Fréttablaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 46
7. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34 landsins. Ég náði líka að kynn- ast frumkvöðlunum í þessu húsi, Haraldi Björnssyni, Lárusi Páls- syni, Indriða Waage, Regínu Þórðardóttur, Val Gíslasyni. Hér var allt þetta fólk. Frú Arndís Björnsdóttir og fleiri og fleiri. Hún bauð mér dús eftir ár!“ Kunnir þú að þéra? „Já, ég kunni það vel. Það voru þéringar í Menntaskólanum á Akureyri.“ Lítil leikhúsrotta Arnar er semsagt að norðan. Sonur Arnþrúðar Ingimarsdóttur frá Þórshöfn og Eyfirðingsins Jóns Kristinssonar sem var um tíma formaður Leikfélags Akur- eyrar, lék þar og seldi miðana heima. „Ég sá pabba leika Georg í Mýs og menn og horfði á hann skjóta Lenna, besta vin sinn. Ég grét úr mér augun á eftir,“ rifjar Arnar upp. „Mamma var samt mesti leikarinn, hermdi eftir og hafði augljósa hæfileika en lék aldrei utan heimilisins.“ Sjálfur hefur Arnar leikið frá því hann var smástrákur. „Ég var lítil leikhúsrotta og ekki skrýtið að ég skyldi velja þessa leið,“ segir hann. „Lék Hans í Hans og Grétu þegar ég var tólf ára og í mörgum sýningum eftir það hjá Leikfélagi Akureyrar meðan það var öflugt áhugamannaleikfélag.“ Síðar átti Arnar eftir að taka þátt í að gera Leikfélag Akur- eyrar að atvinnuleikhúsi. En áður dreif hann sig í leiklistar- skóla Þjóðleikhússins. Það var árið 1962 og strax á öðrum vetri lék hann í Gísl á stóra sviðinu. Jafnframt fór hann að vinna með Grímu, fyrsta sjálfstæða leikhópi landsins, er lét að sér kveða á 7. áratugnum og sýndi í Tjarnarbíói. „Ég réð mig ekki hér við Þjóð- leikhúsið fyrr en árið 1978. Ég áleit stofnanir fáránlegar í fyrstu og fannst alveg nauðsynlegt að þenja vængina annars staðar. Ég var með í að stofna Leiksmiðjuna 1968 sem lifði í rúmt ár en náði að gera þrjár sýningar, Frísir kalla, Litla prinsinn og Galdra-Loft. Við fórum með Galdra-Loft og Litla prinsinn í einum pakka um landið að vetri til. Ég var mikið á vegunum á þessum árum.“ Arnar og Þórhildur Þorleifs- dóttir, kona hans, stofnuðu Alþýðuleikhúsið fyrir norðan sem ferðaleikhús 1975 með sex öðrum pörum. „Við ferðuðumst um allt land og til útlanda með Skollaleik Böðvars Guðmundssonar,“ rifjar Arnar upp. „Þannig að útrásin er ekkert ný!“ Pétur Gautur áhrifavaldur Þegar hér var komið sögu höfðu bæði Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið lagt niður sína skóla en nemendur sjálfir stofnað skóla sem þeir nefndu Sál. Arnar var meðal kennara þar og sam- einaði skólann Alþýðuleikhúsinu suðurdeild sem setti upp fjölda sýninga og var með tvær deildir, bæði barnaleikhús og fullorðins- leikhús. Þórhildur leikstýrir eigin- manninum í kveðjusýningunni. „Við Þórhildur höfum fylgst að mjög lengi og unnið mikið saman,“ segir Arnar og brosir. „Við hittumst hér í Þjóðleikhús- inu. Hún var kornung þegar hún byrjaði hér í ballettinum og var hér öllum stundum. Hún var að dansa í Pétri Gaut þegar ég lék í honum 1962. Seinna setti hún upp með mér Pétur Gaut og enn síðar setti sonur okkar, Þorleifur, upp Pétur Gaut úti í Þýskalandi og sú sýning var sýnd hér. Hann fylgir okkur, hann Pétur Gautur. En ég hugsa að ég hafi oft verið Þórhildi erfiður þegar hún er að leikstýra mér og það reynir á núna líka enda er þetta dálítil glíma við hann Svein.