láni frá Kaupþingi í Lúxem- borg og gengust Hannes og Jón Ásgeir Jóhannesson í persónuleg- ar ábyrgðir fyrir endurgreiðslu lánsfjárhæðarinnar. - fbj Hannes og Jón Ásgeir gengu í persónulegar ábyrgðir fyrir milljarða endurgreiðslu til FL Group: Beitti þrýstingi til að fá endurgreitt Hannes Smárason hefur ákveðið að víkja til hliðar úr forstjórastóli fyrir- tækisins Nextcode um stundarsakir. Hann segist ekki vilja að málefni hans varpi skugga á fyrirtækið. „Þess utan vil ég ekki að sá tími, sem ég kann að þurfa á að halda til þess að verja mig gegn þessari undurfurðulegu ákæru, dragist frá þeim tíma sem notaður er í að hlúa að fyrirtækinu,“ segir Hannes í yfirlýsingu sinni. Daglegum rekstri Nextcode, sem er nýstofnað systurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, verður sinnt af dr. Jeffrey Gulcher og nýráðnum framkvæmdastjóra Nextcode á Íslandi, Birni Zoëga, fyrr- verandi forstjóra Landspítalans. ➜ Björn leysir Hannes af hjá Nextcode HANNES SMÁRASON DÓMSMÁL Bergur Már Ágústsson játaði fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur í gær tvær líkamsárásir sem gerðar voru 4. janúar 2012. Báðar árásirnar eru taldar sér- staklega hættulegar en í ákæru segir að Bergur Már hafi slegið karlmann í höfuðið með kylfu og slegið kylfu í rúðu þannig að glerbrot höfnuðu í andliti og auga annars karlmanns. Í kjölfar árásanna var ráðist á Berg en fyrir þá árás hlutu tíu menn dóma. Þyngstu dómana hlutu Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson, sjö og sex ára fangelsi. - ebg Kveikjan að fleiri árásum: Bergur játaði líkamsárásir BERGUR MÁR ÁGÚSTSSON Ráðist var á Berg í kjölfar árásanna og fengu tíu menn dóma fyrir þá árás. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA SAMFÉLAG Færri börn virðast senda ljót skilaboð eða myndir í gegnum farsíma en áður. Í könnun sem SAFT stóð fyrir hér á landi kemur fram að 3 pró- sent íslenskra barna og unglinga sögðust hafa sent skilaboð, texta eða mynd í gegnum farsíma sem voru andstyggileg í garð annars einstaklings. Þegar spurt var sömu spurningar árið 2009 svör- uðu 8,7 prósent því játandi. - fbj Ný könnun SAFT: Færri senda ljót skilaboð SMÁSKILABOÐ Færri börn senda and- styggileg skilaboð í dag en árið 2009 FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM GUNNARSSON STÉTTARFÉLAGSMÁL Formannskosningar KÍ Kosið verður í embætti formanns Kennarasambands Íslands í almennri kosningu félagsmanna fyrir lok nóvem- bermánaðar. Núverandi formaður, Þórður Árni Hjaltested, býður sig fram ásamt Einari Þóri Karlssyni grunnskóla- kennara. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.