Fréttablaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 12
7. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12
ÁSTRALÍA, AP Ástralinn David Hicks, sem
varð fyrstur Guantanamo-fanganna til að fá
á sig dómsúrskurð, hefur nú áfrýjað dómn-
um.
Ástralinn David Hicks varð fyrstur fang-
anna í Guantanamo til þess hljóta dóm. Hann
hefur nú áfrýjað þeim dómi.
Hicks sótti á sínum tíma þjálfunarbúðir
Al-Kaída í Afganistan. Hann var dæmdur
í sjö ára fangelsi fyrir stríðsglæpi, eftir að
hann hafði í mars 2007 játað á sig brot gegn
því að verða látinn laus eftir stutta afplán-
un.
Hann hafði þá setið fimm ár í fangabúðun-
um og lögmaður hans segir ekkert að marka
játninguna.
„Hann hafði bókstaflega ekkert val undir
þessum kringumstæðum,“ hefur bandaríska
fréttastofan AP eftir Wells Dixon, lögmanni
hjá bandarísku mannréttindasamtökunum
Center for Constitutional Rights í New York.
Í áfrýjuninni er vísað til máls annars
Guantanamo-fanga, Salims Hamdan, sem í
október árið 2012 var sýknaður í áfrýjunar-
rétti í Washingtonborg. - gb
Ástralski Guantanamo-fanginn David Hicks leitar til áfrýjunardómstóls í Bandaríkjunum:
Reynir að fá dómi fyrir stríðsglæpi hnekkt
SVÍÞJÓÐ Sænska öryggislögreglan
vill fá sjálfkrafa upplýsingar úr
farsímum einstaklinga vegna rann-
sókna á grófum afbrotum. Nú meta
fjarskiptafyrirtæki hvert tilfelli
áður en upplýsingar eru gefnar.
Slíkt getur orðið dýrt og tímafrekt.
Sænska öryggislögreglan vill að
fjarskiptafyrirtækin taki upp nýtt
kerfi þannig að lögreglan fái beint
samband við gagnabanka með
upplýsingum úr farsímum. Fyrir-
tækið Tele2 neitar og önnur fyrir-
tæki hika, að því er kemur fram í
sænskum fjölmiðlum. - ibs
Krafa öryggislögreglu:
Vill aðgengi að
farsímanotkun
RÚSSLAND Í hálfan mánuð vissi fjöl-
skylda Nadesjdu Tolokonnikovu
ekkert hvar hún væri niðurkomin.
Í gær fréttist svo af því að hún væri
líklega komin í aðrar fangabúðir,
alla leið til Síberíu.
Tolokonnikova var handtekin á
síðasta ári eftir að hún og félagar
hennar í kvennapönksveitinni
Pussy Riot höfðu efnt til mótmæla
gegn Vladimír Pútín forseta í kirkju
í Moskvu. Hún fór í hungurverkfall
í fangabúðunum í haust til að mót-
mæla aðstæðum þar, miklu vinnu-
álagi og hörku fangavarða. Það var
eiginmaður hennar, Petja Versilov,
sem skýrði frá því á Twitter-síðu
sinni að hún væri á leiðinni í fanga-
búðir númer 50 í Nishní Ingash í
héraðinu Krasnojarsk, en þær búðir
eru í um þrjú þúsund kílómetra
fjarlægð frá Moskvu, þar sem ætt-
ingjar hennar og vinir búa.
Versilov segist sannfærður um að
með þessu sé verið að refsa henni
fyrir mótmælasveltið og koma
henni sem lengst frá kastljósi fjöl-
miðla. - gb
Fjölskylda Tolokonnikovu vissi ekkert um hana í hálfan mánuð:
Komin í fjarlægari fangabúðir
ÍSRAEL, AP Avigdor Lieberman,
fyrrverandi utanríkisráðherra
Ísraels, var í gær sýknaður af
ákærum um spillingu. Verði
dómnum ekki áfrýjað getur
Lieberman tekið aftur við ráð-
herraembættinu.
Þetta er í fyrsta sinn sem
dómsmál hefur verið höfðað á
hendur Lieberman fyrir spill-
ingu, þótt ásakanir um slíkt hafi
oft verið viðraðar opinberlega.
Lieberman hefur stundum
verið pólitískur andstæðingur
Benjamíns Netanjahús en þeir
eru nú samherjar.
Netanjahú hefur beðið með að
skipa nýjan mann í embætti utan-
ríkisráðherra, og sagst ætla að
ganga frá því þegar dómur væri
fallinn í máli Liebermans. - gb
Lieberman rís upp aftur:
Sýknaður af
spillingarákæru
DAVID HICKS Var sleppt úr haldi stuttu eftir að hann
játaði á sig brot. NORDICPHOTOS/AFP
NADESJDA TOLOKONNIKOVA Við
réttarhöld í Moskvu fyrr á árinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BANDARÍKIN Demókratinn Bill de
Blasio segist ætla að leggja megin-
áherslu á að draga úr ójöfnuði í
New York, nú þegar hann tekur við
af auðkýfingnum Michael Bloom-
berg sem borgarstjóri.
Hann vann yfirburðasigur í
borgarstjórakosningum á þriðju-
dag, hlaut 73 prósent atkvæða, en
mótherjinn Joe Lhota fékk innan
við fjórðung atkvæða.