“ 1998 Arnar sem Abel Snorkó býr einn. Þorvaldur Þorsteinsson skrifaði þetta leikrit gagngert fyrir mig þegar ég átti 40 ára leikferilsafmæli en mér finnst ég skulda honum að ég taki aðeins betur á því. Ég er formlega að kveðja Þjóðleikhúsið og þakka fyrir hálfa öld á sviði. Samt er ég ekkert hættur,“ segir hinn sjö-tugi en síungi Arnar Jónsson leikari um tilefni sýn- ingar sinnar á einleiknum Sveins- stykki á sunnudaginn kemur. Við höfum tyllt okkur niður í herbergi sem Arnar hefur útaf fyrir sig í Þjóðleikhúsinu en áður hafði tilheyrt Bessa Bjarnasyni, þar áður Rúrik Haraldssyni og enn áður Lárusi Pálssyni. Á veggjunum hanga leikaramyndir, meðal annars af Arnari í hlut- verkum Péturs Gauts og Lés kon- ungs. Ég spyr hvort Sveinsstykki sé stórt stykki. „Það er þetta,“ segir Arnar og réttir mér blaða- bunka upp á 40 síður. „Þetta er ansi massíft og ég verð að halda athygli áhorfenda allan tímann.“ Leikritið fjallar um reglumann- inn, íslenskumanninn og lager- starfsmanninn Svein Kristinsson sem á bæði stórafmæli og starfs- afmæli og fagnar þeim tímamót- um með því að bjóða til veislu. „Sveinn er að semja ræðu til að flytja en minningarnar sækja á og áhorfendur fá innsýn í líf hans gegnum þær, hins vegar reynist honum æ erfiðara að koma saman ræðunni. Þetta er alveg dásam- legur texti,“ lýsir Arnar. Arndís bauð dús eftir ár Arnar hefur reyndar leikið Sveinsstykki áður, fyrir tíu árum. „Þorvaldur Þorsteinsson skrifaði þetta leikrit gagngert fyrir mig þegar ég átti 40 ára leikferils- afmæli en mér finnst ég skulda honum að ég taki aðeins betur á því. Nú er hann farinn frá okkur, langt fyrir aldur fram og mér fannst þetta stykki hans hæfa mjög vel þessu tilefni.“ Spurður hvernig honum sé innan brjósts á þessum tímamótum svarar Arnar: „Þetta hefur einhvern veginn ekki alveg dagað yfir mig ennþá. Kannski af því að ég er ekki að hætta alfarið að leika, ég verð í stóru hlutverki í Í deiglunni eftir Arthur Miller hér í þessu húsi á útmánuðum, þannig að ég stoppa ekki neitt. Óneitanlega er þetta samt dálítið skrítið. Það verður öðru vísi að koma í þetta hús. (Lítur upp á veggina) Þetta verður til dæmis ekki mitt herbergi leng- ur. En drottinn minn dýri. Ég er svo heppinn maður. Ég á stóra fjölskyldu og áhugamál, fyrir utan endalausar vanrækslusyndir sem ég get farið að sinna.“ Viltu nefna einhverjar? „Ég hef til dæmis ekki haft tíma til að fara yfir og skrásetja listamannshlutann af lífi mínu. Sem mér finnst ég þurfi eigin- lega að gera því ég álít að ég tengi saman tíma. Ég byrjaði í áhuga- leikfélagi og var síðan í sjálf- stæðum leikhópum sem komu eiginlega fram á öllum sviðum Áleit stofnanir fáránlegar í fyrstu Arnar Jónsson frumsýnir einleikinn Sveinsstykki eft ir Þorvald Þorsteinsson á stóra sviði Þjóðleikhússins á sunnudagskvöld, 10. nóvember. Þannig kveður hann Þjóðleikhúsið eft ir 35 ára farsælan feril sem fastur starfsmaður. Á SVIÐINU „Ég var lítil leikhúsrotta og ekki skrýtið að ég skyldi velja þessa leið,“ segir Arnar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RÚNARSSON 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 NOKKUR BURÐARHLUTVERK ARNARS 1963 Arnar í Gísl sem var hans fyrsta hlutverk í Þjóðleikhúsinu. 1977 Hjónin skoða landakort af Skandinavíu áður en þau leggja upp með Skollaleik Böðvars Guð- mundssonar. 1991 Arnar og Þórhildur að tjalda- baki eftir sýninguna á Pétri Gaut. 2011 Arnar fékk Grímu- verðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki sem Lér konungur. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is MYNDIR LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.