Fréttablaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 26
7. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26 Það sem er talið ráða úrslitum varðandi vel- gengni þjóða er hversu hratt og fumlaust sam- félagið getur brugðist við breyttum aðstæðum. Forn- grikkir sköruðu fram úr á fjöldamörgum sviðum, þeir voru sífellt að þreifa fyrir sér varðandi lýðræð- ið og voru óhræddir við að breyta lýðræðisskipulag- inu og færa það til betri vegar. Þegar þeir sáu að fulltrúalýð- ræðið hafði alvarlega annmarka, t.d. að ráðandi öflum í sam- félaginu tókst að stjórna hverjir yrðu kosnir, eða ná tangarhaldi á kjörnum fulltrúum á annan hátt, hikuðu þeir ekki við að breyta stjórnskipulaginu til þess að bregðast við þeim vanda. Í dag hafa 9% Íslendinga tiltrú á Alþingi. Skoðanakannanir hafa endurtekið sýnt að mikill meiri- hluti þjóðarinnar hefur verið á móti kvótakerfinu en sá þjóð- arvilji hefur verið blokkeraður á Alþingi áratugum saman. Þjóðin hefur á tilfinningunni að fulltrúar nir vinni fyrir flokkinn sinn og hagsmunaöflin sem komu þeim á þing. Það getur varla talist eðlilegt að stjórnmálaflokkarnir og þingmenn setji sjálfum sér leik- reglurnar. Því var nýverið reynt að bregðast við þverrandi tiltrú almennings á íslensku lýðræði með almennum kosningum til stjórnlagaþings. Niðurstöðurnar urðu að færa ætti meiri völd frá stjórnmálaflokkum til fólksins, í flestum tilfellum lýðræðisum- bætur sem þegar hafa verið gerðar í nágrannalöndunum, eins og rétt á þjóðaratkvæðagreiðslum, rétt á að velja sína þingmenn á kjörseðli o.s.frv. Auk þess sem stjórnlagaráðið var einróma í þessum umbótum þá var einnig mikill meirihluti fyrir þessum umbótum í þjóðaratkvæða- greiðslu fyrir réttu ári síðan. Nú er að sjá hvort kjörnir fulltrúar okkar á Alþingi líti á sig sem verkfæri til þess að koma á vilja þjóðarinnar, eða hvort þeir vilji vinna fyrir einhver önnur öfl. Ný samfélagsleg ógn Mig langar að víkja að öðru atriði varðandi stjórnarskrá sem lítið var rætt á stjórnlaga- þinginu en mér er hug- leikið. Til eru þeir sem vilja, líkt og Grikkir forðum, vera sveigjanlegir og bregðast við nýrri, óþekktri samfélagslegri ógn með róttækum breytingum á stjórnarskrá. Ísland er í miklum vanda núna, nær allar eignir landsins eru í höndum erlendra aðila, þjóðin að sligast undan vaxtagreiðslum sem ekki sér fram úr, og lánin sem voru tekin til þess að fresta Hruninu eru að komast á gjalddaga og öngvir peningar til. Þeir einu sem eitthvað eiga eru þeir sem urðu ríkir við að búa til Blekkinguna Miklu. Öllum þessum eignum má ná til baka með því að setja eina klausu í stjórnarskrá. Dæmi: Haldið var verndarhendi yfir bönkunum með því að stjórnvöld og fjölmiðlar (í eigu bankamanna) leyndu fyrir almenningi hversu illa bankarnir stóðu, þess vegna gátu bankarnir fengið fólk, fyrirtæki og lífeyris- sjóði til þess að veðja á móti sér að krónan myndi styrkjast. Mörg hundruð milljarðar fóru yfir í vasa fjárplógsmanna, nóg til þess að byggja tug hátæknispítala. Þessu fé má ná tilbaka með því að setja 99% eignarskatt á það fé sem græddist við krónuveðmál. Ef það stríðir gegn lögum þá má setja ný lög; ef þau lög stríða gegn stjórnarskrá þá má breyta henni. Ef þetta myndi t.d. stranda á hinu sérkennilega séríslenska stjórnar- skrárákvæði að eignarréttur sé heilagur, þá má einfaldlega fella það ákvæði úr stjórnarskrá. Gífur legur arður var greiddur úr fjármálafyrirtækjum sem engin innistæða var fyrir, meira en allur kostnaður við tækjakaup Land- spítalans til 100 ára. Þessu fé má öllu ná til baka með lagasetningu. Þá segir kannske einhver; það er ekki hægt að setja afturvirk lög (sem reyndar stendur hvergi). Þá getur meirihluti almenn- ings ákveðið að setja í stjórnar- skrá: „Setja má afturvirk lög.“ Svo einfalt er það. Fólk er búið að gleyma því að lýðræði þýðir bara eitt; meirihlutinn ræður, ekkert annað; meirihluti almenn- ings ræður einnig öllum greinum stjórnarskrár. Spurningin er því ekki hvort það sé hægt að ná til baka þeim Bólugróða sem ennþá er í landinu (þar með talið í þrota- búum bankanna) heldur hvort það sé rétt að fara í slíkar óhefð- bundnar aðgerðir með beinar til- vísanir í atburði líðandi stundar í stjórnarskrá. Það hvort fólki finnst það vera rétt fer eftir því hversu mikið áfall fólk telur Ból- una/Hrunið vera, fjárhagslegt og siðferðilegt; var það bara hunds- bit sem við náum að læra af og rétta úr kútnum, eða var það var- anleg und nema leiðrétt sé? Forn- grikkirnir hefðu ekki verið lengi að hugsa sig um hvað gera skyldi. Kosningar um breytingar á stjórnarskránni eins árs Í viðskiptaháskólum í Bandaríkjunum og víðar er notuð sú aðferð að kenna „case“, þ.e. farið er yfir frásagnir þar sem lýst er til- teknum aðstæðum sem nemendur eiga síðan að draga raunhæfar ályktanir af. Ein þessara frásagna, sem orðin er klassík og kennd í mörgum skólum vestanhafs, greinir frá vinnuvéla- framleiðanda í borg einni í miðríkjum Bandaríkjanna þar sem verksmiðjan var nánast eini vinnuveitandinn í borg- inni og nágrenni hennar. Allt gekk eins og í sögu, vélarnar seldust í stórum stíl, starfs- mennirnir voru vel launaðir og lífeyrissjóður þeirra efldist að sama skapi. Á meðan allt lék í lyndi þótti forráðamönnum lífeyrissjóðs- ins einsýnt að heppilegast væri að fjárfesta í verðbréfum vinnuvélaframleiðandans sjálfs, bæði var fyrirtækið arðbært og með því væri verið að senda rétt skilaboð um tiltrú starfsmannanna á fyrir- tækinu sem þeir unnu hjá. Síðan fór allt á versta veg. Vinnuvélaframleiðandinn varð gjaldþrota, verksmiðjunni var lokað, starfsmennirnir töpuðu störfum sínum og einnig áunn- um lífeyrisrétti þar sem líf- eyrissjóðurinn hafði nær ein- göngu fjárfest í verðbréfum vinnuveitandans. Þegar hér er komið sögu í umfjölluninni í viðskipta háskólanum brosa stúdentarnir góðlátlega að ráðamönnum lífeyrissjóðsins og umræða hefst um það hvernig þeir gátu verið svo skammsýnir að fylgja ekki einföldustu reglum fjár- stýringar um að dreifa áhættu og hafa ekki öll eggin í sömu körfunni. Hvar er norski olíusjóðurinn ávaxtaður? Norðmenn tóku snemma þá ákvörðun að ávinningur þeirra af olíuvinnslu yrði að stærstum hluta ávaxtaður í tryggum fjárfestingum annars staðar en í Noregi. Þannig yrðu þeir best varðir fyrir áföllum þegar grípa þyrfti til fjármun- anna í sjóðnum. Íslendingar guma oft af íslenska lífeyris- kerfinu sem því fullkomnasta í heimi þar sem það er fjár- magnað að fullu með iðgjöldum sjóðfélaga. Reglulega eru uppi kröfur um að lífeyrissjóðirnir leggi fé í alls kyns verkefni innanlands sem aðrir fjár- festar sjá sér ekki hag í að leggja fjármuni sína í. Hversu skynsamlegt er að íslenskir lífeyris sjóðir leggi fjármuni sína yfirleitt í íslenskar fjár- festingar? Gildir einu hvort það eru verðbréf ríkissjóðs eða fyrirtæki í nýsköpun því allt saman eru þetta fjárfestingar góðra gjalda verðar. Eigum við kannski að láta frásögnina af vinnuvélaframleiðandanum í miðríkjum Bandaríkjanna verða okkur víti til varnaðar? Hvar og hvernig eiga lífeyrissjóðir að ávaxta fjármuni sína?➜ Því var nýverið reynt að bregðast við þverrandi tiltrú almennings á íslensku lýðræði með almennum kosningum til stjórnlaga- þings. Niðurstöðurnar urðu að færa ætti meiri völd frá stjórnmálafl okkum til fólksins, í fl estum tilfellum lýðræðisumbætur sem þegar hafa verið gerðar í nágranna- löndunum, eins og rétt á þjóðaratkvæðagreiðslum, rétt á að velja sína þingmenn á kjörseðli o.s.frv. ➜ Reglulega eru uppi kröfur um að lífeyris- sjóðirnir leggi fé í alls kyns verkefni innan- lands sem aðrir fjár- festar sjá sér ekki hag í að leggja fjármuni sína í. STJÓRNARSKRÁ Andrés Magnússon læknir LÍFEYRISSJÓÐIR Bolli Héðinsson hagfræðingur Góðar fréttir fyrir fólk sem fílar Netflix. Bættu smá lúxus í netið þitt LÚXUSNET TALS FYLGIRÖLLUMNETPÖKKUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.