Fréttablaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 1
EFNAHAGSMÁL Aðeins möguleikinn á olíufundi á Drekasvæðinu felur í sér mikil sóknarfæri fyrir Austur- land, og reyndar landið allt. Þetta er mat Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar forsætisráðherra. Að setja undirbúningsvinnu af stað vegna hugsanlegs olíufundar leiðir til jákvæðrar keðjuverkunar og gæti jafnvel bætt lánstraust Íslands. „Ég hef mikla trú á framtíð Íslands og hún byggist ekki hvað síst á þessum risastóru tækifærum sem við erum að ræða hér í dag,“ sagði Sigmundur á atvinnumálaráð- stefnu Austurbrúar á Hallormsstað í gær, en hugsanlegt olíuævintýri á Drekasvæðinu og norðurslóðamál voru þar í forgrunni á öðrum degi ráðstefnunnar. Hann sagði reyndar að „norðurslóðamál væru ofarlega, jafnvel efst á lista, í forgangsröðun ríkisstjórnarinnar – sérstaklega í utanríkismálum. Á hverjum einasta fundi sem ég hef átt með fulltrú- um erlendra ríkja hefur þetta verið eitt aðalmálið – og ekki endilega að mínu frumkvæði.“ Sigmundur sagði að útlendingar hefðu orðið fyrri til að sjá um hversu stórt tækifæri sé um að ræða og því megi Íslendingar engan tíma missa við að hefja undir búning. Ekki síst í ljósi þess að ráðamenn annarra þjóða, ekki síst Kínverja, séu afar áhugasam- ir um norðurslóðir og hlutverk Íslands í því samhengi. Sigmundur sagði reyndar að trúin ein gæti dugað til að mikilla áhrifa. Undirbúningsvinna og rann- sóknir hafi áhrif á fjárfestingu og uppbyggingu og jafnvel fjárhag ríkisins. „Þau vaxtakjör sem bjóð- ast á þessar skuldir sem við erum að reyna að greiða niður, þau ráð- ast af framtíðarhorfum í íslensku atvinnulífi. Og það að 320 þúsund manna þjóð væri komin með sterk rök fyrir því að verulegar olíu- og gaslindir væri að finna í lögsögunni myndi væntanlega auka lánstraust Íslands til mikilla muna og hefði þannig strax mikil bein fjárhagsleg áhrif. Bara það að menn hafi trúna og setji vinnuna af stað getur leitt til jákvæðrar keðjuverkunar.“ - shá FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur 24 ENGIN TÍSKUFRÍK„Ég er agalega léleg í því að til-einka mér ríkjandi FJÓRÐA BARNIÐ Á LEIÐINNI Rússneska fyrirsætan Natalia Vodianova (31) á von á sínu fjórða barni. Þetta er fyrsta barn hennar með kærastanum Antoine Arnault en fyrir á hún tvo syni og eina dóttur. V eðurfræðingurinn og flug-maðurinn Birta Líf Kristinsdóttir birtist landsmönnum í fyrsta sinn á sjónvarpsskjánum í vikunni þegar hún flutti veðurfréttir í Ríkissjónvarpinu. Hún vakti strax mikla athygli og virðist starfið liggja vel fyrir henni. „Já þetta hefur bara gengið ágætlega hingað til,“ segir Birta og neitar því ekki að hafa orðið vör við aukna athygli. „Það hefurverið aðeins meir ð vera í henni á köldum vetrardögum og ylja mér um leið við góðar minningar.“ Aðspurð segist Birta ekki velta sér mikið upp úr fötum og tísku. „Ég er aga- lega léleg í því að tileinka mér ríkjandi tískustrauma og er lengi að taka eitthvað sem er öðruvísi í sátt. Ég er með mjög einfaldan stíl og heillast aðallega af ein litum flíkum Pe VEKUR UPP GÓÐAR MINNINGARBESTA VETRARFLÍKIN Veðurfræðingurinn Birta Líf Kristinsdóttir er með ein- faldan smekk og er ekki mjög upptekin af tískunni. Hnausþykk vetrarpeysa af föðurömmu hennar er í uppáhaldi en auk þess er hún veik fyrir kjólum. HLÝ OG GÓÐBirta hrífst mest af ein-litum fötum. Peysan af föðurömmu hennar er ein af fáum undan- tekningum.MYND/GVA TÆKIFÆRISGJAFIRTILBOÐ Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 pHnífa aratöskur – 12 manna 14 tegundirVerð frá kr. 24.990 Léttir og hollir réttir Morgunmatur Kaffitárs-kaffi Happy Hour Úrvals aðstaða fyrir mannfagnaði og kynningar Volcano House I Tryggvagata 11 I Tel. 555 1900 www.volcanohouse.is I info@volcanohouse.is DY N AM O R EY KJ AV ÍK ELDSTÖÐIN Opið 9.00 – 22.00 alla daga. EldstöðinKraumandi kaffihús Tryggvagötuvið SÉRBLAÐ Fólk Sími: 512 5000 7. nóvember 2013 262. tölublað 13. árgangur Á hverjum einasta fundi sem ég hef átt með fulltrúum erlendra ríkja hefur þetta verið eitt aðal- málið – og ekki endilega að mínu frumkvæði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra MENNING Kristín Gunnlaugsdóttir fjallar um kvensköp í sýningu sinni í Listasafni Íslands. 48 SPORT Leikjaálag á efnilegustu knattspyrnustúlkur þjóðarinnar er mikið áhyggjuefni. 53 ht.is ÞVOTTAVÉLAR Fyrir allt áhugafólk um hannyrðir! Trú á olíufund myndi strax bæta lánstraust Íslendinga Sterk rök fyrir olíufundi á yfirráðasvæði Íslands gætu bætt lánstraust þjóðarinnar og því haft meiriháttar áhrif á fjárhag ríkisins. Forsætisráðherra segir að norðurslóðamál séu efst á lista ríkisstjórnar sinnar í utanríkismálum. SVÍÞJÓÐ Í líkhúsinu í Kristianstad í Svíþjóð hefur húsvörður í afleys- ingastarfi krufið að minnsta kosti tvö lík. Áður hafði hann tekið líf- færi og hornhimnur úr látnum einstaklingum. Í frétt á vef Sydsvenska Dagbladet segir að í júlí síðast- liðnum hafi verið mannekla vegna sumarfría en í kjallaranum hafi legið lík sem þurfti að kryfja. Yfirmenn ákváðu að leita til hús- varðarins. Honum fannst þetta í lagi, að því er hann segir í viðtali á fréttavefnum. Deildarstjórinn Leif Gillving kveðst hafa verið efins og leitað ráða annarra áður en hann tók ákvörðunina þar sem húsvörður- inn hafi ekki haft menntun í fag- inu. Hann hafi hins vegar aðstoð- að við krufningar um langt skeið. - ibs Mannekla í sænsku líkhúsi: Húsvörðurinn í krufningum FÓLK „Lagið heitir Story of My Life og myndbandinu er leikstýrt af Ben Winston. Hann var svo hrifinn af myndbandi við lagið When We Were Young sem ég skaut fyrir hljómsveitina Take That og þannig var ég fenginn í verkefnið,“ segir Magni Ágústsson kvikmyndatökustjóri en hann stjórnaði tökum á nýjasta myndbandi hljómsveitarinnar One Direction. Breska strákahljómsveitin One Direction er ein frægasta hljóm- sveit heims um þessar mundir. „Þessir strákar eru rosalega ungir, allir um tvítugt. Harry Styles, sem ég var í mestum sam- skiptum við, var mjög almenni- legur og hann spjallaði mikið. Hann spurði mikið um Ísland,“ segir Magni. „Honum fannst gaman að heyra að dætur mínar tvær væru aðdáendur númer eitt á Íslandi,“ útskýrir Magni. Myndbandið kom út síðastliðinn sunnudag. „Það er gaman að sjá hvað myndbandinu gengur vel, það virðist sem einhverjar milljónir hafi skoðað það fyrsta sólar- hringinn,“ segir Magni, en rúmar átján milljónir höfðu séð myndbandið í gær. - ósk/sjá síðu 58 Magni Ágústsson er reyndur kvikmyndatökustjóri búsettur í Bretlandi: Skaut One Direction-myndband SKOÐUN Einar Steingrímsson skrifar um epli og gerviepli í Háskóla Íslands. 25 Honum fannst gaman að heyra að dætur mínur tvær væru aðdáendur númer eitt á Íslandi. Magni Ágústsson kvikmyndatökustjóri Bolungarvík -1° NA 13 Akureyri -1° NA 7 Egilsstaðir 0° NA 7 Kirkjubæjarkl. 2° NA 6 Reykjavík 3° NA 8 VÍÐA ÚRKOMA Norðaustan 8-18 m/s, hvassast á Vestfjörðum. Víða él N-til og slydda SA-lands, en þurrt að mestu V-til. Hiti víðast í kringum frostmark en að 5 stigum syðst. 4 KOMIN AÐ BRYGGJU Varðskipið Þór dró fl utningaskipið Fernöndu til hafnar á Grundartanga síðdegis í gær, viku eft ir að eldur kom upp í skipinu. Þar með lauk afskiptum Landhelgisgæslunnar af Fernöndu en lögregla og slökkvilið koma til með að ljúka rannsókn á eldsupptökum. Í baráttunni við eldinn um borð í Fernöndu reyndi í fyrsta skipti að fullu á getu varðskipsins til slökkvistarfs á hafi úti. Sjá bls. 8 FRÉTTABLAÐIÐ/DANIEL Segir lán hafa verið mútur Halldór Bjarkar Lúðvígsson, fyrr- verandi viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings, sagði í héraðsdómi í gær að 50 milljóna dollara lán bankans til Al-Thanis hafi verið mútur. 6 Fatlaðir njóta ekki verndar Ekkert mál hefur borist nefnd sem á úrskurða um hvort beita megi fatlað fólk nauðung á því ári sem liðið er frá því nefndinni var komið á laggirnar. Ástæðan er fjárskortur. 4 Standa ekki vaktina Keppinautur Íslandspósts telur Póst- og fjarskipta- stofnun vanhæfa til að taka á „lög- brotum“ Íslandspósts og hafi árum saman engar athugasemdir gert við brotalamir í rekstri félagsins. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.