Fréttablaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 8
7. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 31.10.13 - 06.11.13 1 2Skuggasund Arnaldur Indriðason Læknirinn í eldhúsinu Ragnar Freyr Ingvarsson 5 Árleysi alda Bjarki Karlsson 6 AndköfRagnar Jónasson 7 Maður sem heitir Ove Fredrik Backman 8 Sæmd Guðmundur Andri Throsson 10 Vísindabók VillaVilhelm Anton Jónson9 Iceland small world Sigurgeir Sigurjónsson 4 Grimmd Stefán Máni3 HlustaðJón Óttar Ólafsson HEILBRIGÐISMÁL Að meðaltali hafa 47 sjúklingar beðið á Land- spítalanum á hverjum degi eftir að hjúkrunarrými losnaði á höfuð- borgarsvæðinu. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrir spurn Bjarkar Vilhelms- dóttur, þingmanns Samfylkingar- innar, á Alþingi. Þar segir ennfremur að sjúk- lingar bíði að meðaltali 50 daga eftir hjúkrunarrými. Alls voru 124 aldraðir á bið- lista eftir hjúkrunarrými á höfuðborgar svæðinu í lok sept- ember. Að meðaltali biðu 100 eftir rými á síðasta ári. Biðlistinn hefur því lengst um 20 prósent á einu ári. Til viðbótar við hjúkrunarrými sem tekin hafa verið í notkun í ár er gert ráð fyrir því að rýmum fjölgi um 76 á árinu 2015. Nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir. Miðað við mannfjöldaspá og áætlaða fjölgun hjúkrunarrýma er búist við að biðlistinn styttist í 78 á árinu 2015 en lengist síðan í 270 árið 2020. - bj Alls bíða 124 aldraðir eftir að komast í hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu: 47 bíða á spítala á hverjum degi FRAKKLAND Arabíska fréttastöðin Al Jazeera hefur birt skýrslu svissneskra vísindamanna, sem hafa komist að því að eitrað hafi verið fyrir Jasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna. Arafat lést í október árið 2004 í Ramallah á Vesturbakkanum, þar sem hann var að mestu einangr- aður í bústað sínum í tvö ár vegna umsáturs Ísraelshers. Hann var jarðaður í París, en í nóvember á síðasta ári var lík hans grafið upp vegna gruns um eitrun. Rannsóknir hafa nú staðfest að geislavirka efnið pólon fannst í miklu magni í líkamanum. Nánar tiltekið er magnið átjánfalt það sem eðlilegt má teljast, að því er Al Jazeera hefur eftir Dave Barcley, breskum vísindamanni. „Jasser Arafat lést úr pólon- eitrun,” segir Barcley. Suha Arafat, ekkja Jassers, fékk skýrsluna afhenta á þriðjudag, en það var hún sem fór upphaflega fram á að lík hans yrði grafið upp og rannsókn gerð. - gb Skýrsla vísindamanna staðfestir að eitrað var fyrir Jasser Arafat: Arafat lést úr póloneitrun BJÖRGUN Flutningaskipið Fern- anda var dregið til hafnar á Grundartanga í Hvalfirði í gær, réttri viku eftir að eldur kom upp í því suður af Vestmannaeyjum. Slökkvistarf hófst strax og skipverjum var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Varðskipið Þór tók Fernöndu í tog og dró inn í Hafnarfjarðar- höfn. Skömmu eftir að þangað var komið blossaði eldur upp á ný. Þar sem mikið af olíu var enn í tönkum skipsins var það dregið frá landi, þangað sem minnst hætta var talin á umhverfisslysi. Eftir langvinnt slökkvistarf var ályktað á sunnudag að eldur í skip- inu væri kulnaður. Eftir að gengið hafði verið úr skugga um það var skipið dregið í átt að landi og loks norður í Hvalfjörð þar sem það var bundið við bryggju á Grundar- tanga síðdegis í gær. Hrafnhildur Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgis- gæslunnar, segir í samtali við Fréttablaðið að nú sé afskiptum gæslunnar af skipinu lokið og lög- regla og slökkvilið muni nú ljúka rannsókn í skipinu. Aðspurð segir Hrafnhildur að gæslan hafi ekki verið í samskipt- um við eigendur skipsins og óvíst sé hvernig þau mál muni þróast á næstu dögum. Þetta er ein allra umfangsmesta aðgerð varðskipa Landhelgisgæsl- unnar síðustu ár, að sögn Hrafn- hildar, og þarna reyndi í fyrsta sinn að fullu á getu varðskipsins Þórs til slökkvistarfs á hafi úti. Búnaður og vélar skipsins hafi reynst afar vel. thorgils@frettabladid.is Fernanda loksins komin að bryggju Viku eftir að eldur kom upp í flutningaskipinu Fernöndu úti fyrir Vestmanna- eyjum er hún komin að bryggju við Grundartanga. Enn er óljóst með framhaldið. Viðræður við eigendur og tryggingafélag skipsins eiga eftir að fara fram. Ferðir Fernöndu og varðskipsins Þórs 2. -3. nóvember 50-70 sjómílur vestur af Garðskaga Eldur logar í skipinu. Þór heldur áfram að sprauta sjó og kæla skipið. 30. október Staðsetning 20 sjómílur suður af Eyjum Eldur kemur upp í Fernöndu eftir hádegi miðvikudaginn 30. nóvember, Þyrlan Gná bjargar áhöfninni. Lóðsinn í Vestmannaeyjum sprautar á skipið. Varðskipið Þór kemur á vett- vang, sprautar á skipið og tekur það í tog. 1. nóvember - Hafnarfjarðarhöfn Eldur kviknar að nýju í skipinu eftir að komið var til hafnar. Þór tekur skipið aftur í tog. 3. nóvember Leitað vars við Hafnarleir síðdegis Áhöfn varðskipsins Þórs og slökkviliðs- menn frá Slökkvi- liði höfuðborgar- svæðisins telja að eldur sé slokknaður um borð í skipinu. Í ljósi versnandi veðurs á staðnum og slæmrar veðurspár er tekin ákvörðun um að draga skipið í var. 4. nóvember Keilisnes, út af Straumsvík, síðdegis Leitað vars fyrir vindum. Unnið áfram að slökkvistörfum. 6. nóvember Farið með skipið að Grundartanga Fernanda dregin að höfn við Grundartanga. Eigendur skipsins og tryggingafélag munu taka ákvörðun um framhaldið. 1 2 3 4 5 6 JASSER ARAFAT Leiðtogi Palestínumanna blaðar í pappírum á skrifstofu sinni í Ramallah árið 2002, þar sem hann var að mestu einangraður í tvö ár vegna umsáturs Ísraelshers. NORDICPHOTOS/AFP LÖNG BIÐ Aldraðir sjúklingar bíða að meðaltali í 50 daga á Landspítalanum eftir hjúkrunarrými. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.