Bloomberg hefur stjórnað borg-
inni í tólf ár og verið gagnrýndur
fyrir að sinna viðskiptalífinu og auð-
ugum borgarbúum betur en hinum,
sem standa ekki eins vel, enda sjálf-
ur sprottinn úr heimi viðskipta sem
færðu honum mikil auðæfi.
Eitt meginkosningaloforð de
Blasios var að leggja sérstakan
skatt á auðuga borgarbúa, og yrðu
tekjurnar notaðar til að fjármagna
leikskóla.
De Blasio tekur við um ára-
mótin, og þá tekur demókrati við
stjórnartaumum borgarinnar í
fyrsta sinn síðan repúblikaninn
Rudy Giuliani tók við árið 1994.
Úrslitin voru tvísýnni í ríkis-
stjórakosningum í Virginíu, þar
sem demókratinn Terry McAuliffe
rétt náði að sigrast á Ken Cucc-
inelli, íhaldssömum repúblikana
sem hefur haft stuðning teboðs-
hreyfingarinnar. McAuliffe hafði
verið spáð öruggum sigri en Gucc-
inelli skýrði útkomuna sem svo að
dyggur stuðningur McAuliffes við
heilbrigðislöggjöf Baracks Obama
forseta hefði fælt einhverja kjós-
endur frá honum. Að minnsta
kosti virðist vinátta McAuliffe og
Obama ekki hafa hjálpað McAu-
liffe í þessum kosningum.
Afgerandi persónusigur repú-
blikanans Chris Christie í ríkis-
stjórakosningum í New Jersey
bendir hins vegar til þess að
teboðshreyfingin yst til hægri í
Repúblikanaflokknum geti engan
veginn reiknað með miklu fylgi á
næstu árum.
Gott gengi Christies í þessu
gamalgróna demókrataríki hefur
vakið vonir hófsamari afla innan
Repúblikanaflokksins um að áhrif
teboðshreyfingarinnar séu að dvína.
Christie hefur þegar verið orð-
aður við forsetaframboð og tekur
undir slíkar vangaveltur: „Ef við
getum gert þetta í Trenton í New
Jersey, þá ætti fólkið í Washington
kannski að kveikja á sjónvarps-
tækjunum sínum og skoða hvernig
þetta er gert,“ sagði hann á þriðju-
dagskvöldið, þegar úrslitin voru
orðin ljós. gudsteinn@frettabladid.is
Nýr borgarstjóri í New York
hyggst skattleggja ríka íbúa
Úrslit í ríkis- og borgarstjórakosningum í Bandaríkjunum sýna umrót í bandarískum stjórnmálum. Bill de Blas-
io tekur við af Michael Bloomberg í New York. Terry McAuliffe vann teboðsmanninn Ken Cuccinelli í Virginíu.
BILL DE BLASIO FAGNAR SIGRI Næsti borgarstjóri New York faðmar son sinn og dóttur eftir að úrslit voru orðin ljós á þriðju-
dagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
NAUMUR SIGUR Í VIRGINÍU Terry McAuliffe, fyrir miðri mynd, fagnar sigri ásamt
öldungadeildarþingmönnum Demókrataflokksins í Virginíu, þeim Mark Warner og
Tim Kaine. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
AVIGDOR LIEBERMAN Brosmildur að
loknum sýknudómi í gærmorgun.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
➜ Hicks sótti á sínum tíma þjálfunar-
búðir Al-Kaída í Afganistan.
Hann var dæmdur í sjö ára fangelsi
fyrir stríðsglæpi.
➜ Bill de Blasio verður fyrsti
demókratinn í
borgarstjórastólnum í
New York síðan 1994.
REYKJAVÍKURBORG Meirihluti
Besta flokksins og Samfylkingar
í borgarstjórn ásamt borgarfull-
trúa VG vísaði á þriðjudag frá til-
lögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks
um að óska eftir viðræðum við
ríkið um framtíðarfyrirkomulag
heilsugæslunnar í Reykjavík.
Leggja átti áherslu á fjöl-
breytni í rekstrarformum og að
tryggja greiðan aðgang almenn-
ings að heimilislækningum.
Meirihluti borgarfulltrúa sagði
að samþykkt hafi verið 2010 að
ræða við ríkisvaldið um yfir-
töku á heilsugæslunni. Nú sé
beðið mats á því hvernig til hafi
tekist við yfirtöku á þjónustu við
fatlaða. - gar
Fyrirkomulag heilsugæslu:
Beðið eftir mati
á yfirtöku
ORKUMÁL Borgarstjórn sam-
þykkti í fyrradag fyrir sitt leyti
ósk stjórnar Orkuveitu Reykja-
víkur um að Hellisheiðarvirkjun
verði tengd við borholur í Hvera-
hlíð.
Borgarfulltrúi Vinstri grænna
lagði til að málinu yrði frestað í
eitt ár „til að kanna allar hliðar
þess og aðra möguleika í þaula“.
Allir aðrir sögðu að sá kostur
sem Orkuveitan valdi væri far-
sælastur. Nýtt væri gufa úr
holum sem þegar væru til. Ekki
þyrfti „að kaupa viðbótarorku
frá Landsvirkjun fyrir hundruð
milljóna á ári“. - gar
Orðið við ósk Orkuveitu:
Virkjun tengd
við Hverahlíð
HVERAHLÍÐ Holurnar nýttar fyrir
Hellisheiðarvirkjun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HEILSUGÆSLA Sjálfstæðismenn vilja
fjölbreytt rekstrarform. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN